Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 24
milligöngu stjórnmálamanns hérlendis og einnig erlends kollega hans. Þetta mál leiðir til nýrra og strangari reglna um starfsemi hinna mörgu líknarfélaga hér á landi og opinberum stuðningi verður hætt við þau flest. Það verða ekki einungis góðgerðar- og líknarfélög sem verða fyrir barðinu á hin- um hraðskreiða fjölmiðlavagni, troðfullum af blaðamönnum með brýnda kutana. Pen- ingastofnanir fá enn lítinn frið. I ljós kemur sem sé að viðamikil banka- stofnun er komin að falli vegna mikilla umsvifa í eigin ranni. Það mál á eftir að ýta nokkuð óþyrmilega við sumum bestu og djörfustu sonum lýðveldisins. En það verða ekki allar fréttir jafnslæmar. Til dæmis ekki sú sem kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti í byrjun maímánaðar um að ákvörðun haft verið tekin um að tengja íslenskan gjaldmiðil við eina sterkustu mynt- ina á alþjóðamarkaðinum. Þetta mun flestum þykja allgóð frétt en sumum þykja sem nú nálgist ragnarök. Undirbúningur að rannsóknum um Norð- ur-íshaf verður hafmn á árinu og munu íslendingar eiga þar hlut að máli og fylgjast náið með framvindu vegna hugmynda um nýja siglingaleið sem gerir Island að eins kon- ar miðdepli i nýrri alfaraleið á sjó, um íshafið þvert. Kosningar og stjórnarmyndun Komandi kosningar verða síðan efstar á blaði í umræðum fólks. Kosningabarátta flokkanna verður annars mjög óvægin og margar „matarholurnar“ uppgötvaðar, sem reynast drjúgar til að afvegaleiða dygga kjós- endur flokka sinna. Þannig verður afdráttar- laus yfirlýsing landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins til að snúa dálítið harkalega á forystumenn annarra stjórnmálaflokka. Alþýðuflokkurinn fær á sig stóran brotsjó í miðjum kosningaá- róðri, rétt í þann mund er formaður flokksins leggur í hringferð um landið og fer mestur tími hans í að lægja öldur misskilnings, sem rís vegna ummæla þingmanns úr röðum Bandalags jafnaðarmanna. En mér sýnist sameiginlegt vandamál eiga eftir að ríkja innan flestra ef ekki allra stjórn- málaflokkanna fyrir kosningar; kröfur um breytta niðurröðun frambjóðenda. Það munu verða breytingar á sætaskipan manna á listum svo um munar. Engin veruleg eftirmál verða þessum breytingum samfara. Það munu verða gerðar margar tilraunir til stjórnarmyndunar á pappírum, áður en kosn- ingaúrslit liggja fyrir. Og það verða ekki kosningaúrslitin sjálf sem segja til um hvernig stjórnarmyndun ræðst heldur fyrirfram ákveðið stjórnarmynstur sem liggur á borðinu nú þegar. Mér finnst sem ég sjái að núverandi stjórn- arflokkar verði báðir aðilar að næstu ríkis- stjórn og Alþýðuflokkur einnig. Sá flokkur kemur fyrst og fremst í myndina vegna óum- deilanlegra sigra í kosningunum en afsalar sér forystuhlutverki í ríkisstjórn af „praktískum ástæðum" eins og það verður nefnt. Alþýðubandalagið mun sækja stift eftir þátttöku í stjórn og gefa yfirlýsingar um veru- lega eftirgjöf eða tilhliðrun í varnar- og öryggismálum, ef það mætti verða til þess að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur gætu sameinast gegn þátttöku Sjálfstæðisflokksins. En stjórnarmynstur er þegar á borðinu eins og ég sagði áðan. Kvennalistinn mun eiga talsverðan þátt í myndun ríkisstjórnar, þótt á einkennilegan hátt verði. Kosið um ráðherrastóla Að mynda starfhæfa ríkisstjórn getur svo sem verið nógu