Vikan - 15.01.1987, Page 53
vitið hefði meira, fór inn í stofu og settist í
sófann. Andartaki síðar korn hún á eftir hon-
um og settist í hornið gegnt honum. Og þau
horfðust þegjandi í augu. Lengi.
Loks stóð hann upp, fór fram í eldhús, lok-
aði á eftir sér og fór að þrífa eftir hana. Hún
sat eftir og horfði í gaupnir sér.
Þegar hann hafði fleygt diskabrotunum í
ruslið, sópað gólfið og meira að segja farið
yfir það með blautum klút - og gengið frá
þeim áhöldum sem heil voru - fór hann inn
til hennar og settist hjá henni í sófann. Hún
leit upp og strauk hálsinn aftanverðan þar sem
hann hafði gripið hana steinbítstaki. Hann
færði sig nær henni, rétti fram höndina og
þau féllust í faðma! Og svo fór hann að kyssa
á henni hálsinn, strjúka henni um vanga og
áður en leið á löngu tók hann hana í fangið
og bar inn í svefnherbergi. Ljósin loguðu í
stofunni, en inni hjá þeim var myrkur. Við
Hilda gátum ekki séð hvað fram fór, en áttum
ekki erfitt með að ímynda okkur það.
Hún stundi lágt og þegar ég leit á hana
sýndist mér ég sjá tár í augum hennar. Svo
stóð hún á fætur, tók saman ílátin undan
kvöldverðinum og fór fram. Skömmu seinna
heyrði ég hana leggjast til svefns.
Ég vakti lengi frameftir við að bókfæra við-
burði kvöldsins í lífi Guðgeirs og Stellu.
Átökunum milli hjónanna lauk ekki með
atlotum þeirra þetta kvöld. Næstu daga var
stundum eins og allt væri í hers höndum á
heimili þeirra. Ég var raunar nokkuð viss um
það á tímabili að þá og þegar myndi slitna
upp úr hjónabandinu, því mér fannst ótrúlegt
að svo viðkvæm kona sem Stella var myndi
þola svona slagsmál. Hún var vön góðu at-
læti og eftirlæti umhverfisins og hafði aldrei
tekið þátt í hversdagslegum störfum á heim-
ili. Hún hafði ekki tekið ábyrgð á neinu nema
sjálfri sér - ef ég undanskil afrek hennar á
vinnustað, sem mér skildist að væru fyrir ofan
meðallag. Vinnufélagi hennar hafði sagt mér
að á skrifstofu Skógræktarinnar gætu menn
ekki komist af án hennar.
Ég óttaðist ekki um sálarheill eða úthald
Guðgeirs í þessum átökum. Hann var jarn-
karl. En ég undraðist að þolinmæði hans
gagnvart afskiptaleysi hennar eða leti a heimil-
inu skyldi bresta. Ég hafði fastlega reiknað
með því að hann sætti sig við hlutskipti sitt.
Þegar ég ræddi þetta einhvern tíma við Pál
sagði hann eitthvað á þa leið að ekki væri
hún betri sú músin sem læddist og átti þá við
hvort tveggja, að Guðgeir hafði hrifsað Stellu
úr höndum mínum og lika hitt að í vinnunni
á blaðinu lét hann ekki fara sérlega mikið
fyrir sér frá degi til dags; en hann vann stöð-
ugt á. Hann stóð til dæmis nærri því að verða
ritstjóri þá daga sem mest gekk á heima fyrir.
Á meðan stríðið milli þeirra var kalt, var
samlíf þeirra að mestu í settlegum skorðum.
Þau komu til dæntis ævinlega saman heim í
bílnum, gengu þegjandaleg inn í húsið og
Guðgeir hóf sitt eldhússtell. Stella hvíldi sig
í stofu og ekki fyrr en undarlegt, og á stund-
um tilþrifamikið kynlíf þeirra upphófst í
upplýstu svefnherberginu, að í ljós kom að
þótt hún hefði hægt um sig við sjónvarpið
allt kvöldið, þá rann nú í henni blóðið!
En nú var þetta allt komið í vitleysu. Guð-
geir var greinilega hættur að sækja hana í
vinnuna. Stundum kom hann heim á undan
henni og var að dunda sér við matseld eða
jafnvel viðhald á íbúðinni, þegar hún kom
gangandi eða með strætisvagninum og honurn
hafði að því er virtist ekki flogið í hug að
sækja hana; og skipti engu þótt úrhelli væri
eða norðan kaldi. Aðra daga kom hún á und-
an og hann löngu seinna. Þann tíma sem hún
var ein einhverja stund áður en hann kom lét
hún eldhúsið í friði, enda kunni hún fátt til
verka á þeim stað, en þess í stað var hún tek-
in til við prjónaskap. Ég trúði ekki mínum
eigin augum þegar ég sá hana taka fram garn
og fara að fitja upp á prjón.
Rifrildi á milli þeirra voru ákaflega algeng
þennan tíma. Ég sé það í dagbók minni að
þau hafa farið í hár saman svo að segja á
hverju kvöldi. En það sauð aldrei eins ræki-
lega upp úr og fyrsta kvöldið. Daginn eftir
I
3. TBL VIKAN 53