Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 27

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 27
Jón Páll Sigmarsson, sterkasti maður heims, mun í auknum mæli kynna íslenskar iónvörur á heimsmarkaöi á næsta ári. •'’.aour mun I inu. Þannig mun fólk, sem ætlar að selja hús sin í dreifbýlinu og flytja til Reykjavíkur, geta krafist svokallaðs „virðisaukamats“. Krafan verður þá lögð fyrir nefnd sem úthlutar við- komandi þeim mismun sem er á söluverði húss eða íbúðar á landsbyggðinni og í Reykja- vík Á heimsvísu Af sérstökum erlendum atburðum ber það hæst að nýtt vígbúnaðarkapphlaup hefst milli stórveldanna vegna uppstyttu í samkomulagi um að virða Salt II sáttmálann. Fjölgun kjarnaodda risaveldanna verður uppistaða í þessu kapphlaupi. Deilur risaveldanna munu magnast og ásakanir þeirra hvors í annars garð ganga aftur svo um munar. Þeim væring- um slotar ekki að ráði fyrr en eftir forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum. Og það er í árslok 1987 að farið er að örla á meiriháttar samkomulagsvilja risaveldanna tveggja. Það samkomulag grundvallast á þeim viðræðum sem ávallt hafa verið í deiglunni og eru um nákvæmari skilgreiningu „aust- urs“ og „vesturs“ á vesturhveli jarðar, nefni- lega þá að skipt verði á sléttu; Evrópa falli að fullu undir Sovétríkin og Bandaríkin fái yfirráðarétt yfir Ameríku allri og Karíbahaf- inu. Tækni og vísindi Strax á næsta ári dregur úr hættunni á eyðni og líklegt má telja að fyrir tilverknað vísinda- manna á Norðurlöndum eða manns í nánum tengslum við þau finnist varanlegt mótefni gegn þessum sjúkdómi. Vísindamönnum mun þegar kunnugt um efni sem nota má í tóbak til reykinga og dregur verulega úr tjörunni og útilokar áhrif nikótíns að fullu. En á næsta ári mun takast að framleiða reyktóbak til pípu-- og vindlareykinga sem auglýst verður algjörlega skaðlaust. I veðurfræði verða gerðar merkar uppgötv- anir sem leiða til alvarlegra tilrauna með að stjórna flæði loftstrauma á svæðinu milli heimskautanna. Þannig ætti að verða mögu- legt síðar meir að skipta tempruðu beltunum í árstíðabundnari svæði en nú er. Rannsóknir á hinu forna Atlantis leiða til sennilegrar tilgátu um mikla kjarnasprengju á þessu svæði í Suður-Atlantshafi fyrir rúmlega íjörutíu þúsund árum. Byrjað verður að rannsaka möguleika á nokkurs konar fiotbrúm til að komast yfir hafsvæði sem aðskilja lönd. Þessar fiotbrýr verða hugsaðar sem lokuð göng sem mara í kafi og geta borið þunga farþegavagna sem ganga fyrir rafmagni. í lok ársins verður búið af finna upp læknis- meðferð á augum manna sem leiðir til þess að gleraugu verða framvegis óþörf. Einföld skurðaðgerð nægir til þess að fólk nái sjón sem mælist 20-20. Fleira handan hafsins j Svíþjóð kemst skriður á rannsókn morðs- ins á Olov Palme fyrrum forsætisráðherra og leiðir til þess að upp kemst hver var valdur að ódæðinu. Ný lög í Noregi um skyldusparn- að eiga erfitt uppdráttar en komast þó í gagnið áður en lýkur. Norsku skyldusparnaðarlögin eiga eftir að verða fordæmi íslenskra stjórn- valda um endurlífgun þess skatts hér á landi. í janúar og febrúar verða enn fréttir af vopnasölu til Irans. Komast þar ýmsir í sviðs- Ijósið, aðallega fyrir meinta milligöngu um samninga. Svíar, Belgar, Spánverjar og enn fleiri þjóðir verða ásakaðar fyrir aðild að þessu máli. Fyrir tilstilli formanns breska Verkamanna- flokksins munu Bandaríkin fá betri aðstöðu en verið hefur til þessa til að koma fyrir í Bretlandi viðunandi varnarvopnum fyrir Vestur-Evrópu. Þessi afstaða breska Verka- mannafiokksins byggist á betri afkomumögu- leikum fólks sem hefur störf við staðsetningu og viðhald vopnageymslanna. í heimsfréttum verður það talið einna merkilegast á árinu að vísindamenn munu nú í fyrsta sinn nema merki utan úr geimnum sem óyggjandi sönnun þess að líf svipað því sem við þekkjum sé að finna annars staðar í al- heiminum. Elisabeth Taylor og Jackie Onassis ffyrrum Kennedy) munu báðar komast i samband við yngri menn og þær festa ráð sitt. A Ítalíu og í Mónakó verður vart jarð- hræringa sem gera talsverðan usla. Og það verða fleiri hræringar í furstadæminu Móna- kó, en þar á ég við yngri prinsessuna, Stefaníu, sem hneykslar þjóðhöfðingja í fjarlægu landi með grófum ummælum. í Jórdaníu og í Mið-Ameríku verða at- burðir sem vekja verulega athygli og hafa þeir hin víðtækustu áhrif en þó ekki í langan tíma. Nokkrir þekktir og valdamiklir menn í alþjóðamálum munu þurfa að víkja úr sætum sínum á árinu, af ýmsum orsökum. Einn þeirra fer í óskemmtilega meðferð... Eins konar æði grípur um sig á árinu hjá þeim sem sækja hvað fastast að semja sig að siðum fólks á uppleið. Vil ég nefna til dæmis tvennt sem verður hvað útbreiddast. Annað snýst um frestun á hrörnun líkamans og til þess að hægja á henni kemur á markaðinn sérstaklega útbúinn súrefnisklefi, ætlaður til að sofa í næturlangt. Þetta mun verða komið á markað hér hjá okkur um næstu jól. Hitt er tískulegs eðlis. Hálsbindi með áteiknuðum fiskamyndum í margvíslegum lit- um. Hér eigum við íslendingar möguleika á að taka forystuna og halda henni ef vel tekst til og hið opinbera sýnir einhvern lit í fyrir- greiðslu, til dæmis með skammtímalánum eða bættri aðstöðu með niðurfellingu á aðfiutn- ingsgjöldum á efniskaupum.“ Völvan þagnaði. Marrið í ruggustólnum hljóðnaði. Völvan eða valan kvaddi okkur á hlaðinu. Kaldur vetrarsvalinn og tunglbirtan í næturhúminu náði ekki að færa okkur aftur til raunveruleikans. Hin kyrrláta stund í stofu völvunnar og boðskapurinn sat í sinninu. Við héldum út í tilveruna til móts við ár umróta og breytinga. Reikandi skuggi er lífið og ieikari bágur, sem sperrisl og amstrar á sviðinu skamma stund og sést ei framar. Shakespeare: Macbeth. V.5. 1. TBL VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.