Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 61

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 61
Steingeitin 22. desember-20. janúar Janúar mun reynast þér einstaklega erfitt tímabil, bæði hvað varðar einkamál þín og ýmis önnur málefni. Hins vegar ber að varast að halda að „skilnaður" sé eina leiðin út úr ógöngunum. Margir telja að steingeitin sé fremur skap- þung og hafi auk þess ekki mikla kímnigáfu. Það er hins vegar mikilvægt fyrir þig að hlæja mikið í febrúar. Þú átt eftir að komast að því í þessum mánuði að þú getur notið margs upp á eigin spýtur. I mars lendir þú í mjög krefjandi aðstöðu varðandi einkalíf þitt. Þegar í apríl áttarðu þig á því að þú sættir þig ekki við ýmislegt sem þú hefur tekið þegj- andi og hljóðalaust hingað til. Þú skalt vera varkár þann 13. maí eða þar um bil. Ef þú ert það getur það bjargað því sem eftir er af mánuðinum. í júlí verðurðu fyrir truflun í sambandi þínu við einhvern nákominn. Margir leita til þín, bæði vinnufélagar og vinir. Stundum óskar þú þess að fólk haldi ekki að þú hafir taugar úr stáli en í septemb- er færðu aðstoð þína við aðra margfaldlega endurgoldna. Það er sennilegt að í október muni aðstæð- ur, sem þú ræður ekki við, á vissan hátt þvinga þig til að gera eitthvað sem þú vilt ekki. Þú skalt hins vegar ekki láta þér líða illa vegna þess að þér finnist þú hafa verið blekktur. í nóvember má ekkert koma í veg fyrir að þú njótir viðurkenningar. Eitthvað sem þú hefur lengi beðið eftir gæti orðið að veruleika þann 21. nóvember eða þar um bil. Ákveðin afstaða reikistjarnanna þann 21. desember getur orðið til þess að allt lífsmynst- ur þitt breytist. Það væri ekki viturlegt að halda að þú gætir breytt þeim aðstæðum sem skapast. Það er einnig liklegt að miklar breyt- ingar verði í tengslum við starf þitt og jafnvel nokkur óvissa um framtíðina. Þú getur öðlast mikla hugarró ef þú neitar að gera eitthvað sem er andstætt eðli þínu. Vatnsberinn 21. janúar-19. febrúar Atburðir, sem eiga sér stað í janúar, sérstak- lega þegar fer að síga á seinni hluta mánaðar- ins, munu geymast í huga þínum lengi. Þú getur náð verulegum árangri á sviði náinna sambanda í febrúar. í mars skiptir miklu máli hvaða afstöðu aðrir taka gagnvart þér. Þegar komið er fram í apríl sýnir sig að þú ert enn í hálfgerðu uppnámi vegna atburða sem snerta þig sérstaklega og eiga sér stað í lok febrúar. í maí er útlit fyrir að svo verði komið að málefni þín verði í mikilli óreiðu. Bæði í vinn- unni og heima er hætt við að þú lendir í miklum erfiðleikum sem eiga sér engin for- dæmi. Margir heimspekingar hvetja fólk til þess að njóta lífsleiðarinnar í stað þess að hafa of miklar áhyggjur af því að ná einhverjum sett- um markmiðum. í júní munt þú njóta þess ef þú tekur mark á þessari visku. Mikilvæg virkni reikistjarnanna í júlí gerir það að verkum að þú ferð að athuga alvar- lega það lífsmynstur sem þú hrærist í og að vissu marki má segja að breytingum sé þröngvað upp á þig. I ágúst getur það komið berlega í ljós að þú ert ekki þessi „kalda“ manngerð sem margir halda að þú sért. Afstöður reikistjarnanna í september eru þess eðlis að búast má við að allt geti gerst. Ekki er þó gæfulegt að taka einhverja heimskulega áhættu. Taktu vel eftir því sem gerist umhverfis þig. Hverjar sem ástæðurnar kunna að vera er líklegt að allt þitt vinnumynstur breytist í nóvember. Desember virðist vera mjög mikilvægur fyr- ir þig. Það sem gerist eftir þann 11. verður til þess að þú munt taka mikilvægar ákvarðan- ir varðandi stöðu og feril. Þrátt fyrir trú margra býrð þú yfir miklum krafti. Þetta kemur greinilega í ljós í þessum mánuði. Það mun lýsa sér á þann hátt að þann 12. eða eftir það muntu taka ákvörðun um að leggja á vit nýrra ævintýra. Þú öðlast það sjálfstraust og öryggi sem þarf til þess að njóta þess að takast á við ný viðfangsefni. Fiskarnir 20. febrúar-20. mars Vafalaust munt þú eiga erfitt með að að- laga þig afleiðingum atburða sem áttu sér stað í ársíok 1986. Þrátt fyrir allt getur þú bætt ijárhagslegan skaða í janúar og gert margt til að tryggja þér öryggi á árinu. Aðstæður, sem sköpuðust við atburði á síð- asta ári, varpa enn skugga á líf þitt. Febrúar getur orðið mánuður harðra viðskipta og jafn- vel nokkurs rifrildis. í mars torvelda aðstæðurnar þér að leggja til atlögu við að verja það sem er þér kært. Við þessar aðstæður er eini möguleikinn að leggja spilin á borðið. Fjárhagsáhyggjur og skyldur virðast vera aðaláhyggjuefni þitt í apríl. í maí munu allir - það skiptir .ekki máli i hvaða merki þeir eru - verða taugastrekktir og ruglaðir sökum óvenjulegra aðstæðna. Þú getur enn ekki vonast til að lifa rólegu og skipulegu lífi. í raun verður júní erfiðasti og mest krefjandi mánuðurinn sem þú hefur nokkru sinni lifað. í júlí ættirðu að hafa öðlast mikla gleði, sjálfsöryggi og bjartsýni. Þú færð ný tækifæri í ágúst til að hljóta viðurkenningu fyrir starf þitt. September getur orðið erfiður mánuður fyrir alla og þú gætir fundið fyrir sérstökum eríiðleikum í samskiptum við maka. í október er líklegt að þú verðir meira vak- andi og fylgist betur með en ella. Það er vafalaust nauðsynlegt því að í þessum mánuði verður þér sennilega stillt upp við vegg. í nóvember verður þú að gera alvöru úr því að treysta sambönd þín við fólk sem býr erlendis eða fólk sem þú hefur ekki samskipti við dags daglega. Það getur skipt sköpum fyrir þig. Þú hefur kannski skynjað það eftir reynslu fyrri ára að desember er afdrifaríkasti mánuð- urinn hvað ákvarðanir varðar. Þú kemst jafnframt að því að þér gefast margir mögu- leikar sem veita þér mikla ánægju. Einnig er áreiðanlegt að mikilvæg fjárhagsleg ákvörðun verður tekin fyrir árslok. 1. TBL VIKAN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.