Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 46

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 46
Staldrað við um áramót ,,Að stíga á stokk og strengja heit. “ Löngum hafa áramótþótt heppilegur tími uppgjörs. Þá er staldrað við og ekki aðeins litið um öxlheldur líka fram á við. Lestir og kostir eru vegnir og metnir og síðan er stigið á stokkinn og heitin strengd. - Eða eitthvað íþeim dúr. Athugum hvaðfimmmenningarnir hér á opn- unni hafa að segja um áramótaheit sín aðþessu sinni, árið sem er að líða og árið sem er í vœndum. - Oneitanlega vœri svo forvitnilegt að heyra um efndirnar - að ári!! Eiríkur Hauksson, söngvari og kennari: Yindurinn hvíslaði... Eitthvert áramótaheit? Nei, ég er ákveðinn í að sleppa því. Ég gaf sjálfum mér áramótaheit í fyrra, í fyrsta skipti á ævinni. Ég sagði engum frá því, sem er kannski eins gott því ég stóð ekki við það. Árið 1986 er án efa viðburða- ríkasta árið í lífí mínu hingað til og var einnig mjög hamingju- ríkt. Það var mikið að gerast í tónlistinni hjá mér og ég var atvinnumúsíkant í fyrsta sinn á ævinni (tímabilið jan. sept.). Ég keypti mér mína fyrstu íbúð og tel mig nú fullgildan „vísi- tölu-blesa“ með öllu því amstri sem því tilheyrir. Ég ákvað að fara í felur frá „sviðsljósinu“ síðustu mánuði ársins og gerast virðulegur kennari, en það hefur nú ekki tekist fullkomlega enda erfitt að slíta sig frá því sem er manni hvað kærast - söngnum. Mér finnst sem sagt að ég geti litið til baka til ársins 1986 með sælubros á vör. Andlegt mótlæti var sama og ekkert og í lok árs er ég bjartsýnn á lífið og í góðu jafnvægi við mig og mína. Ég er ekki maður sem trúi á kraftaverk og ég veit að hlutirn- ir gerast ekki af sjálfu sér, því snúa þær væntingar sem ég hef fyrir 1987 fyrst og fremst að sjálfum mér. Hvað tónlist varðar er ég búinn að lofa sjálfum mér því að sinna mínum eigin mál- efnum betur því allt árið ’86 hef ég verið að vinna fyrir aðra. Arið ’87 stefni ég að því að senda frá mér hljómplötu með eigin efni. Við hjónin eigum von á barni númer tvö í apríl og hlakka ég mikið til, vænti þess að við verðum jafnlukkuleg fjögur og við höfum verið þrjú. Vindurinn hvíslaði því að mér að nýi erfinginn yrði rauðhærð- ur gaur, hress og fjörmikill... Ég vænti þess að árið 1987 verði ár sátta og samlyndis, bæði hér heima og erlendis. Við skulum vona að risarnir í austri og vestri slíðri nú sverðin svo að allir sem það vilja geti áhyggjulausir notið þess góða sem lífið hefur upp á að bjóða. - Gleðilegt nýtt ár! Helga Guðrún Johnson fréttamaður: Óskaharnið dafní og eflist Tja, áramótaheit! Það er nú orð- ið frekar þreytt að segjast ætla að hætta að reykja, enda er ég búin að reyna það nokkur ára- mót en reyki þó enn. Ég er nú samt að hugsa um að reyna enn einu sinni að hætta þessari vit- leysu. Þetta er bölvaður ósiður og ég er alveg með það á hreinu að reykingar verða úrelt fyrir- brigði um aldamótin. Svo það verður mitt áramótaheit að gefa reykingar upp á bátinn. Árið sem er að liða var mjög viðburðaríkt og lærdómsríkt. Ég lauk námi í júní og var útskrift- in mikið húllumhæ enda allir búnir að leggja hart að sér í próf- unum. Nú, svo fór ég aftur á Moggann og vann þar í nokkra mánuði og skemmti mér kon- unglega, eins og allir blaða- menn, á meðan leiðtogafundur- inn stóð yfir. Skömmu eftir að það ball var búið bauðst mér svo staðan hér á Stöð 2 og hef ég verið hér síðan í byrjun október. Þetta var lærdómsríkt ár, ekki bara námslega séð heldur fékk ég að minnsta kosti tvær góðar lexíur sem eiga eftir að endast mér ævina á enda. Við skulum ekkert vera að rifja það upp... Ég veit satt að segja ekki við hverju á að búast á næsta ári. Maður verður að vona að frið- ar- og afvopnunarviðræðum miði eitthvað á næsta ári og að takist að takmarka útbreiðslu eða finna lækningu á næstu plágu mannkynsins, eyðni, einn- ig að hryðjuverkamenn verði látnir svara til saka fyrir gjörðir sínar. Þetta er kannski það helsta i alheimsmálum. Fyrir okkur Frónbúa á ég þær óskir að verðbólgan verði i lágmarki svo að allir fái notið góðs af góðærinu. Persónulega vona ég að óskabarnið í fjölmiðlaheim- inum, Stöð 2, dafni og eflist. Við Stöðvarmenn munum leggja okkur fram til að svo verði. 46 VI KAN 1. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.