Vikan - 15.01.1987, Qupperneq 55
og fyrst eftir að hún fór frá mér. Tilfinningin
var önnur og alvarlegri. Mér leið illa - og
vanlíðanin fór í skapið á mér. Það er ekki
gott að segja hvernig hefði farið fyrir okkur
Hildu saman, hefði hún ekki verið svo önnunt
kafin í vinnunni og sjaldan heirna. Og þegar
hún loks kom vorum við hreint ekki að troða
hvort öðru um tær! Stundum kom hún og fór
án þess að tala við mig. Stundum kom hún
upp í rúm til mín, við lukum okkur af og
sofnuðum svo. Nei; hún sofnaði, en ég lá
andvaka og hugsaði um það sem kannski
væri að gerast fyrir handan.
Kvöld nokkurt, þegar þau skokkuðu af stað
í svitabúningum sínum og skildu mig einan
eftir, fylltist ég slíkri vanlíðan og örvæntingu
að ég eirði ekki að bíða þeirra. Ég ráfaði fyrst
um íbúðina í öngum mínum, en hugsaði svo
með mér að úr því þeim fyndist skemmtilegt
að hlaupa um göturnar, gæti ég svo sem reynt
það líka. Ég gróf upp gamla strigaskó i
geymslunni, fór í gallabuxur og peysu. Þegar
ég leit í spegilinn í forstofunni áður en ég fór
út, fannst mér ég svo furðulegur álitum í þess-
um búningi að cg vildi ekki kannast við sjálfan
mig. Ég leitaði betur í geymslunni og fann
lambhúshettu trúlega frá unglingsárum mín-
um þegar ég stundaði útburð á blöðum og
þurfti að vera á ferli hvernig sem viðraði. Ég
dró hettuna yfir höfuð mér og leit ekki aftur
í spegilinn.
Ég hljóp al' stað niður götuna og var víst
hálfvegis að svipast um eftir þeim. Auðvitað
ætlaði ég ekki að gefa mig fram við þau, en
hafði í hyggju að hlaupa í humátt á eftir þeim
og komast þannig að því hvaða leið þau
skokkuðu. En það er um margar leiðir að
velja í stórum bæ. Ég gerði mér fijótt grein
fyrir því að ég yrði að hlaupa hverja götu
aftur og fram og ekki endast til þess vikan
ætti ég að finna þau. Og ég varð æ gramari,
gramur viö sjálfan mig, gramur við Stellu að
hafa espað upp í mér lilfinningu sem ég réð
ekki við. Ég hljóp fram á par sem kom gang-
andi frá biðstöö strætisvagna. Og gat ekki á
mér setiö að ýta duglega aftan á konuna. Svo
hljóp ég niína leið gegnum húsagarð, yfir
barnaleikvöll og komst þannig kringum hverf-
ið og heim.
Þau voru ekki komin þegar ég settist við
gluggann. En mér leiö betur eftir hlaupin,
þótt vissulega væri ég móður og fyndi fyrir
verkjum í fótleggjum. Ég beið þeirra og var
á einhvern hátt hughægara en áður. Þegar
þau svo birtusl greip ég þegar dagbók mina
og bókfærði athafnir þeirra: steypibað, svefn-
herbergið, löng bið, matseld.
Næsta kvöld brá ég á sama ráð og daginn
áður. Eg batt strigaskóna á l'ætur ntér, dró
kimbhúshettuna ylir höfuðið og hljóp af stað.
Að þessu sinni var ég lljótari út en áður
og sá því til þeirra viö endann á götunni. Ég
hélt Ijarlægðinni á milli okkar og hljóp í söntu
áll og þau, en gætti þess jafnlVamt að vera
viöbúinn að hlaupa inn í næstu hliöargötu ef
þau tækju upp á því að snúa viö.
Þannig gekk þetta kvöld eftir kvöld. Og
þar kom að ég var kominn í svo góða æf-
ingu, að ég gat leikið ntér að því að hlaupa
kringum hverfið og koma framan að þeim.
Auðvitað í hæfilegri íjarlægð. Og þegar ég tók
þannig hliðarspor út frá braut þeirra og æddi
á fullri ferð eftir götum sem voru á hlið við
götuna sem þau skokkuðu eftir, sætti ég iðu-
lega færis að berja eða hrinda harkalega fólki
sem ég hljóp framhjá. Af einhverjum ástæðum
leið mér betur eftir þannig árásir, einkurn ef
vegfarandinn sem fyrir árásinni varð var kona.
Hlaupin gerðu mér ákaflega gott. Mér
fannst ég jafnvel hafa komist í nánari snert-
ingu við viðfangsefni mitt en áður hafði verið.
En þar kom að ég varð að breyta um aðferð.
Kvöld nokkurt síðla kom Hilda heim og
hafði með sér eintak af Kvöldblaðinu. Ég var
þá fyrir nokkru kominn inn eftir hressilegan
sprett og hélt mig við sjónaukann. Hún fleygði
blaðinu á borðið í stofunni og fór að sofa.
Um nóttina, þegar ég beið þess að þau Guð-
geir kæmu fram úr svefnherberginu að fá sér
síðbúinn kvöldverð, varð mér litið á blaðið.
Þar var áberandi frétt um að fjölmargar kær-
ur hefðu borist til lögreglunnar unt að dular-
fullur maður væri á hlaupum um hverfið sem
ég bjó í og hrinti konum. Þar sagði einnig
að lögreglan teldi sig hafa fengið örugga vís-
bendingu um þennan mann. þannig að ekki
myndi á löngu líða að hann yrði handsamað-
ur.
