Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 19

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 19
7. þáttur skyldubanda. Nýleg könnun meðal gamal- menna, sem búa í þéttbýli og eru eldri en 80 ára, styður þessa staðhæfingu. Könnunin sýndi að ríflega sextíu af hundraði nutu að- stoðar maka eða fjölskyldu við heimilisstörf. Engu að síður hefur fjölskyldumynstur og fjölskyldulíf tekið verulegum breytingum á síðustu áratugum á íslandi sem og annars staðar. Meginbreytingin felst í smærri fjöl- skyldum og aukinni þátttöku kvenna í at- vinnulífinu. Þessu fylgir að vaxandi hópur aldraðra þarf að treysta á aðstoð frá fá- mennri fjölskyldu og þeim fer fækkandi í hverri fjölskyídu sem geta sinnt öldruðum ættingjum. Þessi þróun kallar óhjákvæmilega á aukna þátttöku utanaðkomandi aðila til viðbótar við þátt fjölskyldunnar í öldrunar- þjónustunni. Hingað til hefur lítil áhersla verið lögð á aðstoð við fjölskyldur sem óska eftir því að annast aldraða ættingja sína. Nokkur sveitar- félög gefa þó kost á heimilishjálp ef aldraður einstaklingur býr á heimilinu. Þess eru jafnvel dæmi að ættingjum sé greitt fyrir að veita öldruðum fjölskyldumeðlimum heimahjálp. Hvíldarinnlagnir eru annar kostur en vand- fenginn. Þó færist í vöxt að öldrunarstofnanir bjóði slíka þjónustu, einkum yfir sumarleyfis- tímann. Úrræði til stuðnings fjölskyldum sem annast aldraða ættingja Mikilvægi fjölskyldunnar í öldrunarþjón- ustunni verður seint ofmetið. Ýmsar breyting- ar síðustu áratuga á fjölskyldustærð og hlutverkaskiptingu kynjanna hafa dregið úr möguleikum fjölskyldna á að styðja aldraða ættingja sem búa á heimilum sínum. Því er mikilvægt að gefa gaum úrræðum sem annars vegar geta stutt fjölskyldur í þessu þjónustu- og stuðningshlutverki og hins vegar úrræðum sem gætu hvatt fjölskyldur í ríkari mæli til að taka að sér og annast slíkan stuðning. í þessu sambandi hefur ýmsum tillögum verið kastað fram. Þar á meðal er að veita þessum fjölskyldum stuðning í formi dagvistar og hvíldarinnlagna. Með þessum hætti má losa um þá fjötra sem umönnun lasburða gamalmennis hefur oft í för með sér fyrir maka og/eða fjölskyldu og draga úr líkunum á að makinn og/eða fjölskyldan einangrist eða jafnvel gefist upp. Annað úrræði er beinar peningagreiðslur til maka eða ættingja sem annast gamal- menni. Rökin fyrir þessu úrræði eru þau að fjölskyldan veiti þjónustu sem væri fjárfrek ef hún væri í höndum annarra. Gallinn á úr- ræðinu er hins vegar sá að það er flókið í framkvæmd. Ef úrræði af þessu tagi yrði fyr- ir valinu væri eðlilegt að beina peningagreiðsl- um til ættingja sem orðið hafa að segja lausu launuðu starfi vegna umönnunarinnar. Enn annað úrræði eru skattaívilnanir af ýmsu tagi sem gætu hvatt ættingja til að ann- ast aldraða fjölskyldumeðlimi. Engum blöðum er þó um það að fletta að áhrifamesti hvatinn í þessu efhi er vissan um að völ er á stofnanavist þegar hinn aldraði ættingi verður svo lasburða að frekari umönn- un heima fyrir er þýðingarlaus. Það sem letur fjölskyldur nú fyrst og fremst er óttinn við að eiga ekki kost á stofnanadvöl fyrir gamal- mennið þegar vistun á öldrunarstofnun verður eina úrræðið. Slíka tryggingu er ekki hægt að gefa fjölskyldum nema þjónustuhópar aldr- aðra starfi eins og lög um málefni aldraðra hafa frá upphafi gert ráð fyrir. Til að svo megi verða þarf ákveðin hugarfarsbreyting að vcrða í öldrunarþjónustunni á íslandi, eins og vikið var að í síðasta þætti. Þáttur annarra en hins opinbera og fjölskyldna í öldrunarþjónustu Hér að framan var þess getið að stuðningur við aldraða, sem búa heima, kæmi fyrst fremst úr tveimur áttum. Það er rétt svo langt sem það nær. Ekki má þó skilja við þetta efni án þess að drepa lítillega á óhemjumikilvægt og óeigingjarnt starf ýmissa kvenfélaga, safnaða og annarra félagasamtaka í þágu aldraðra. Félagsstarf fyrir aldraða er víða um land í höndum kvenfélaga eða annarra félagasam- taka, til dæmis Rauða kross-deilda. Sömuleið- is vinna margir söfnuðir landsins ötullega að öldrunarþjónustu, bæði með heimsóknum og samkomuhaldi. Þá er oft á vegum þessara aðila boðið upp á ýmsa aðra þjónustu og afþreyingu, svo sem fótsnyrtingu, hárgreiðslu og ferðalög. Starf þetta er ekki síst merkilegt og mikilvægt í Ijósi þess að mest af því er unnið í sjálfboðavinnu. 1. TBL VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.