Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 18

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 18
Þjónusta við aldraða í heimahúsum Hlutverk fjölskyldna í undanförnum þáttum hefur fyrst og fremst verið greint frá fyrirkomulagi stofnanaþjón- ustu við aldraða á íslandi, staðsetningu öldrunarstofnana og vistunarþörf. Staðreynd- in er þó sú að einungis lítill hluti aldraðra flytur á öldrunarstofnun. Stærsti hópurinn dvelst heima hjá sér. Þeir sem búa á heimilum sínum þurfa í mörgum tilvikum einnig á marg- víslegri aðstoð að halda. Sú aðstoð kemur einkum úr tveimur áttum, frá fjölskyldum annars vegar og utanaðkomandi aðilum hins vegar. Á íslandi er þessi utanaðkomandi þjón- usta við aldraða í höndum hins opinbera, fyrst og fremst sveitarfélaga. Heimahjúkrunin er þó á vegum ríkisins þar sem starfslið heilsu- gæslustöðva annast þann þátt þjónustunnar. Vitaskuld væri annað fyrirkomulag vel hugs- anlegt, til dæmis einkarekstur. Aðstoð hins opinbera við aldraða Aðstoð hins opinbera við aldraða getur verið af ýmsu tagi, en í meginatriðum flokk- ast hún þó í tvennt, annars vegar þjónustu sem boðið er upp á utan heimilis, hins vegar þjónustu sem veitt er á heimilum aldraðra. Lítum fyrst á þjónustu utan heimilis. Dag- vist þjónar meðal annars þeim gamalmennum sem þurfa aðstoð að degi til þegar aðrir í fjöl- skyldunni eru uppteknir við dagleg störf. Félagsstarf aldraðra þjónar að hluta til sama hlutverki. Tilgangur félagsstarfs eldri borgara er þó fyrst og fremst að skapa öldruð- um aðstöðu til að sinna ýmsum hugðarefnum sínum og um leið að freista þess að rjúfa ein- manaleikann sem ótrúlega margir aldraðir frnna til. Hvíldarinnlagnir eru ein tegund aðstoðar sem sveitarfélög og/eða öldrunarstofnanir geta veitt. Með því er átt við tímabundna dvöl gamalmennis, oftast lasburða, á öldr- unarstofnun til hvíldar fyrir maka og/eða fjölskyldu sem annast daglega umönnun við- komandi. Þá getur þjónusta hins opinbera falist í að útvega hentugar íbúðir þar sem tekið er tillit til sérþarfa aldraðra, bæði hvað umhverfi, hönnun og þjónustu snertir. Þjónusta, sem veitt er heima hjá gamal- mennum, getur verið af ýmsum toga, meðal annars heimahjúkrun, heimsending matar, aðstoð við þvotta og þrif, garðhirðing, snjó- mokstur og ferðaþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Opinber þjónusta, í þeirri mynd sem að framan hefur verið lýst, þjónar tvennum til- gangi, annars vegar að létta undir með þeim fjölskyldum sem kjósa að annast aldraða ætt- ingja sína, hins vegar gerir hún þeim öldruðu, sem ekki eiga völ á aðstoð fjölskyldu, kleift að lifa eðlilegu heimilislifi lengur en ella og þannig er unnt að seinka eða jafnvel að kom- ast hjá stofnanadvöl. Þjónusta hins opinbera við aldraða Aðstoð við aldraða, sem búa heima, er veik- asti hlekkurinn í þjónustukeðjunni við aldraða á Islandi, flöskuháls sem meðal annars eykur eftirspurn eftir stofnanavistun. Öll sveitarfélög í þéttbýli bjóða öldruðum upp á einhvers konar þjónustu, bæði innan og utan heimilis. Sama gildir um einstaka sveitarfélög í dreifbýli. Lausleg athugun hefur leitt í ljós að rúmlega áttatíu af hundraði fólks, eldra en 65 ára, býr í sveitarfélögum þar sem völ er á heimilishjálp. Umfang þessar- ar þjónustu er hins vegar mjög mismunandi. Stundum er eingöngu um heimilishjálp að ræða, það er aðstoð við heimilisstörf. Sum sveitarfélög, sérstaklega hin fjölmennari, bjóða hins vegar upp á mikla fjölbreytni, svo Texti: Dögg Pálsdóttir lögfræðingur sem heimsendingu matar, aðstoð við garð- hirðu og snjómokstur, félagsstarf og dagvist auk flutningsþjónustu. Raunar vex fjölbreytn- in nú ár frá ári. Jafnframt fer sífjölgandi þeim sveitarfélögum sem bjóða öldruðum þjónustu af þessu tagi. Þáttur í þeirri þróun er án efa ákvæði laga um málefni aldraðra varðandi greiðsluþátttöku ríkissjóðs í heimaþjónustu. Ör uppbygging heilsugæslustöðva úti á landi á undanförnum áratug hefur tryggt að heimahjúkrun er nær alls staðar í boði, þar sem slíkrar þjónustu er þörf, hvort sem er í dreifbýli eða þéttbýli. Mikilvægi þjónustu hins opinbera við aldraða sem búa heima Stuðningsmenn þjónustu við aldraða, sem búa á heimilum sínum, halda því fram að þjónusta af þessu tagi sé ódýr og komi í stað stofnanaþjónustu, jafnframt geti hún frestað stofnanavistun og jafnvel komið í stað henn- ar. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þjónusta af þessu tagi verður viðbót fremur en að hún komi í stað stofnanadvalar, nema henni sé beint að þeim hópi aldraðra sem lík- legast er að þurfi á stofnanavist að halda. Þessari þjónustu þarf því að miðla markvisst. Hlutverk fjölskyldunnar í öldrunarþjónustu Fjölskyldur veita enn sem fyrr mestan stuðning við aldraða. Bandarískar athuganir hafa leitt í ljós að aldraðir, sem lifa eðlilegu heimilislífi, þiggja mesta hjálp frá fjölskyld- unni, það er maka og/eða börnum. Jafnframt hafa athuganir sýnt að dætur eru helsta hjálp- arhella aldraðra mæðra sinna. Viðamiklar athuganir á þessu efni hafa ekki verið gerðar á íslandi. Hins vegar er engin ástæða til að ætla að hlutverk fjölskyldu í öldrunarþjónustunni sé minna á Islandi en í öðrum löndum. Þvert á móti, fjölskylduað- stoð er líklega meiri á íslandi en víða erlendis vegna smæðar þjóðfélagsins og sterkra fjöl- 18 VIKAN 1. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.