Vikan


Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 20

Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 20
E L D H U S Pöstu veisl a í síðustu Viku vorum við með uppskrift að pöstudeigi og leiðbeiningar um hvernig bera skuli sig að við framleiðsluna. í þessari Viku höldum við áfram og komum með bráð- skemmtilega hugmynd að góðri pastamáltíð. Þetta er tilvalin hugmynd þegar við ætlum að hafa gesti í mat án þess að hafa of mikið fyrir. Nota má ýmsar tegundir af pöstu, allt eftir smekk og hentugleikum. Best er að sjálf- sögðu að nota nýjar pöstur en að sjálfsögðu má líka nota þurrkaðar pöstur úr pökkum. Pösturnar eru settar í stóra skál, munið að setja smjörklipur út í. Með eru svo bornar kaldar og heitar sósur, parmesanostur og ekki sakar að skola kræsingunum niður með góðu rauðvíni. Til að slá botninn í vel heppnaða máltíð má bera fram eitthvað sætt og létt, eins og ís eða léttan súkkulaðirétt. Hér á eftir fylgja uppskriftir að pöstum og sósum sem bera má með. 1 kíló pöstur (nægir fyrir 6-8 manns) 6 lítrar vatn salt Sjóðið pösturnar í stórum potti og saltið vatnið. Setjið örlitla olíu út í vatnið. Látið suðuna koma upp. Hrærið í með tveim göfTl- um og notið báðar hendurnar, þá klístrast pösturnar ekki saman. Lækkið hitann og látið pösturnar sjóða á lágum hita. Gætið þess vel að ofsjóða þær ekki. Besta ráðið til að fylgj- ast með því er einfaldlega að bragða á þeim. Hnetusósa: 1 'A bolli saxaðar hnetur 4 franskbrauðssneiðar (án skorpu) % bolli mjólk 1 hvitlauksrif 'A bolli rifmn parmesanostur salt og pipar eftir smekk Bleytið brauðið i mjólkinni í nokkrar klukkustundir. Pressið hvítlauksrifið og saxið hneturnar. Blandið saman við uppbleytt brauðið og hrærið saman. Bætið því sem eftir er saman við og ef til vill dálítilli mjólk ef með þarf. Tómatsósa: 1 finsaxaður laukur 'á fínsaxaður rauður pipar 2 msk. tómatsafi 1 lárviðarlauf 1 'A bolli tómatmauk salt, pipar og oreganokrydd cftir smekk 2 msk. olía Hitið olíuna í potti, setjið fínsaxaðan lauk- inn út í og steikið i fimm mínútur. Bætið rauða piparnum út í og hrærið í þrjár mínútur. Setj- ið loks tómatsafa, tómatmauk og krydd saman við. Látið sjóða við vægan hita í fimmt- án mínútur. Þessa grunnsósu má nota þegar búin er til svokölluð „vongole“-sósa. Þá er bætt út í einni dós af kræklingum. Krækling- arnir eru látnir hitna í gegn. Sósan borin fram strax. Pestosósa: 1 Vi bolli basilikumblöð (helst fersk) 1 hvítlauksrif 3/a bolli hnetur I Vi bolli olía salt eftir smekk Vi bolli rifinn parmesanostur Steytið basilikumlaufin og hvítlauksrifið í mortéli. Bætið hnetunum í. Steytið og hrærið vel saman. Bætið út í salti og osti og hrærið vel saman. Setjið í skál og bætið rniklu af olíu út í. Þessi sósa er borin fram köld. Djöflasósa: 2 msk. olía 1 finsaxaður laukur 1 pressað hvitlauksrif ansjósa úr dós (má nota gaffalbita í stað í staðinn) 4 msk. söxuð steinselja 4 msk. majoram '/4 bolli kapers 1 dós túnfiskur 1 dós tómatmauk !4 bolli saxaðar svartar ólífur Hitið olíuna í pönnu, setjið laukinn og hvít- laukinn út í og hrærið í nokkrar minútur. Takið pönnuna af hitanum og setjið ansjósu eða gaffalbita út í og kremjið vel. Setjið pönn- una aftur á hilann og bætið kapers, ólífunt og túnfiski sarnan við. Hrærið vel í þrjár mín- útur yfir hitanum. Setjið tómatmaukið saman við. Þekið og látið sjóða við vægan hita í fjöru- tíu mínútur. Kryddið eftir smekk og bætið steinselju og majoram út í áður en sósan er borin fram. Osta- og sveppasósa: 1 bolli brætt smjör '/1 tsk. salt 'A tsk. pipar 100 g sterkur ostur, t.d. óðalsostur eða gráðaostur, skorinn í teninga 100 g rifinn sterkur ostur 100 g rifinn parmesanostur '/2 bolli heit mjólk 125 g svcppir í sneiðum Bræðið helminginn af smjörinu og bætið salti og pipar út í. Skerið ostinn í teninga og hrærið þar til osturinn er næstum bráðnaður. Setjið rifna ostinn og það sem eftir er af smjör- inu saman við og hrærið. Bætið parmesanost- inum í og loks sveppunum og mjólkinni. Berið sósuna fram sjóðheita. í stað sveppanna má nota rækjur. Steinselju- og eggjasósa: 4 brauðsneiðar (án skorpu) 'A bolli edik 4 bollar ósöxuð steinselja 4 hvítlauksrif salt og pipar eftir smekk Va bolli olía I harðsoðið egg Leggið brauðsneiðarnar hverja ofan á aðra í skál. Hellið edikinu yfir brauðið. Setjið hvít- laukinn, steinseljuna, brauð og dálitla oliu í blandara. Hrærið saman. Bætið meiri olíu út í smátt og smátt. Kryddið eftir smekk. Setjið í skál og dreifið harðsoðnu, söxuðu egginu yíir. Þessi sósa þarf að standa yfir nótt og er borin frani köld með heitum pöstum. 20 VIKAN 3. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.