Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 54

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 54
Sakamálasaga skrifuð af Gunnari Gunnarssyni fyrir Vikuna hreingerningu upp á nýtt því flóðið hélt áfram. Ég var eins og jökulhlaup í Súlu sem bíður árum saman og ryðst svo fram og setur heims- met. - Sorrí, sagði Kaninn, - þeir afgreiða ekki brennivín fyrir hádegi. - Það er ekki brennivín sem ég þarf, sagði ég og vissi ekki hvað það var sem ég kannski þurfti. - Meira kaffi? spurði þjónninn, sem var kominn til að taka af borðinu. í hinum enda salarins var starfsfólk farið að breiða hvíta dúka á borð til að allt yrði tilbúið fyrir hádeg- isverð. - Við eigum von á hundrað og fimmtíu manns, sagði þjónninn. - Þessi maður þarf brennivín, sagði Kan- inn. - Nei, sagði ég og þekkti ekki nefhljóðið sem úr höfði mér kom. - En get ég fært þér eitthvað? spurði þjónn- inn. - Nei, sagði ég og fannst að mennirnir gætu skilið að þegar svo er ástatt fyrir manni að ekkert er hægt að gera nema grenja hástöf- um, vill maður helst fá að vera í friði við þá iðju. - Segðu bara til ef það er eitthvað. Magnyl? Sódavatn? Ég stóð á fætur, bað mennina að hafa mig afsakaðan og hélt pappírsþurrkum fyrir and- liti mér, sá þó útundan þeim að Elsa var enn á vappi í anddyrinu og Guðgeir var á tali við þann sem ég hélt að hefði komið með þyrl- unni. Lífið gengur sinn gang, hugsaði ég, og enginn hefur áhyggjur af því að hið næsta þeim er vesalings maður sem er viti sínu fjær af andlegum kvölum sem hann kann engin skil á. Ég fór út bakdyramegin við sundlaugina og tók andköf þegar ferskt, svalt loftið þrengdi sér niður í lungun, hálfhljóp meðfram laug- inni og fannst ég vera eins og Kári að hlaupa úr brennunni forðum þegar ég fór gegnum gufuna og heyrði skrækina í fólkinu í laug- inni. Aftan við húsið var grasflöt og snúru- staurar og ég studdist við annan þeirra, horfði á þröstinn sem ég sá daginn áður falla til jarð- ar, dauðan úr hjartaslagi. Hann lá þarna í grasinu með hausinn teygðan frá sér eins og hann væri enn að vonast eftir því að geta sungið sinn síðasta tón. Og ekkinn sótti að mér aftur. Ég hágrét. Fuglinn var merkilega stinnur þar sem hann hvíldi í hendi mér. Þegar ég hélt honum upp- réttum kom aðeins lítil sveigja á háls hans og höfuðið hallaðist aftur - það var eins og hann skimaði dauðurn augum til himins. Ég lagði hann varlega í grasið, lét löng stráin við snúru- staurinn skýla litlum, mjúkum líkama hans; það var komin norðanátt, vindurinn kom svalur yfir öræfin, reykurinn frá hverunum barst yfir byggingarnar og ég sá til manna- ferða á afgirtu hverasvæðinu, en það var eins og öll hljóð hyrfu ofan í jörðina eða sópuð- ust jafnharðan upp fyrir fjallstinda - mér fannst ég vera á kafsundi, skimandi eins og fiskur eftir brúklegum kennileitum. Páll kom í ljós við austurhorn hótelsins, kom út úr gufunni frá sundlauginni og fylgdu honum skrækir frá börnum í lauginni. Hann studdist við stafinn, hallaði sér áfram eins og gengi hann móti stinningskalda eða roki, var rnóður þegar hann kom til mín. - Jæja kall minn, þá er komið að því. - Mig var farið að gruna það, sagði ég og leið eins og manni sem á að fara í gálgann eftir nokkrar mínútur - en í raun kveið ég engu, var eiginlega bara feginn að þeir skyldu vera að taka af skarið. Ég var vandræðamað- ur og lifði stöðugt i hættu af sjálfum mér. Ætli Hilda hafi ekki farið þess vegna? - En það er aldrei að vita með þennan hver, sagði hann þá. - Stundum þykjast þeir alveg ráða yfir honum, en alltaf er það nú samt sá gamli sjálfur sem fer sínu fram. Nátt- úran verður nefnilega ekki beisluð nema á eigin forsendum. - Nú, sagði ég dauflega, - ertu að tala um hverinn? - Hverinn? Auðvitað. - Já! Hverinn. Maðurinn úr þyrlunni birtist við vesturenda hótelbyggingarinnar og ég sá Guðgeiri bregða fyrir - eins og hann væri að benda manninum eitthvað. Svo tók þyrlumaðurinn stefnuna á okkur Pál. - Fólkiðeraðþyrpastað, sagðihann. -- Ég heyrði