Ég settist niður og hugsaði mitt ráð.
Kvöldið eftir þegar hjónin fóru út að hlaupa
liélt ég kyrru fyrir heima. En ég sat ekki auð-
unt höndum.
Ég hringdi í lögregluna, breytti rödd ntinni,
og sagði varðstjóranum sem svaraði, að mér
hefði verið hrint harkalega af umhlaupandi
manni. Og sagði að atburðurinn hefði átt sér
stað í hverfi fjarri þar sem ég bjó. Svo lagði
ég á án þess að segja til nafns.
Næsta kvöld endurtók ég þetta bragð,
breylti rödd minni enn og sagði sömu sög-
una, nefndi sama hverfi í hinum enda bæjarins
og lagði svo á. Og aftur kvöldið þar á eftir.
Og enn þarnæsta kvöld. Ég hringdi með nýrri
rödd á hverju kvöldi í lieila viku. Þegar sá
timi var liðinn taldi ég mig hafa beint athygli
lögreglunnar að þessu hverfi í hinum enda
bæjarins og ákvað að láta til skarar skríða.
Ég batt á mig strigaskóna, dró lambhús-
hettuna yfir höfuð mér og hanska á hendur.
Svo beið ég þess að Guðgeir og Stella færu
út að skokka eins og þau höfðu gert á hverju
kvöldi um hrið. Fréttirnar í blöðunum um
hlauparann sem hrinti konunt virtust ekki
liafa fælt þau frá því að vera á ferli eftir að
rökkva tók, enda hefur Guðgeir efiaust talið
sig geta haft í fullu tré við umhlaupandi stráka;
og þar að auki hafði ég ekki slasað neina svo
ég vissi.
Þegar þau komu út á tröppurnar sin ntegin
við götuna rauk ég af stað. Úm leið og ég fór
of'an stigann heima hjá mér greip ég sporjárn
i hönd mér, en ég hafði lagt það á stigapallinn
lyrr tim daginn.
9. hluti - sögulok
Ég beið innan við útidyrnar eftir því að þau
hlypu ofan götuna og kæmust niður undir
horn, trúlega um hundrað metra vegalengd.
Síðan tók ég á rás. Ég hljóp eftir gangstétt-
inni söntu megin götunnar og þau, hljóp nærri
húsagörðunum þannig að ég hefði skjól af
trjákrónunum sem víða slúttu fram yfir gang-
stéttina. Ég tók löng skref, spyrnti mér langt
frant og sveiflaði handleggjunum í boga, langt
aftur. langt fram og taldi í huganum einn,
tveir. einn, tveir og náði mér á mikla ferð,
hljóp eins hratt og ég gat og bar því fijótt að
þeint og þegar ég kom að henni slengdi ég
frarn handleggnum og sporjárnið rann inn
milli rifja hennar og ég fann það snerta hjart-
að, elsku hjartað sem ég hafði svo oft fundið
slá bak við vinstra brjóst hennar, stöðva það
með þessari léttu já raunar ástúðlegu snert-
ingu og svo snerist hún í hring og var byrjuð
að falla til jarðar svo ég sleppti vopninu og
var aftur kominn á fljúgandi ferð og stefndi
langt i burtu. Þegar ég heyrði Guðgeir reka
upp dýrslegt sársaukavein gat ég ekki annað
en brosað þar sem ég fieygðist áfram á sprett-
inum, laus við suðu fyrir eyrunum, laus við
verk yfir augununt. Frjáls maður.
Það er ekki hægt annað en fyllast lotningu
fyrir náttúrunni þegar hún sýnir mátt sinn.
Þegar Geysir þeytti upp úr sér tonnum af sjóð-
andi vatninu þannig að súlan stóð um stund
þráðbein upp í loftið fannst mér hugur minn
þeytast með hvítfyssandi reiði hversins. Ég
stóð sem negldur niður. Og kom ekki til
sjálfs mín fyrr en fólkið var farið að streyma
af hverasvæðinu þangað sem langferðabílarn-
ir biðu. Guðgeir sneri sér að mér, horfði á
mig um hríð, en leit svo spyrjandi á manninn
sern hafði komið i þyrlunni. Allt í einu var
sá kominn að hlið mér og smellti á mig hand-
járnum.
Það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi,
sagði hann og stjakaði ntér af stað.
- Nei, sagði ég stililega. - Hvernig ætti
þetta að vera öðruvísi?
Þegar þyrlan hóf sig á loft með mig og lög-
reglumanninn hlekkjaða saman aftan við
flugmanninn Iyfti ég lausu hendinni í kveðju-
skyni, veifaði til þeirra Páls og Guðgeirs þar
sem þeir stóðu hlið við hlið með höfuðin reigð
aftur á bak. Svo tók þyrlan sveig yfir Hauka-
dalinn og niðri á veginum sá ég aldraðan,
japanskan bíl aka hratt til suðurs. Mér fannst
ég næstum heyra í honum skröltið. Og ég
hugsaði með mér að þegar þar að kæmi myndi
ég berja upp á hjá stúlkunni sem hafði augu
eins og opaltöflur og bjóðast til að vera góð-
ur við hana.
Hilda? spurði ég lögreglumanninn.
Já, sagði hann. Hún kom til okkar
með dagbókina þína. Það var óhugnanleg
lesning.
Þyrlan sveigði austurundir ólgandi jökul-
fljót sem var í ani að streyma til sjávar. Svo
hækkaði hún flugið og mér fannst ég svífa á
skýi; áfangastaður óþekktur - en leiðangurinn
sem ég hafði svo lengi beðið eftir var hafinn.
3. TBL VIKAN 55