Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 45

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 45
Ferðin tíl tunglsins Höfundur: Azrna María Jónsdóttír Ég ætla að segja ykkur sögu af systk- inum sem ég þekki. Þau heita Magnús og Sigrún. Eins og aðrir krakkar áttu þau sér marga drauma. Stærsti draumur þeirra var að fara til tungls- ins. En til tunglsins er ekki hægt að fara öðruvísi en fljúgandi. Vissulega geta þau ekki flogið, þess vegna tóku þau það ráð að tala við Stóra-Svan vin sinn. Hann var stærsti svanurinn á Stórutjörn, en þar bjuggu allir svan- ir borgarinnar. Stóri-Svanur hafði oft farið með þau í stuttar ferðir en aldrei í svona langa ferð eins og til tungls- ins. Þau röltu niður að Stórutjörn til að hitta Stóra-Svan. Hann tók vel í það að fara með þau til tunglsins. „Þið verðið að biðja foreldra ykkar leyfis,“ sagði hann sinni djúpu röddu. „Já, við skulum gera það,“ sögðu krakk- arnir og hlupu heim á leið. Mamma og pabbi vissu varla hvað- an á þau stóð veðrið þegar krakkarnir þustu inn. „Hvað er eiginlega um að vera? Það mætti halda að þið væruð að fara til tunglsins.“ „Við erum að fara til tunglsins, Stóri-Svanur ætlar að lljúga með okkur ef þið leyílð." Mamma og pabbi litu hvort á annað. „Ætli það ekki. Hvenær ætlið þið að fara?“ „Bara á morgun. Nú förum við og tölum við Stóra-Svan.“ Með það voru krakkarnir roknir niður að Stórutjörn. Stóri-Svanur sá enga fyrirstöðu í því að fara daginn eftir svo þau ákváðu að hittast við Stóratorg klukkan átta um morgun- inn. Magnús og Sigrún hlökkuðu mikið til fararinnar. Þau fóru snemma að sofa til að vera vel upplögð í ferð- inni. Þcgar krakkarnir voru mættir að morgunverðarborðinu, löngu áður en nauðsyn var, gátu mamma og pabbi ekki annað en brosað. „Þið megið varla vera að því að borða," sögðu þau og höfðu gaman af ákafan- um og eftirvæntingunni í svip þeirra. Löngu áður en klukkan varð átta voru þau komin niður að Stóratorgi. Reyndar var Stóri-Svanur mættur þar þónokkuð á undan þeim því hann var líka spenntur og hlakkaði mikið til fararinnar rétt eins og þau. Börnin komu sér nú vel fyrir á bakinu á Stóra-Svani. Hann áminnti þau um að halda sér fast og breiddi síðan úr vængjunum og hófst á loft. Magnús og Sigrún skríktu af gleði og mikið höfðu þau nú gaman af því að líta niður til jarðar. Þarna sáu þau húsið sitt, þarna voru mamma og pabbi úti í garði og veifuðu ákaft til þeirra. Sko, þarna voru Siggi og Sunna að leika sér á leikvellinum. En hvað þetta var gaman. Þau tóku nú stefnuna í átt til tunglsins. Tunglið stækkaði allt- af meir og meir eftir því sem þau nálguðust það og jörðin varð alltaf minni og minni. Skrítið að tunglið, sem var á stærð við bolta þegar mað- ur horfði á það frá jörðu, væri svona stórt og jörðin, sem er óendanlega stór, var bara pinulitil þegar maður horfði á hana frá tunglinu. Þau lentu á Tungltorgi í Tungla- borg. Tunglpabbi og tunglmamma voru þar ásamt öllum tunglbörnunum til að taka á móti þeim. Mamma var búin að baka dýrindis tunglkökur og pabbi hafði blásið upp kynstrin öll af tunglblöðrum. Það átti nefnilega að slá upp veislu því þetta var í fyrsta skipti sem jarðarbörn komu í heim- sókn til tunglsins. Öll hersingin hélt nú heim til tunglmömmu þar sem veisluhöldin áttu að fara fram. Krakk- arnir fengu veglega tertusneið og flösku af dísætu tunglgosi. Karlinn í tunglinu kom í heimsókn og fékk sér kaffi með mömmu og pabba. Að því búnu héldu allir út í garð að leika sér. Tunglbörnin kunnu marga skemmtilega leiki. Þau fóru í feluleik og boltaleik. Einnig fóru þau í eltinga- leik sem er uppáhaldsleikurinn hans Magnúsar og dúkkuleik sem er uppá- haldsleikurinn hennar Sigrúnar. Dagurinn leið hratt og brátt var kom- inn tími til heimferðar. Krakkarnir fengu sína blöðruna hvor í kveðju- skyni, Magnús bláa og Sigrún rauða. Börnin löbbuðu með þeim niður að Tungltorgi þar sem Stóri-Svanur beið þeirra. Kveðjulátunum ætlaði aldrei að linna og þó liðið væri að kvöldi fannst börnunum sem dagurinn hefði verið óskaplega stuttur. „Kornið nú, börnin mín, það fer senn að rökkva,“ sagði Stóri-Svanur og brosti góðlát- lega. „Bless, tunglbörn," . kölluðu Magnús og Sigrún bæði í kór um leið og þau settust á bakið á Stóra-Svani. Nú lögðu þau aftur af stað áleiðis til jarðar. Magnús og Sigrún voru ákveð- in í að fara fljótlega aftur í heimsókn til tunglsins. Nýju vinirnir þeirra ætl- uðu líka að reyna að fá einhvern tunglsvaninn til að fljúga með sig til jarðar við tækifæri. Stóri-Svanur flaug með börnin heim því að það var orðið heldur framorð- ið. Mamma og pabbi tóku á móti þeim á tröppunum og buðu Stóra- Svani að borða með þeim kvöldmat. Hann þáði það enda svangur eftir langt ferðalag. Magnús og Sigrún höfðu frá mörgu að segja við kvöld- verðarborðið þetta kvöldið. Foreldrar þeirra hrifust svo af frásögninni að þeir voru harðákveðnir í að fara með þeim i næstu ferð. Þegar börnin lögð- ust svo til hvílu sofnuðu þau næstum strax. Hugsandi um tunglkökur, spennandi leiki og annað gaman svifu þau inn í draumalandið. 1. TBL VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.