Vikan


Vikan - 15.01.1987, Page 51

Vikan - 15.01.1987, Page 51
P Ó S T U R XOGY Kæri Póstur. Nú komum við með þessa sömu rullu sem þú ættir að vera orðinn vanur að fást við. En við erum alveg í vandræðum og við verð- um að leita ráða hjá þér. í guðs bænum ekki henda þessu bréfi, hversu vesælt sem það kann að vera. Þannig er mál með vexti að við erum tvær vinkonurnar, X og Y, og erum yfir okkur ástfangnar af tveimur strákum. Við þekkjum þá sæmilega en hittum þá aldrei nema við tölum við þá að fyrra bragði. Strákurinn, sem X er hrifin af, er mjög feiminn og hún veit ekki hvort hann er hrif- inn af henni. Hann hefur samt alltaf tekið vel í að hitta hana. Á hún að hringja í hann og ef hún gerir það, hvað á hún þá að segja? X er líka feimin. Hið stóra vandamál Y er þetta: Hún hefur aldrei verið eins ástfangin og hún er nú. Hún hefur oft hringt í hann með óvissum árangri og þá hefur hann alltaf verið hress. Um daginn fréttum við að þeir væru á leiðinni í bíó ásamt öðrum krökkum og auð- vitað fórum við líka eftir þá fregn. Okkur fannst þeir gefa okkur oft auga og við feng- um náttúrlega fiðring í hvert skipti sem þeir litu á okkur. Eftir myndina spurðu þeir okkur hvert ferðinni væri heitið og víð sögðumst ætla á vissa skemmtun. Þá ákváðu þeir að koma líka. Þegar á ballið kom týndi Y sínum strák og fann hann aftur, haldandi í hönd annarrar stelpu - þau kysstust ekki. Hann var orðin svolítið fullur. Y varð niðurbrotin. Svo var ballið búið og við, X og Y, löbbuð- um áleiðis heim og hittum þá á leiðinni. Þá var stelpan ekki með. Þetta var það sem gerðist og því miður er Y jafnástfangin og áður. Hún vill ekki hringja í hann eins og gefur að skilja. Hjálpaðu okkur, elsku Póstur, og svaraðu okkur eins fljótt og þú getur. Bráðlega yfir- gefur einn aðilinn, sem við skrifum um, landið. X og Y. Ekki getur Pósturinn i fljótu bragði skilið hvers vegna Y vill ekki hringja í strákinn þó svo hann hafi haldið í höndina á stelpu á balli. Kannski var hann bara að heilsa hennr Kannski er hún frænka hans. Viðbrögðin lýsa alla vega ekki miklum baráttuanda. En ef Y er ekki hætt að hugsa um sinn strák ætti hún að manna sig upp I að hringja í hann og spyrja hvort hann sé til í að skreppa I bíó með sér og X eða eitthvað álíka. Hún hefur gert það áður svo það ætti ekki að saka að gera það einu sinni enn. Varðandi X er málið alveg jafneinfalt. slá á þráðinn. Þið virðist vera kunningjakonur þessara stráka því ekki að reyna að komast að því á hverju þeir hafa helst áhuga og hringja svo? Það er alltaf hægt að rabba um góða blómynd sem hefur verið sýnd nýlega. skól- ann eða áhugamál/n. Nú, ef þetta gengur ekki þá eru vissulega fleiri fiskar I sjónum. SÓLGIN í SÆLGÆTI Kæri Póstur. Mig langar til að vita einn hlut. Barnið mitt er mjög sólgið í öll sætindi. Stundum velti ég því fyrir mér hvort þetta sé hættu- legt, hvort það geti skaðað barnið á einhvern hátt að vera sí og æ að fóðra það á sætind- um. Móðir. Börn eru að öllum jafnaði mjög fjörug og því þurfa þau mikla orku til að brenna. Syk- ur er mjög auðveldur í brennslu og þvi auðfengin orka. Þvi verða börn oft á tíðum mjög sólgin í allt sætt. Þetta er ekki á neinn hátt skaðlegt en börn geta sem best fengið þessa aukaorku