Vikan


Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 47

Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 47
 Hún er hin ókrýnda drottning poppsins. Plötur hennar hafa selst í tugum milljóna ein- taka. Hún hneykslaði allan almenning með útliti sínu og hegðun. Foreldrar voru miður sín yfir að börn þeirra hlustuðu á berorða texta eins og „like a virgin touched for the very first time“. Kvennahreyfingin í Banda- ríkjunum var æf og sagði hana hafa eyðilagt á stuttum tima árangurinn af margra ára bar- áttu. Madonna dró aldrei dul á að hún liti á sjálfa sig sem kyntákn og undirstrikaði þá staðreynd með klæðaburði sínum og sviðs- framkomu. Þegar hún svo giftist leikaranum skapmikla, Sean Penn, söðlaði hún um og skipti gjörsamlega uin útlit. Hin nýja Ma- donna er kvenleg og siðprúð enda stefnir hún nú að því að ná sarna eða meiri árangri sem kvikmyndaleikkona og sem söngkona. Þau voru mörg, karlmannshjörtun sem brustu daginn sem Madonna giftist Sean Penn. Hann er hetjan mín og minn besti vinur, sagði hún þá. Ég er hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Þó hjónabandið hafi ekki staðið lengi er þegar farið að hrikta all- hraustlega í því. Þau hjónin sjást með nýjum félögum og skilnaðarorðrómurinn flýgur (jöll- unum hærra. Það er því alls óvíst hvernig þau mál kunna að þróast eins og gengur hjá þeim þarna í Hollywood. Madonna Louise Veronica Ciccione, eins og hún heitir, er tuttugu og sjö ára gömul. Hún er ættuð frá Michigan og kernur úr stórri fjölskyldu. Foreldrar hennar voru alla tíð rnjög strangir við börn sín og Madonna var þar engin undantekning. Strax sem barn fór hún að hegða sér öðruvísi en önnur börn. Hún var í stöðugri uppreisn við umhverfi sitt og átti erfitt með að fella sig að viðteknu hegðunarmynstri. Þetta gerði það að verkum að hún var oft einmana og leið illa. Mesta mótþróaskeiðið var, eins og oft vill verða, unglingsárin. Eitt sumar fór hún að heiman og fór til ömmu sinnar sem ekki var eins ströng og foreldrar hennar. Þar söng hún í rokkhljómsveit sem frændur hennar höfðu stofnað. Þetta sumar fór hún að hegða sér svipað og aðdáendur hennar muna hana í Desperately Seeking Susan. í fyrsta sinn gat hún gengið í níðþröngum gallabuxum og reykt, málað sig og gert það sem hún vildi sjálf. Þegar hún kom heim aftur var hún rek- in úr gallabuxunum og skipað að þvo sér í framan. Sjálfstraustið, sem hún hafði byggt upp þetta sumar, var brotið niður á skömmum tíma og það öðlaðist hún ekki aftur fyrr en frægðin tók að blasa við henni. Það var ekki fyrr en hún fór að leggja stund á dans að hún fór að verða öruggari með sjálfa sig. Hún byrjaði að semja og syngja eigin lög. í fyrstu var Madonna óþekkt andlit í Bandaríkjunum þó rödd hennar yrði vel þekkt í útvarpi. En það stóð ekki lengi. Hún ákvað að ná athygli fólks og það tókst henni með óvenjulegum klæðaburði og villtri fram- komu. Leiðin til frægðar er sjaldnast dans á rósum og svo var einnig hjá Madonnu. A þeim árum, sem hún var að brjótast áfram til frægðar og frama, sat hún fyrir á nektar- myndum hjá Playboy tímaritinu. Blaðamenn voru fijótir að grafa upp þennan draug úr fortíð hennar. En Madonna yptir bara öxlum og segist ekki skammast sín fyrir neitt sem hún hafi gert. Það sama gildir um reiði „hins siðsama meirihluta" sem segir að ósiðlegir textar og framkoma hennar hafi slæm áhrif á ungdóminn, henni er alveg sama. Þetta er sú hlið sem snýr að áhorfendum og áheyrendum Madonnu. En að bak býr allt önnur kona, sú dáir Picasso, les Shake- speare, Henry James, James Joyce og Hemingway. Söngkonur eins og Sarah Vaug- han, Ella Fitzgerald, Debby Harry og Crissie Hynde hafa haft mikil áhrif á hana, sömuleið- is leikkonurnar Judy Holliday og Carole Lombard. í dag stefnir Madonna á frama í kvikmynd- um og segist vona að þegar fram líði stundir muni fólk hana sem leikkonuna Madonnu. 3. TBL VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.