Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 58

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 58
Hrúturinn Nautið Tvíburarnir 21. mars-20. april 21. apríl-21. maí 22. maí-21. júní Janúar verður heldur leiðinlegur því þá kemur erfitt tímabil og þú skalt ekki taka afdrifaríkar ákvarðanir meðan á því stendur. Fyrst og fremst verður febrúar mánuður aukinnar ábyrgðar og aðstæðna sem k refjast allra krafta þinna. Mikið er þó komið undir skilningi þínum í tengslum við maka eða ná- inn félaga. Ymislegt veldur þér ruglingi og hefur áhrif á líðan þína í mars. Og margt bendir til þess að komið sé að kaflaskiptum í lífi þínu, sem munu eiga sér stað um eða eftir þann 20. Apríl verður einnig ruglandi mánuður og þú munt þurfa að horfast í augu við aðstæður sem hafa hingað til fyllt þig óöryggi. Þú lendir í miklum erfiðleikum þegar maí er genginn í garð, bæði hvað varðar fjárhag og samskipti við fólk. Hins vegar mun koma í Ijós að ekki verður auðveldlega þaggað nið- ur í þér. í júní munu verða miklar breytingar í lífi þínu og jafnvel gæti svo farið að þú yrðir að rjúfa mikilvægt samband. Flest ókvæðisorðin hafa verið sögð þegar júlí gengur í garð. Þú virðist vera mjög ákveðinn og bjartsýnn í ágúst. Samt sem áður er iíklegt að þú mun- ir lenda í erfiðleikum í samskiptum. Þú vilt sennilega breyta algjörlega til þegar komið er fram yfir miðjan september. Afstöður reikistjarnanna gera það að verk- um að í október vilja óbundnir athuga vel kosti og galla einhvers konar frambúðarsam- bands. Þú munt beita hörku í nóvember og berjast fyrir því sem þú trúir á. Þú ættir samt sem áður að spyrja sjálfan þig, áður en þú leggur upp í baráttuna, hvort það sé raunverulega þess virði. Aðrir hafa lofað þig fyrir tryggð- ina, en þeir virðast hafa gert mistök þegar þeir tóku eilífa vináttu þína og gjafmildi sem sjálfsagðan hlut. Nýir möguleikar munu opnast í desember til viðurkenningar fyrir vinnumynstur þitt og útlit er fyrir að þú njótir viðurkenningar fyrir eiginleika þína og áreynslu. í byrjun árs ættir þú að athuga þinn gang og ástunda sjálfsrýni. Með því að vera hæfi- lega gagnrýninn á sjálfan þig nærðu lengra í einkalifi og starfi. Náinn vinur eða samstarfsfélagi gæti komið þér illilega í klípu með baktali eða með því að svíkja þig í fjármálum í febrúar. Þér finnst þú niðurdreginn og þér líður illa í mars en vertu rólegur, þetta er einungis tíma- bundið ástand. Apríl gæti orðið skemmtilegasti mánuður ársins. Vinir þínir keppast við að reyna að skemmta þér. Þú átt velgengni að fagna í fé- lagslífi og á vinnustað. I maí er heppilegt að taka sér frí og breyta um umhverfi, að minnsta kosti um stundar- sakir. Þú gætir átt við vandræði að stríða í einka- lífinu í júnímánuði. Þú ættir að huga vel að líðan maka þins og barna. Þeir sem eru ógift- ir ættu ekki að stofna til náinna kynna við hitt kynið. í hönd fer heppilegur tími til að stunda við- skipti og ef þú hefur hugsað þér að íjárfesta er júlí besti tíminn. Einnig er þetta góður tími til búferlaflutniga. Þú ert þrjóskur að eðlisfari og það kemur sér vel fyrir þig í ágústmánuði því að á vinnu- stað ert þú talinn hafa á röngu að standa. Þú veist að aðrir hafa rangt fyrir sér og með þrjósku þinni og persónutöfrum færðu loks vinnufélagana á þitt band. í september og október ættir þú að taka það rólega og hvíla þig fyrir veturinn. Taktu vel ábendingum vina þinna. Þeir vilja þér vel og það er ýmislegt sent þú þarft að laga í fari þínu. Þér hefur tekist að innræta þér nýjan hugs- unarhátt í nóvember og verður það þér til góðs. Þú hefur lagt hart að þér og ert þreytt- ur en það er enginn tími til sjálfsvorkunnar, mundu það. I árslok getur þú litið yfir farinn veg. Þegar allt kemur til alls hefur árið verið fremur gott. Þú hefur þroskast og getur litið björtum aug- um til framtíðarinnar. í janúar gerast atburðir sem koma til með að geymast í minningu þinni í mörg ár. Hugs- aðu um það sem er fram undan og sparaðu orkuna. I febrúar skaltu gæta þín á þeim manneskj- um sem gætu á einhvern hátt komið í veg fyrir frama þinn í lífinu. Mars ber með sér erfiðleika og margt er undir því komið hvort samband þitt við maka eða náinn vin lifir af erfiðleikana. Þegar liðið er á apríl kemur berlega í Ijós að þú vilt breyta lífsmynstrinu. Þrátt fyrir erfiða stöðu, sem virðist bíða þín í maí, getur þú náð ákveðnu markmiði sem reynist mikill sigur fyrir þig. Margt er komið undir íjárhag þínum í júní. Einnig áttu mikið undir því hvernig þér tekst að bregðast við álagi. Júlí er rétti tíminn til að athuga nánar sam- band þitt við maka, ekki þó á gagnrýnis- grundvelli heldur til að koma auga á helstu langanir makans og koma til móts við þarfir hans. Þú kemst að ýmsu um sjálfan þig í ágúst, jafnframt kemstu að mörgum kostum náins sambands. September verður ákaflega erfiður en ekki er þó ástæða til að missa móðinn. Umfram allt er mikilvægt að glata ekki kímnigáfunni. Október verður einnig erfiður. Samt sem áður gefst þér þá tækifæri til að sigrast á erfið- leikunum. En þú skalt muna að þótt þér gangi sæmilega er ekki víst að öllum líði vel og þú skalt ekki halda að erfiðleikar í sambandi séu neins konar ætlun hins aðilans. Hjálpaðu maka þínum til að koma auga á þau atriði sem skipta máli. Þú skalt vara þig í nóvember því einhver vill reyna að komast að málefnum sem þú ert ekki reiðubúinn til að láta uppi. í þvi tilviki skaltu tryggja þér að ekkert fari úrskeiðis. í desember verðurðu laus við þá erfiðleika sem hafa angrað þig. Þú getur náð langt á komandi ári, bæði á sviði atvinnu og einka- mála. Þar er einkum urn að ræða fyrri hluta ársins. 58 VIKAN 1. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.