úr öðrum og hollari fæðu- tegundum en sykri, svo sem úr nýjum og þurrkuðum ávöxtum. Rúsínur eru sérlega góðar í þessu skyni. Fullorðið fólk gerir oftast ráð fyrir þvi að. börnum þyki sætindi góð og er því stöðugt að bjóða börnum þau. Staðreyndin er hins vegar sú að börnum liði allt eins vel þó þau smökkuðu aldrei brjóstsykur eða önnur sæt- indi. KENNARARN- IR BERJA NEMEND- URNA Elsku Póstur. Við eigum við mikið vandamál að glíma í sambandi við skólann. Það hefur v.iðgeng- ist í skólanum að nokkrir kennarar berji nemendurna. Er hægt að kæra þá fyrir það? Við erum á þeirri skoðun að kennarar megi vísa nemendum úr tíma og skrifa þá niður en ekki berja þá. Er hægt að kæra þá fyrir barnaverndarnefnd? Ef svo er, hvernig er hægt að ná í einhvern þaðan sem hefur áhrif? Elsku Póstur, viltu hjálpa okkur og segja okkur hvað við getum gert, við þolum þetta ekki lengur. Þrír úr 6., 7. og 8. bekk. Samkvæmt lögum er óheimilt að berja nemendur í skólum eða beita þá öðru líkam- legu ofbeldi. En það gæti reynst ykkur erfitt að sanna að þið hafið verið beitt líkamlegu ofbeldi i skólanum nema því aðeins að um- merki sjáist eftir ofbeldið. Ef sú skyldi verða raunin eigið þið að leita læknis og fá stað- festingu hans á áverkunum. Þið nefnið ekki hvort þið hafið rætt um þessi mál við foreldra ykkar. Ef svo er ekki ættuð þið að reyna það ráð. Eitthvert af for- eldrum ykkar ætti að sýna ykkur skilning og hjálpa ykkur að komast fyrir þetta athæfi kennaranna. Það er nú einu sinni svo að unglingar eru oftá tíðum varnarlausirgagnvart fullorðnum. sama hvort þeir eru beittir órétti eða ekki. Með því að hafa samband við yfirvöld á heimaslóðum ykkar getið þið komist að þvi hverjir sitja I barnaverndarnefnd og að því búnu verðið þið að ganga á fund einhvers nefndarmanns eða skrifa honum eða nefnd- inni allri og útskýra i hverju ofbeldið er fólgið. Þá sakar ekki að vera búinn að fá einhvern fullorðinn í lið með sér. Ef allt um þrýtur getið þið gripið til þess . örþrifaráðs að neita að mæta I skólann fyrr en þetta mál hefur verið leyst. Þannig er mál með vexti að líkamlegt of- beldi skaðar sálina mun meira en líkamann og það á engin manneskja að þola öðrum að beita likamlegu ofbeldi. sama á hvaða aldri hún er. PENNAVINIR Björn Sigmundur Ólafsson Glóru Hraungerðishreppi 801 Selfossi Björn er þriggja ára og í bréfinu segir: Vill einhver þriggja ára strákur verða pennavinur m:nn. Hann verður að eiga góða systur eða mömmu til að skrifa fyrir sig. Ég vona að einhver skrifi. Áhugamál mín eru að fá bréf frá pennavinum, trommur, svín, kýr og að skemma dót. Chris Akers Ryan Meck Dan Malone Ivoy Burkholder Ephrata Junior High Scool Hammon Avenue Ephrata Pennsylvania 17522 717-733-7961 USA Þau stunda nám í ofangreindum skóla og langar til að eignast pennavini á íslandi á aldrinum 12-15 ára. Þau skrifa á ensku. Inga-Brita Gerson Brödákra 2 S-24033 Löderöd Skáne Sverige Inga er fædd 1928 og langar til að skrifast á 'við islenskar konur. Hún skrifar á dönsku, sænsku og norsku. Marja Peltomaki 4. Linja 16 B 19 00530 Helsinki Finland Marja er 17 ára. Hún hefur áhuga á íþrótt- um, hestum, bréfaskriftum, tónlist og fleiru. P 3. TBL VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.