Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 13

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 13
Teikning: Helgi Friðjónsson margar aldir fram. Ef særingamaðurinn hafði staðfestu til að horfa í axareggina og líta aldr- ei út af og tala ekki orð frá munni hvað sem á gekk mundi hann ekki einungis allt sem hinir framliðnu sögðu honum heldur gat hann hvenær sem hann vildi eftir það leitað frétta af þeim að ósekju um alla hluti sem hann girnti að vita með því að sitja úti. Þjóðtrú Eins og áður sagði hefur þjóðtrúin varð- andi útisetur á krossgötum breyst í að það væru álfar sem freistuðu manna í stað forynja og drauga. Og gat það margt happið fært þeim er voru nógu stilltir og kunnu nógu vel með að fara en vanvirðu hinum er létu freist- ast. Til er saga af kalli nokkrum er settist niður á krossgötur á gamlárskvöld með öxi í höndum og einblíndi í egg hennar. Nú kemur álfafólkið og fer að ávarpa hann og bjóða honum alla hluti, gull og gersemar, dýrindis klæði og krásir, þangað til einn býður honum flot. Þá segir kalltetrið: „Seinast mun ég flot- inu neita,“ enda ærðist hann þá. A nýársnótt verður allt vatn snöggvast að víni, kirkjugarðar rísa og kýrnar tala í fjós- inu. Þá er talið víst að óskastundin sé þessa nótt. Þá er það gömul trú að maður eigi að geta séð konuefni sitt, eða kona mannsefni, með því að horfa í spegil í koldimmu her- bergi. Fyrst koma kynjamyndir í spegilinn en svo á að koma hönd með hníf eða eitthvert vopn. Hún á að koma þrisvar sinnum en ekki má snerta hlutina eða taka við þeim, því það verður manni til ógæfu. Seinast fara myndirn- ar í speglinum að skýrast en loksins kemur fram hin rétta mynd, varir nokkrar sekúndur og svo hverfur hún. Svo má Iíka liggja á kross- götum, til dæmis þar sem búr- og eldhúsdyr mætast í göngum á bæjum. Þá birtist manni tilvonandi kona hans, eða konu mannsefni hennar; koma þau og bjóða manni gjafir. Þær má maður ekki þiggja því það verður til ógæfu. Maður einn lá á krossgötum og kom konuefni hans þar ti! hans og bauð honum margt; loksins þáði hann rýting einn fagran. Löngu síðar, er þau voru gift, varð þeim sund- urorða og féll manninum það svo illa að hann drap sig með rýtingnum. Hér látum við staðar numið við að segja frá undrum nýársnætur. Stuðst við: Þjóðsögur Jóns Árnasonar. í jólaskapi, Árni Björnsson. Saga daganna, Árni Björnsson, íslensk- ir þjóðhættir, Jónas Jónasson. Rauðskinna hin nýrri, Jón Thorarensen tók saman og ritaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.