Vikan


Vikan - 15.01.1987, Side 31

Vikan - 15.01.1987, Side 31
Donald Sutherland fer með hlutverk Pauls Gauguin í myndinni Oviri eftir Henning Carlsen. ir Bernard Tavernier. Þar segir frá gömlum tenórsaxófónleikara sem missir fótanna eftir erfiðan feril senr „Be-bop“ listamaður. Hann fer þá til Parísar, þar sem hann hafði verið mjög vinsæll fjórtán árum áður. En honum er ekki eins vel tekið og hann vonaðist til. Þá rekst hann á unglinginn Francis sem var og er mikill aðdáandi listamannsins. Myndin lýsir sanr- skiptum þeirra. Það var djasskonungurinn Dcxter Gordon sem lék hlutverk gamla saxófónleikarans og þótti hann standa sig með eindæmum vel. Myndin er full af tregatónlist og þeirri sérstæðu tilfinningu sem hún gefur. Bretinn Ken Loach sýndi myndina Fatherland. í henni er rakin saga vísnasmiðs senr er fæddur og uppalinn í Austur- Þýskalandi. Hann flýr þaðan til Vestur-Þýskalands. Fyrsta hugs- un hans er að leita uppi föður sinn sem hafði flúið land fyrir 30 árum. Athyglisvert er að aðalleikarinn í myndinni, Gerulf Pannach, er einnig flóttamaður og vísnasmið- ur. Hann semur tónlistina við myndina ásamt Christian Kunert. Bandaríkjamenn voru líka í Feneyjum. Þeir tóku þó ekki þátt í keppninni en sýndu myndina Heartburn með Maryl Streep og Jack Nicholson í aðalhlutverkum. Bandaríkjamenn hafa ekki mikið að sækja til Feneyja en ef nriðað er við áhuga ljósmyndara á bandarísku stórstjörnunum má ætla að talsvert sé ennþá eftir af þeirri virðingu sem Hollywood naut á árum áður. Þótt margar þær myndir, sem sýndar voru á hátíðinni, væru íburðarmiklar, leikendur stjörnur og rniklir fjárnrunir væru lagðir í þær þá sannaðist að dómnefndin tekur ekki mið af slíku. Sigurveg- ari hátíðarinnar var franska myndin Le Rayon Vert - Græni geislinn. Það er einföld og ódýr mynd eftir Eric Rohmer. Gleðilegt er til þess að hugsa að listrænn metnaður skuli vera hafður í hávegum á þessari merku hátíð. BIFREIÐA VARAHLUTIR •4^ J2 ro J. Sveinsson & Co. Hverfisgötu 116 Símar 15171 —22509 3. TBL VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.