Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 55
Sjöundi hluti með brauð og soðningu. Ég gaut auga á Guðgeir, þóttist vita að þótt hann hefði áhuga á að sjá gosið, þá væri ég aðalástæðan fyrir veru hans í Haukadalnum, en hann lét enn engar grunsemdir í ljós. Svalur maður, þessi sérfræðingur í efnahagsmálum, sískrifandi um krónur og aura, prósentur og vexti, áreiðan- lega með hjarta úr plasti. Hann felldi ekki tár við jarðarförina, saug ekki upp í nefið, setti ekki upp sólgleraugu, tók ekki undir arm gömlu konunnar. Það var ég sem tók þessa hluti á mínar herðar - eðlilega: það var ég sem syrgði. Guðgeir gekk næst kistunni, bar höf- uðið hátt og leit í kringum sig, horfði vandlega á þessa fáu sem komu að jarðarförinni eins og hann vildi segja: sjáiði hvað ég er harður karl, sorgin haggar mér ekki. í rauninni var þetta auðvelt fyrir hann, því hann syrgði ekki Stellu. Honum var alveg sama urn hana - búinn að nota hana eins og honum hentaði og sjálfsagt skipti jtað hann engu máli hvort hún lifði eða dó. Eg sá á honum þegar hann rölti á eftir kistunni út úr kirkjunni að hann var að hugsa um sjálfan sig, ekki hana; auðvit- að, hann hugsaði ekki um annað fólk nema þegar hann þurfti að sparka í þá sem voru fyrir honum. Hvernig gat hún lagt lag sitt við hann? Hvernig gat hún búið í sömu íbúð og hann? Hvernig gat hún snert við honum? Nokkrum vikum eftir að hún tók Guðgeir fram yfir mig flutti hún heim til hans. Ég hafði talið sjálfum mér trú um að hún myndi fljótlega sjá að sér, gera sér grein fyrir að hún hafði gert glappaskot og snúa aftur til mín. Ég lifði þess vegna í voninni um skeið, var á vappi á götunni utan við hús mæðgnanna og barði jafnvel að dyrum. Þegar hún opnaði og sá mig - og sýndi mér i byrjun augljósan fjandskap og vildi vísa mér frá, sagði ég henni að ég væri ekki kominn til að heimsækja hana, heldur til að ræða við móður hennar. Gamla konan tók mér jafnan vel. Henni fannst skemmtilegt að fá mig í heimsókn. Hún bauð mér sæti í eldhúsinu, hellti upp á könnuna og við spjölluðum um tíðarfarið og hún sagði mér frá sveitinni sent hún var uppalin í. Hún mundi enn hverja þúfu, hvert mannsbarn og nöfnin á kindunum. Hún hafði mikinn áhuga á sauðfé og sagðist ekkert skilja í sér að hafa ílenst i þéttbýlinu. - Lífið var svo miklu heilbrigðara hér áður fyrr, sagði hún oft. Á meðan við skröfuðum var Stella inni hjá sér, oft að búa sig vegna þess að hún átti von á Guðgeiri. Þegar hann kom lét hann aldrei svo lítið að korna inn og heilsa móður hennar, heldur þeytti bilhornið niðri á götunni og ók burt með hávaða þegar Stella hafði skellt á eftir sér bílhurðinni. Við gamla konan sátum eftir, hún skrafandi um gamla daga og rifjandi upp æskudrauma sem enn höfðu ekki ræst, ég í öngum mínum yfir sambandi Stellu og Guðgeirs, sötraði kaffi og maulaði smáköku. Samstarfsmenn okkar á blaðinu pískruðu á bak við mig, hlógu að ástarsorg minni, ég varð svo greinilega var við það gaman sem fólkið hafði af þessu - það er svo undarlegt með fólk að það gleðst þegar náunginn á bágt, einkum ef ástir valda. Jafnvel Páll, sem jafnan hafði reynst mér vel, glotti út í annað. Hann hafði raunar sérstakan hæfileika til að loka sig af, vera ekki þátttakandi í því sem fram fór í kringum hann, hafði sína vinnu- skonsu þar sem langir, sígarettugulir fingur hans stilltu útvarpstæki á erlendar stöðvar milli þess að hann las af fjarritanum upplýs- ingar um þýðingarmikla viðburði úti í löndum. - Lífið á að vera grín og glens, sagði hann stundum. - Það er ekki ástæða til annars. Það var eins og hann fyndi á sér hvenær eftir- sjáin eftir Stellu hvolfdist yfir mig - og kannski ekki erfitt, því Guðgeir minnti stöðugt á sigur sinn yfir mér í kvennamálum. - Kvenfólkið, sagði Páll þá og glotti kankvís - er sko ekk- ert grín og því er best að láta það eiga sig. Það hef ég gert og mér líður ágætlega. Eg hef nægan tíma fyrir glens og grín. Hún beið ekki eftir Guðgeiri í bílnum niðri á stæði, eins og hún hafði svo oft beðið eftir mér. Hún kom upp til hans, skaust inn í her- bergið hans fremst á ritstjórnarganginum og lokaði á eftir sér. Skömmu seinna fóru þau saman út; leiddust. Ég varð veikur af afbrýði. Ég vissi fyrst ekki hvernig ég ætti að vera eða lifa; og reyndi jafnvel að telja Stellu hughvarf, þótt ég vissi að það gerði aðeins illt