erfitt stundum en að skipa hana frambærilegum ráðherrum er þó oft erf- iðara. Því munu þeir finna fyrir, flokkarnir þrír sem næstu ríkisstjórn mynda. Ekki verður þó neinn skortur á ráðherra- efnum og framboð mun meira en hægt er að taka alvarlega. Því er þannig komið málum snemma árs að flokkarnir munu eiga í mikilli baráttu innbyrðis við þá forystumenn sem telja sig eiga rétt á ráðherrastóli. Sumir munu beita þeim rökum að þeir hafi áður setið í ráðherrasæti og þekki svo vel til mála að þeim megi ekki fórna. Aðrir gera hreinlega kröfu til ráðherradóms á þeim for- sendum að þeir hafi þegar beðið nógu lengi og nú sé þeirra tími kominn. Þessar deilur munu koma mjög illa við flokkana og gera þeim mjög óhægt um vik í annarri starfsemi og kosningabaráttu, en þeim ntun skemmtilegar koma þessar deilur út í sviðsljósi þjóðlífsins, ekki síst þar sem kjós- endur munu ýta verulega á varðandi vitneskj- una um hverjir það verða sem eigi að fara með völd í þjóðfélaginu, „það sé þó verið að kjósa lifandi menn en ekki flokksapparöt" eins og það mun einhvers staðar verða orðað. Deilurnar verða mest áberandi í Alþýðu- bandalagi og Framsóknarflokki, fyrir kosn- ingar, og í Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki eftir kosningar. í Sjálfstæðisflokki verða ráðherrar útnefnd- ir af þriggja manna nefnd sem formaður flokksins skipar. Ég sé aðeins tvo af núver- andi ráðherrum þess flokks í þessari útnefn- ingu, formann flokksins, Þorstein Pálsson, og Ragnhildi Helgadóttur. Af öðrum sem þar eru í sviðsljósinu virðast mér mest áberandi Ólafur G. Einarsson, Frið- rik Sophusson, Birgir ísleifur Gunnarsson og Eyjólfur Konráð Jónsson. Hjá Alþýðubandalaginu verður hart barist um tilnefningu ráðherra á lista sem flokkurinn vill hafa tiltækan. Þar sé ég einna skýrast fyr- ir mér tvær konur og tvo karlmenn sem sameiginlega eiga eftir að setja fram nýja stefnu sem þykir likleg til að höfða til ann- arra flokka varðandi stjórnarmyndun eða samstöðu um hana. Framsóknarflokkurinn mun halda að sér höndum fram yfir kosningar hvað varðar út- nefningu ráðherra, ekki síst vegna þess að talsvert á enn eftir að heyrast frá þeim fram- sóknarmönnum um úrslit prófkjöra og eftir- mál. Hjá Alþýðuflokki verður reynt að versla innbyrðis með ráðherraembætti að kosning- um loknum og þykir þar sumum sem réttlætið sitji ekki í fyrirrúmi og segja að ekki sé tekið tillit til ntismunandi aðferða og fyrirhafnar sem frambjóðendur höfðu til að komast í örugg sæti. Þetta mun meðal annars tefja fyr- ir stjórnarmyndunartilraunum á sínum tíma. Kjarabaráttan klúðrast Þó að menn telji samningamálum að mestu lokið eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum. í raun má segja að búið sé að klúðra Elisabeth Taylor mun giftast sér yngri manni. Stefanía Mónakóprinsesa mun valda hneyksli og móðga þjóðhöfðingja. málefnum kjarabaráttunnar svo um munar og verður hún ekki að fullu til lykta leidd fyrr en með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar snemma sumars. Það mun reynast langsótt að fá nákvæmar skýringar viðkomandi ráðuneytis á frekari útfærsiu á staðgreiðslukerfi skatta, til dæmis nákvæm tímamörk og eins um það hvaða ár verði launþegum skattlaust eða hvort það verður yfirleitt. Ekki verður Ijóst hvernig einfalda á og sam- 24 VIKAN 1. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.