Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 34

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 34
sigli konungs og fullveldisdagsetninunni. Á stórmeistarakeðjunni leystu landvættirnar innsiglið af hólmi. Hið nýja forsetaembætti tók við hlutverki konungs sem stórmeistari orðunnar og reglum um starfsemi orðunefndar var breytt lítillega þannig að nú mátti einnig veita orðuna fyrir góðverk við mannkynið og fáeinum árum seinna þannig að forseti gat sæmt aðra þjóð- höfðingja stórmeistarakeðjunni. Að öðru leyti notaðist nefndin við svipaðar reglur og áður. Þeim hefur síðan lítið verið breytt og verða nú þær helstu taldar: - Orðunni má sæma innlenda menn eða erlenda fyrir vel unnin störf í þágu íslensku þjóðarinnar eða á alþjóðavettvangi. - Fimm manna nefnd ræður málefnum orð- unnar og er forseti Islands stórmeistari hennar. - Nefndin gerir tillögur um veitingu orð- unnar til stórmeistara, oft eftir uppástungum venjulegra borgara, en hann getur veitt orð- una við hátíðleg tækifæri ef honum þykir hlýða. - Stórmeistari getur, að ráði orðunefndar, svipt mann rétti til að bera orðu sína ef hann gerist sekur um misferli. - Við andlát þess sem hefur verið sæmdur orðu ber tafarlaust að skila henni til orðu- nefndar. (Að sögn Óskars Kjartanssonar mun þetta þó ekki alltaf hafa gengið þá leið, sér- staklega erlendis frá.) Þetta eru einungis helstu reglurnar en eins og í hverju fullgildu opinberu plaggi eru þær mikið fleiri og eiga það sameiginlegt að telj- ast lítt safarík lesning öðrum en gruflurum og geta þeir aflað sér frekari upplýsinga hjá forsetaembættinu. Orðusmíð í hendur íslendinga Um áramótin 1935-36 hófst annar þáttur í sögu fálkaorðunnar sem mörgum þykir ekki síður merkilegur en þeir sem hér hafa verið raktir. Það var þá sem Kjartan Ásmundsson gullsmiður færði smíði orðunnar hingað til lands og sá um hana allt til dauðadags, en þá tók sonur hans, Óskar, við. Óskar var spurður um forsögu þess: „Faðir minn byrjaði á þessu 1935 og það vill svo skemmtilega til að orðan er stofnuð þann 3. júlí 1921, en það er afmælisdagur föður míns. Hann varð gullsmiður hér heima árið 1923 en fór síðan ’34—’35 til gullsmíða- skólans í Pforzheim í Þýskalandi og lærði meðal annars undirbúning að orðusmíðinni. Þaðan fór hann til verkstæðisins hjá Michel- sen, sem var þá með orðuna, og þar lærði hann endanlega smíði íslensku orðunnar, tók síðan við henni um áramótin ’35—’36. Við dauða hans 1977 tók ég svo við henni.“ - Og hafðir þú lært hjá föður þínum? „Já, og að auki i Þýskalandi, þar sem ég lærði. Faðir minn vildi, sem betur fer, ekki kenna mér þannig að ég fór þar í skóla og lærði almennu gullsmíðina, auk náms tengdu orðusmíðinni. Þegar ég kom heim ’7I byrjaði ég á verk- stæðinu hjá föður mínum og var við þetta í fimm ár áður en ég tók við.“ - Ættarverk orðið? „Ja, þetta er komið á aðra kynslóðina núna þannig _að verkið hefur haldist á þessu verk- stæði. Ástæðurnar fyrir þvi eru að það er ekki svo auðvelt fyrir einhvern annan gull- smið að hlaupa til að gera tilboð því að hann veit ekkert í hvað hann er að gera tilboð.“ - Getur verið að næsti ættliður komi og taki við? „Það er ómögulegt að segja. Af mínum systkinum er ég sá eini sem hafði áhuga á gullsmíðinni. Börnin mín eru sjö, fjórtán og fimmtán ára gþmul og hafa ekki ennþá sýnt þessu áhuga. Ég ætla ekki að pína þau út í þetta þó að mig langi að það haldist í ætt- inni, þau verða að velja sínar brautir sjálf. Ég segi fyrir mig að ég varð gullsmiður af því að faðir minn var gullsmiður, hef gaman af handverki og hefði þess vegna getað orðið húsasmiður eða eitthvað annað." Verðstríð og erlend samkeppni „í framhaldi af því sem ég var að segja um tilboð áðan má geta þess að ég var að lesa gömul bréf föður míns og það er alveg ein- kennilegt hvað forsetaritarar fyrr voru alltaf að gagnrýna verð orðunnar og höfðu oft þá slæmu hugmynd að allt væri betra sem kæmi erlendis frá.“ Óskar dregur úr pússi sínu möppu fulla af eldgömlum bréfum sem farið hafa milli föður hans og konungsritarans í Amalíuborg, sum hver undirrituð að Sveini Björnssyni. Mörg þeirra eru pantanir og þvíumlíkt, en i öðrum er Kjartan að réttlæta verð sitt i samanburði við verðlag Dana. „Þessi bréf staðfesta það sem ég er að segja. Við erum alltaf að réttlæta verðið hjá okkur og man ég síðast tilfelli 1983.