Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 52

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 52
Sakamálasaga skrifuð af Gunnari Gunnarssyni fyrir Vikuna 7. kafli Hnífur í erminni Elsa var ferðbúin þegar ég kom fram í matsal til að taka inn árbít. Hún stóð frammi við dyr með myndavél á öxlinni, horfði á mig sínum litlu, brúnu augum og virtist bíða ein- hvers. Guðgeir sat með kaffibolla úti við glugga ásamt manni sem ég hafði ekki séð áður, en mér flaug í hug að sá væri nýkominn með þyrlunni. Kannski lögreglumaður? Ut- lendu ferðamennirnir, sem höfðu komið daginn áður í ausandi rigningu, voru á vappi í anddyrinu, búnir að fá sitt morgunkaffi og spurðu fararstjórann um gosið væntanlega í Geysi og hvernig veðrið yrði á fjöllum. „Maður fær aldrei ákveðið svar, sama um hvað er spurt hér á landi,“ sagði þýsk kona. „ísland er eins og Afríka. Maður veit ekki hvort eitthvað á að gerast í dag, gerðist fyrir mörgum öldum eða stendur bara í bókum.“ Ég fékk mér sæti og lét fara lítið fyrir mér. Mér fannst ég ekki hafa ástæðu til að vera mjög glaðbeittur eftir atburði næturinnar, þótt ég gæti ekki litið á mig sem ofbeldismann og níðing fyrir að hafa vaknað upp með fanta- tak um mjöðm Elsu litlu. Hendur mínar skulfu þegar ég lyfti kaffibolla að vörum mér og ég hafði ekki sérlega góða lyst á ristaða brauðinu. Að öðru leyti leið mér sæmilega. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að bjóða Elsu kaffi. Ef hún var að steðja í bæinn í fúlu skapi gat góður kaffibolli komið í veg fyrir slys; mér bar eiginlega skylda til að líta til með stelpunni og það eins þótt hún vildi ekk- ert með mig hafa. En ég fann ekki í mér döngun til að rísa á fætur, ganga í áttina til hennar og fara að tala um kaffi eða veðrið eftir það sem á undan var gengið. Hún stóð trúlega í þeirri meiningu að ég ætti að bæta henni einhvern ímyndaðan miska, biðjast af- sökunar, bera við stundaræði, að ég hefði ekki getað staðist fegurð hennar og æsku og svo framvegis. Mér var ekkert slíkt í hug og löngu vaxinn upp úr því að tala þvert um hug mér. Hafi ég einhvern tíma lagt það fyrir mig. Ég einbeitti mér að því að hella ekki yfir mig kaffinu. Síminn. Þjónninn þurfti að endurtaka orðið nokkr- um sinnum áður en það komst gegnum móðuna sem gærdagurinn hafði skilið eftir sig í höfði mér. - Síminn? - Já. Ég reis á fætur, horfði á hálfan kaffibolla, hálfétna brauðsneið, sá Elsu út undan mér í dyrunum, velti því fyrir mér hvort hún ætlaði ekki að gera alvöru úr því að fara, hvort hún reiknaði með því að ég gæfi mig að henni með afsökun á vörum, staulaðist að barborð- inu, hélt í brún þess og lét mig síga meðfram því í áttina að símanum. - Halló? - Ertu þarna? - Ég er hérna - held ég. Hvar heldur þú að „hérna“ sé? - Fyrir austan, hjá Geysi, er það ekki? - Það held ég lika. - Hákon lét mig vita. - Elskulegt af honum. - Hvað ertu að gera? - Ekkert. Drekka. Klípa stelpu sem er hérna. Klípa hana fast. Hvar hefur þú verið? - Bara. Vinna. - Við áttum stefnumót, manstu það ekki - í gærmorgun. Við vorum búin að ákveða svo- lítið. - Já. Fyrirgefðu. - Já. - Hvenær kemurðu? - Við skulum ekki ákveða neitt um það. Ég kem þegar ég kem. Þú kemur eða ferð þegar þú kemur eða ferð. - Já. Og mundu að lífið er hættuspil. Ég lagði á. Þegar ég settist aftur og fór að fást við kaffibollann fann ég að tár rann niður með nefinu á mér og streymdi hratt niður kinn og alveg niðurundir skyrtukraga áður en mér hugkvæmdist að stöðva það með munn- þurrku. En sú aðgerð virtist ekki ætla að duga, því brátt fann ég fyrir öðru tári hinum megin við nefið og ég fann að andlit mitt var þrútið af þessum salta vökva sem stundum sækir út og vill streyma ofan kinnar fólks sem hefur það af einhverjum ástæðum skítt. Ég skildi ekkert í sjálfum mér. Hilda komin í leit- irnar, Elsa að forða sér, allt i fina og ég grenjandi. Ég hafði áreiðanlega ekki grátið síðan ég var sendur pjakkur í sveit og síðan voru margir áratugir. Ég ýtti þurrkunni upp- undir nefið á mér og hallaði mér aftur. Mér leið eins og litla stráknum sem hollenska ævin- týrið er um, þessum sem stakk fingri í gat á stíflugarði og hélt þannig aftur af Atlants- hafinu þangað til hjálpin barst. Nema hvað ég gat ekki vonast eftir hjálp. Fólk forðaðist mig. Hilda hljópst á brott (áreiðanlega að skreiðast heim núna úr rúmi einhvers vinnufé- lagans) og allir aðrir gerðu sér far um að láta mig einan. Átti ég að láta tárin gossa, láta alla sjá að þessi stóri, fjallmyndarlegi og næst- um miðaldra karlmaður átti í innri baráttu, var andlega þjakaður þannig að sálarkvalirnar sem hann leið yfirstigu allt sem þetta fólk gat ímyndað sér. „Mínar eru sorgirnar þungar sem blý“ kvað síðasti Oddaverjinn og varð að rogast með þær einn. - Þú átt í baráttu, heyrði ég sagt til hliðar við mig, leit snöggt upp og sá sköllótta Kan- ann. - Ég sæki þér brennivínsstaup í einum grænum. Og tárin streymdu niður kinnarnar. Ég dauðskammaðist mín, vissi ekki sjálfur hvað var á seyði innra með mér, þurrkaði tárin, snýtti mér til þess eins að byrja á sömu 52 VIKAN 1. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.