það á vegalögreglunni áðan að það væri bíll við bíl á austurleiðinni. Fólk vill sjá þennan hver gjósa. Ég skil það vel. Maður er búinn að frétta af þessu fyrirbæri síðan í bernsku, hverinn sem allir aðrir hverir heita eftir og svo liggur hann bara dauður, spraut- ar ekki frekar en lik. - Jæja, sagði ég og minntist þess að mér bar skylda til að taka virkan þátt í öllu um- stanginu kringum gosið þvi ég var sérlegur sendimaður Kvöldblaðsins, átti að horfa á gosið og lýsa því síðan með hæfilega skáldleg- um tilþrifum fyrir lesendum. Mér hafði gleymst að setja mig í stellingar - og munda stílvopnið. - Éigum við ekki að líta á viðburðinn? sagði Páll og var lagður af stað. - Við látum það nú ekki um okkur spyrjast að við höfum verið staddir í Haukadal þegar hann loksins gaus og misst af því! Og hann ýtti við mér, tók undir handlegg minn eins og það væri ég sem væri fatlaður en ekki hann og við gengum á móti þyrlumanninum. Ég var með öllu viljalaus og fann ekki til þess að ég bæri fæturna hvorn fram fyrir ann- an, fann ekki fyrir svalanum í lofti og man ekki að ég hafi heilsað þyrlumanninum. Trú- lega hef ég kinkað kolli, trúlega hef ég gefið honum auga - eins og hann mér. Hann slóst þegjandi í lið með okkur, gekk við hlið Páls sem malaði fyrir okkur báða. Þegar við kom- um upp á rauðamölina á hverasvæðinu gekk þyrlumaðurinn spölkorn frá okkur og ég hnippti í Pál. - Hver er þessi maður? - Hann er úr lögreglunni. - Hvað er hann að gera hér? - Horfa á gosið býst ég við. - Ég átti ekki við það. - Hafðu ekki áhyggjur. Ég dró sængina upp fyrir höfuð. Ég lokaði mig af, tók mig úr sambandi þannig að það sem gerðist snerti mig ekki. Ég var stikkfrí - eins og svo oft áður. Við Páll gengum um hverasvæðið, hann spjallaði, ég svaraði ein- hverju en í rauninni var ég orðinn kaldur og harður eins og myndavél, tók aðeins við en lét ekkert á móti. Mér var alveg sama hvort ég var þarna eða ekki, alveg sama hvað gerð- ist. Ef stórslys hefði orðið á svæðinu, fólkið fallið brennandi og blæðandi til jarðar þá hefði ég gengið ötullega fram í aðstoðinni, komið alblóðugur inn á hótel, skolað af mér afundinn og hringt í Hákon til að segja honum fréttirnar. Svo hefði ég farið að borða. Og ég hefði ýtt þessum atburði til hliðar, látið sem hann hefði ekki gerst. Þannig fór mér þegar Elsa kom allt í einu hlaupandi til mín með myndavélina sína, sagði mér að hún hefði hætt við að fara. - Við skulum bara gleyma þessu, sagði hún. - Hverju? spurði ég. - Þessu í nótt; þessu í morgun. Við skulum gleyma því. Ég lét eins og asni. Þú ert nú einu sinni karlmaður! Og ég var allsber. - Já! Það. - Fyrirgefðu ólætin. - Já. - Fyrirgefðu að ég skyldi segja Palla þetta. - Já. - Ég tek myndir af gosinu. - Já. - Og fólkinu. Og svo verðum við samferða í bæinn, er það ekki? - Já er það ekki? - Við gleymum þessu en munum það samt, sagði hún og hljóp aftur upp eftir hverasvæð- inu til að komast upp fyrir Geysi - þannig næði hún betri mynd af gjósandi hvernum, landinu og fólkinu í kring. Ég var búinn að gleyma en mundi samt; eins og þegar Stella sneri sér að mér á skrif- stofu sinni suður í Skógrækt, horfði á mig með þessum illkvittna glampa í augum og sagði: „Þú ert dauður. Bæng!“ Ég skildi svo vel hvað hún átti við. Daginn áður hafði ég horft á hana fara inn í bílinn til Guðgeirs - hún hafði valið þann viðbjóðslega svola, þá grófu frekju fremur en mig sem var myndar- legur, finlegur, menntaður og kunni að lifa. Ég dó á því andartaki; ákvað á sekúndunni að gleyma en muna samt til eilifðarnóns og bíða, bíða mins tíma með hnífinn falinn í erm- inni. Guðgeir kom til okkar, beið eftir gosinu, horfði staðfastlega í áttina að skálinni, greini- lega ákveðinn að missa ekki af.einum einasta vatnsdropa sem Geysir skvetti upp í loftið. Þyrlumaðurinn var álengdar, horfði líka í átt- ina að hvernum og engu líkara en þeir byggjust við að sjá frelsarann sjálfan koma 54 VIKAN 1. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.