Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 39

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 39
að, eins og hún nefnist í íslenskri þýðingu, og Ken Follett varð milljónamæring- ur aðeins tuttugu og níu ára gamall. Bókin seldist í yfir tuttugu milljón eintökum. Sagan var kvikmynduð með Donald Sutherland í aðal- hlutverki og hlaut hin viður- kenndu Edgar (Wallace) verðlaun. Kvikmyndin var sýnd hér nýlega á Stöð tvö. Á eftir fylgdi hver metsölubókin á fætur annarri. Lykillinn að Rebekku, Þrenningin og Maðurinn frá St. Pétursborg eru meðal þeirra þekktustu og hafa komið út í íslenskri þýðingu. Hann tekur skriftirnar sem hverja aðra níu til fimm vinnu, segist eiga sína góðu og slæmu daga og vera misvel upplagður eins og allir aðrir. Þetta komi ekki eins og ein- hver hugljómun að ofan. Ken Follett er giftur í annað sinn. Kona hans, Barbara, er sex árum eldri og er frá Suður- Afríku. Lífhennarþar var vægast sagt ævintýralegt, einna helst í Iíkingu við spennusögu Kens Follett. Hún vann mikið að málefn- um svartra kvenna, var gift og átti tvö börn. Kvöld nokk- urt, þegar maður hennar var inni í barnaherberginu með börnunum, var hann skotinn til bana í augsýn þeirra. Þessi atburður varð til þess að Bar- bara taldi sér ekki lengur vært í Suður-Afríku og flutti til Bretlands með börnin. Hún er mjög athafnasöm kona og hellti sér út í pólitík og gerir sér vonir um að kom- ast á þing eftir næstu kosning- ar fyrir Verkamannaflokkinn. Það var reyndar pólitíkin sem kom þeim hjónum saman. Þau hittust á fundi þar sem Barbara talaði. Á fremsta bekk sat maður sem mót- mælti öllu sem hún sagði. Það var upphafið. í dag búa þau hjónin í stóru gömlu húsi með útsýni yfir Thames og eru með annað hús í byggingu í Suður-Frakklandi. Saman- lagt eiga þau fimm börn á aldrinum ellefu til tuttugu og eins. Þau hafa komið sér upp vinnuaðstöðu hvort í sínum endanum á herbergi sem er á stærð við meðaldanssal. Þar hefur Follett nóg pláss til að ganga um gólf sem er vani hans þegar hugmyndirnar láta á sér standa. Barbara nemur hagfræði og í samein- ingu halda þau námskeið þar sem þau kenna stjórnmála- mönnum að koma fram í sjónvarpi, hvernig þeir eigi að tala í ræðustól, klæða sig og koma fram almennt. Það er sem sagt ekki mikið um fri- stundir hjá þeim hjónum. Sjálf segja þau það skipta mestu máli að geta alltaf ve- rið saman. Hamingjan í einkalífmu hefur gert það að verkum að nú vill Ken Follett skrifa meira um ástina en áður. Hann segist hafa uppgötvað að það sé skemmtilegra að skrifa þegar aðalsöguhetjan er kona sem lendir í alls kyns hættum heldur en þegar hún er karlmaður. Nýjasta bók Kens Follett heitir Lífsháski í Ljónadal og gerist að mestu leyti í Afgan- istan. Sjálfur hefur hann aldrei komið til Afganistan en segist vera heillaður af landinu úr íjarlægð og hafa lesið allt sem hann hefur get- að fundið um landið. Bar- bara, kona hans, er óbeint fyrirmyndin að aðalkven- söguhetjunni. Áður en Ken Follett fer af stað með bók leggur hann inikla vinnu í undirbúning. Öll smáatriði í bókum hans eru prófuð og sannreynd áður en hann ákveður að nota þau. Oftast tekur hann ekki minna en sex mánuði í þessa undir- búningsvinnu. Þegar hann sest niður við skriftirnar er hann þegar búinn að leggja skýr drög að öllum persónum ogatburðarásinni. Hann gengur ekki með neinar fals- hugmyndir um það hvernig sé að vera njósnari i dag. „Líf njósnara í dag er ósköp óspennandi,“ segir hann, „þeir gætu allt eins verið af- greiðslumenn í banka.“ Til lesenda Vikan vill gjarnan brydda sem oftast upp á nýjungum. Um áramót þykir heppilegt að staldra við og líta yfir farinn veg um leið og skyggnst er fram á við. Á rit- stjórn Vikunnar var litið yfir efni síðasta árs og þar söknuðum við efnis frá lesendum, það er að segja fasts þáttar sem lesendum stæði opinn með lífsreynslusögur, afrek hvers konar eða hugleiðingar. Því viljum við gera bragarbót á nú á þessum tímamótum. Við viljum gera tilraun með fastan þátt með efni frá lesendum sem spannað gæti yfir eina til tvær síður í blaðinu, til að byrja með. Við höfum helst í huga að lesendur setjist •niður og skrifi frásögn af einhverjum viðburði eða hug- leiðingar sem sækja á. Við munum greiða þrjú þúsund og fimm hundruð krónur fyrir efni sem birtist í Vikunni. Við hvetjum lesendur Vikunnar til að setjast niður og skrifa okkur. Heimilisfangið er: Vikan Ritstjórn Þverholti 11 105 Reykjavík &STILLING S13 ÍOO HÁTÚNI 2a 1. TBL VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.