“ - Og er þá enn verið að reyna að koma orðusmíðinni út? „Nei, ég tel það ekki vera núna. Það eimdi af þessu í tíð föður míns, en núna er sniðinn of þröngur stakkur á fjárlögum til orðuveit- inga og því hefur forsetaritari þurft að veita strangt aðhald. Annars tel ég 20-30% hærra verð miðað við Danmörku vera innan þessara marka því riflega sú upphæð fer í gegnum hendur mínar til ríkiskassans. Annars get ég vel trúað Dönum til að gera lág tilboð til að fá orðuna aftur, þeir gátu aldrei fyrirgefið föður mínum að hann skyldi hefja smíði henn- ar hér heima.“ - Gerði hann það með tilboði? „Upphaflega fór hann í ráðherra og aðra embættismenn og sagðist geta smíðað orðuna, sér fyndist að þar sem þetta væri heiðurs- nterki íslenska lýðveldisins væri réttast að hún yrði smíðuð á íslandi. Alla tíð síðan hefur hún verið smíðuð hérna. Faðir minn talaði urn það á sínum tíma að þegar hann hitti Michelsen eftir þetta hefði hann alltaf verið að senda sér tóninn og fannst að Michelsen væri ekkert of hrifinn af sér.“ Made in U.S.A. „Mig langar í framhaldi af þessu að segja þér aðeins frá lýðveldispeningnum og lesa fyrir þig bréf frá föður mínum varðandi það mál.“ Og Óskar les fyrir mig bréfið sem er á þá leið að árið 1944 hafí verið fengin frá Amer- íku pressumót til orðugerðar og tólf stykki af hverri gerð til að fá samanburð á verði, en það mun hafa verið um 10% hagstæðara úti. Sama ár hafði verið leitað til Kjartans með smíði heiðurspeninga úr gulli vegna lýð- veldisstofnunarinnar en tilboði hans var hafnað, því að tveggja til þriggja mánaða af- greiðslufrestur þótti of langur, og peningarnir fengnir frá Bandarikjunum. Þaðan komu þeir þó ekki fyrr en að ári liðnu og svo illa gerðir að Kjartani var falið að endurbæta þá svo þeir þættu veitingar- hæfir. Einn af vanköntum þeirra var sá að ameríska gullsmiðnum hafði fundist að eitt- hvað þyrfti að bæta peninginn og setti því „MADE IN U.S.A.“ undir „Lýðveldi íslend- inga stofnsett 1944“! Sama gilti um hitt, stimplarnir reyndust gersamlega ónothæfir sem og heiðursmerkin fjögur „... sem voru svo illa gerð, að slíkt hefði ég aldrei látið frá mér fara, enda fráleitt að við þeim hefði verið tekið, ef ég hefði smíðað þau.“ Og Óskar sýnir mér til sönnun- ar ameríska orðu sem styður fyllilega orð föður hans, hún stendur þeint íslensku langt að baki. Orður hoðnar ókeypis Ljóst er að orðusmíðin hefur verið Kjartani mikið metnaðarmál. Árið 1949 voru hann og Michelsen beðnir um tilboð í smiði stórmeist- arakeðja og reyndist tilboð Danans hagstæð- ara. Bauðst þá Kjartan til að smíða þær gegn sama verði og Michelsen ef hann fengi greitt í dönskum krónum, en því tilboði var hafnað. Til að forða æðsta heiðursmerki landsins frá því að vera srníðað erlendis bauðst hann þá til að smíða keðjurnar ókeypis og gefa ís- lenska ríkinu þær og enn var honum hafnað. Lagði hann þá til að sér yrði greitt það sama og Michelsen, umreiknað í íslenskar krónur. Ekki er víst hvernig þetta hefði farið en stuttu eftir þetta urðu stjórnarskipti í landinu og fól hin nýja stjórn Kjartani smíðina án frekari vafninga á grundvelli fyrsta tilboðs hans. Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skiptið sem ráðamönnum fannst litlu skipta hvort fálkaorðan væri dönsk, norsk, banda- rísk eða íslensk að uppruna. Ekki bara gull Óskar gerir meira en að breyta góðmálmum í skartgripi. Hann hel'ur reynt fyrir sér í póli- tíkinni og situr nú í hreppsnefnd Mosíells- hrepps fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Er það út af starfsleiða? „Ég er búinn að vera í gujlsmíðinni í rúm tuttugu ár. Það kemur í alla viss starfsleiði eftir svona langan tíma og þá er bara að finna útrás í einhverju öðru. Ég hef haft gaman af sveitapólitíkinni og fæ vissa útrás í að hugsa um eitthvað annað en þennan þrönga hring innan smíðinnar. Þó er ég enn nijög vel sáttur við að vera gullsmiður, kann ágætlega við það, en í pólitíkinni fæ ég útrás." 34 VI KAN I. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.