verra og einnig hitt, að þótt ég ímyndaði mér eitthvert brjálað andartak að ég fengi hana til min aftur með suði, þá myndi ég eiga erfitt með að snerta hana eftir að Guðgeir hafði atað hana auri. En ég notfærði mér kunningsskapinn við móður hennar. Ég sat hjá henni í eldhúsinu kvöld eftir kvöld og lét hana segja mér frá lífinu í sveitinni fyrir löngu. Sjálfur þurfti ég fátt að segja, því þegar sú gamla fór að spjalla var eins og flóðgáttir opnuðust og hún var óstöðvandi. Trúlega hafði engipn gefið henni færi á að tala árum saman. Ég lét fara vel um mig í eldhúskróknum og andaði að mér andblæ minna eigin minninga um Stellu og sjálfan mig í þessu húsi. Og stöku sinnum var ég svo heppinn að sjá Stellu bregða fyrir, ýmist á leið út eða inn. Þótt hún sýndi mér aðeins fjandskap fannst mér jafnvel það vera mér nokkurs virði, því í vandræðum mínum taldi ég mér trú um að mér dygði að anda að mér sama lofti og hún. - Hún verður ekki alltaf svona truntuleg við þig, sagði sú gamla allt í einu. - Hún Stella mín hefur alla tíð átt erfitt með að umgangast fólk. Hún vex frá honum þessum bráðum - og þá skaltu gæta þess að gera hana að vini þínum og fara þér að engu óðs- lega. Ég ákvað að muna þetta heilræði. Guðgeir og Stella gengu í hjónaband. Það varð mér mikið áfall og það eins þótt ég minntist þess sem móðir hennar hafði sagt, að Stella þreyttist fljótt á hverjum manni, ætti erfitt með náið samneyti og myndi bráð- um fá ný áhugamál. - Hún hefur ekki einu sinni haft fyrir því að flytja úr herberginu sínu, sagði sú gamla. - Hún býr hjá þessum manni um stundarsakir, en kemur svo heim aftur. Margt hjónabandið er ekki nema nafnið tómt, sagði sú gamla. Eg reiddi mig á þennan spádóm hennar. Þegar Stella flutti heim til Guðgeirs fannst mér sem hún hefði svikið mig í tvennum skiln- ingi: í fyrsta lagi hafði hún vísað mér á bug og í öðru lagi hafði hún flutt frá móður sinni þannig að ég gat ekki lengur orðið eins oft á vegi hennar og áður. En ég fann ráð gegn þessu - ráð, sem ég varð fljótlega hreykinn af. Eg tók á leigu íbúð í sömu götu og þau Stella bjuggu við. Sú íbúð var reyndar ská- hallt á móti þeirri og einni hæð ofar, þannig að ég hafði þokkalegt útsýni yfir götuna og inn á gólf hjónanna. Mér tókst að klófesta þessa íbúð með því að beita útsjónarsemi og þolinmæði: ég kom mér í kynni við geðslega stúlku sem starfaði á auglýsingadeild Kvöld- blaðsins. Stúlkan lét mig síðan vita í hvert sinn sem barst auglýsing til birtingar í blaðinu um lausa íbúð. Eg þurfti að bíða lengi eftir að rétta ibúðin losnaði - og hið ótrúlega gerð- ist að íbúðin sem ég hreppti var einmitt sú sem ég þurfti. Ég borgaði árs leigu fyrirfram og flutti inn í hasti, mér fannst ég engan tíma mega missa. í farangri mínum var nýkeyptur, öflugur sjónauki, ætlaður til notkunar í rökkri. Ég festi sjónaukann á þrífót og stillti honum upp við stofugluggann í íbúð minni. Ég flutti með mér legubekk og kom fyrir nærri sjón- aukanum svo að ég gæti dottað milli þess að ég fylgdist með athæfi hjónanna. Þegar ég rifja upp með sjálfum mér margt af því sem fyrir augu bar þann tíma sem ég horfði á samlíf Guðgeirs og Stellu gegnum sjónauka, verður mér oft á að brosa (og reynd- ar mun ég víkja að ýmsu því sem ég varð vitni að hér á eftir) - og þannig fór einmitt þennan dag uppi við Geysi þegar við stóðum þar í hópi ferðamanna og útsendara fjölmiðl- anna og biðum eftir fyrsta gosi hversins eftir marga ára hvíld. Ég hló upphátt. Páll spurði mig undrandi hvað kætti mig svo mjög. Og ég get svo sem viðurkennt að það var með réttu að hann undraðist, því mér hafði ekki lengi verið hlátur í hug og heyrðist sjaldan hlæja upphátt. Guðgeir sendi þyrlumanninum þýðingarmikið augnaráð og sá kinkaði kolli, horfði stundarkorn hugsi á mig. Ég sagði Páli að ég vissi ekki hvers vegna ég hefði skellt upp úr, en trúlega væri það vegna þess að mér liði svo vel hið innra að standa þarna við Geysi í norðanátt og sól og eiga von á að upplifa gos. - Svona er náttúran mögnuð. Hún hrífur sálirnar með sér, kennir okkur að hlæja á nýjan leik, gerir þá sem eru lokaðir og for- hertir að börnum á ný. Ekki satt Guðgeir? En Guðgeir heyrði ekki þvi nú skalf jörðin og nötraði þegar hverinn ræskti sig hraustlega og bjó sig undir að gjósa. 1. TBL VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.