Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 23

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 23
Flestir höfuðborgarbúar hafa lagt leið sína „austur yfir fjall“ eins og það heitir á máli þeirra sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. „Fyrir austan íjall“ á í huga okkar fyrst og fremst við sveitirnar Ölfus, Flóa, Biskups- tungur, Hreppana og Grímsnesið. Einu sinni var sagt um síðasttöldu sveitirnar: „Grímsnes- ið hið góða og gullhreppana." A þeim slóðum býr völvan sem Vikan leitaði til. Það var snemma í desembermánuði sem við náðum tali af miðaldra konu sem okkur hafði verið bent á að byggi yfir dulrænum hæfileikum. Hún lét tilleiðast að segja okkur fyrir um tíð- indi næsta árs, innlend og erlend, að því marki sem henni „vitrast", eins og hún sjálf orðaði það. „En þannig er mál með vexti,“ sagði þessi laglega og dökkhærða kona, „að eftir að ég fluttist hingað austur úr miðdepli íslenska al- heimsins, Reykjavík, hefur dulvitund mín síður en svo minnkað. Eg hafði vonast til að svo að þið haldið ykkur við orðið „va!a“ en ekki völva því völvunafnið minnir mig óþyrmilega á tölvurnar sem nú eru að taka völdin. En tölvur eiga síst heima í spádómum um óorðna hluti. Það þekki ég af eigin reynslu." Völvan okkar dró fyrir gluggana í vistlegri stofunni. „Ég vil ekki að við verðum ónáðuð að óþörfu meðan við hverfum til kyrrðarinn- ar um stund. Ég vil taka það fram að á þessari hljóðlátu stundu megið þið ekki spyrja mig neins, nema ég gefi merki þar um. Ég mun reyna að koma atburðum skipulega að, þó það sé ekki alltaf svo auðvelt.“ Hún settist í gamlan ruggustól í einu horni stofunnar. Það var skuggsýnt í stofunni, að- eins logaði á tveimur kertum á borði við hlið stólsins sem hún sat í. Við létum fara lítið fyrir okkur og biðum. Kyrrðin færðist yfir. Þögnin hafði yfirráðin um stund. Svo marr- aði aðeins í ruggustólnum og mjúk og fjarlæg Stjórnmálin verða efst á baugi á ári umróts og breytinga, segir völvan. Og það verða aðrar aðferð- ir notaðar við val í ráð- herrastólana eftir kosning- ar í vor en tíðkast hafa undanfarin ár. þessi hæfileiki - að sjá fyrir ýmislegt óorðið - minnkaði en sú hefur raunin ekki orðið hér í sveitinni. Einkahagir mínir breyttust skyndilega, var það satt að segja ein ástæðan fyrir því að ég tók mig upp úr margmenninu og fluttist hing- að. Mér fannst líka að mér þrengt í marg- menninu í Reykjavík, vegna nálægðar við hringiðu atburða sem ég þurfti oftar en ekki að upplifa tvisvar. Hér fmn ég mig betur heima og dulvitund- in verður mér mun eðlislægari og atburðir, sem ég sé fyrir, koma ekki eins snöggt fyrir augu mér eins og þegar ég kannski las um þá í blaði samdægurs eða heyrði um þá hjá kunn- ingjum í næsta húsi. Fréttir berast hratt í margmenni en hér er aðdragandinn að raun- veruleikanum lengri. Þótt ég hafi aldrei fyrr búið í sveit er auð- velt að samlagast því fólki sem hér býr. Einhverjir hafa nasaþef að þessum svokölluðu hæfileikum mínurn en þeir láta sér fátt um fínnast eða láta tillitssemina ráða. Og ég ætla að svo muni verða áfram, þó ég hafi dregist á að gegna hlutverki völu ykkar. Það geri ég eingöngu fyrir orð þess mæta manns sem þið lögðuð svo hart að til að vísa á mig. Ég vil rödd völunnar barst eins og tónlist um stof- una. Það var einstök ró yfir konunni í stólnum þegar hún hóf að segja okkur fyrir um óorðna atburði ársins. Ár brölts og breytinga „Á árinu 1987 eru það stjórnmálin og aftur stjórnmálin sem allt snýst um hér innanlands. Það þýðir þó ekki að önnur mál falli í skugg- ann, síður en svo. Frá lýðveldistöku, árið 1944, hefur ekki gætt jafnmikilla breytinga á einu ári og því sem nú gengur í garð. Árið 1987 verður það ár sem fólk minnist síðar sem árs breytinga og umróts á sem flestum sviðum. En flest þau mál, sem þykja hvað fréttnæm- ust, munu þó eiga rætur að rekja til pólitískra væringa og samspilið verður augljóst, óðar og atburðir gerast. Það verður til dæmis strax í upphafi ársins að enn eitt fjölmiðlafárið brýst út. Það er tengt nýju fjármálahneyksli, sem raunar varð upp- skátt á þessu ári. Þetta hneyskli, sem telst til þeirra „góðkynjuðu", varðar alþekkta góð- gerða- og líknarstarfsemi sem hefur tekið ástfóstri við „björgun" fjármuna úr landi til geymslu erlendis. Þessi „björgun" verður fyrir Stjórnarmynstrlö eftir kosningar er Ijóst að mati völvunnar. Það verða formenn Alþýðu- flokks, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokks sem ná því að mynda nýja stjórn. Steingrímur Hermannsson, Jón Baldvin Hannibaisson, Þorsteinn Pálsson. 1. TBL VI KAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.