Vikan - 15.01.1987, Page 58
Síðari hluti
r r-
Ifyrri greininni A Rómartorgi, um Forum, varþessgetið að elstu minjar um
búsetu manna í Róm hafifundist undir keisarahöllunum á Palatínhœð. Á lýð-
veldistímanum var fma hverfið í Róm á Palatínhœð enþegar Oktavíanus tók
völdin eftir að hafa rutt öðrum félögum Júlíusar Sesars úr vegi og tekið sér
nafnið Agústus settist hann að á Palatínhœð og gjörbreytti skipulagi hennar
og sameinaði margar þeirra bygginga sem þar voru fyrir.
Farnesigarðarnir sem nú hylja höll Tíberíusar á Palatínhæð.
Palatínhæð
Deilt er um uppruna nafnsins Palatium,
fornir höfundar telja það dregið af orðinu
palus sem þýðir mýri eða votlendi en aðrir
segja það dregið af nafni landbúnaðarguðsins
gamla, Palesar. Um hitt er ekki deilt að af
nafninu Palatin er dregið orðið palace (höll)
vegna langrar búsetu keisaranna á hæðinni.
Vegna hinnar löngu búsetu á hæðinni og
byggirgargleði margra keisaranna er nærfellt
ógerningur að reyna að lýsa því sem fyrir
augu ber öðruvísi en í mjög grófum dráttum.
Einnig er það svo að húsin eru hvert öðru
lík. Búið er að rífa burt marmara og eyði-
leggja freskur og málverk þannig að herbergin
eru hvert öðru lík og hallirnar líkjast einna
helst óyndislegu völundarhúsi úr múrsteini.
Orðheppin kona frá Siglufirði líkti Palatín-
hæð við leifarnar af ónýtri síldarverksmiðju
og víst er um það að seint vinna þær nein
fegurðarverðlaun. Þó má finna inn á milli
vinjar sent enn gefa okkur innsýn í horfin
glæsileik keisarahallanna og sögulegt mikil-
vægi rústanna er ótvírætt.
Þegar gengið er á Palatínhæð er best að
fara eftir steinlögðum vegi sem nefndur er
Clivus Palatinus. Hann liggur upp að þeirn
Texti og myndir: Guðmundur J. Guðmundsson
68 VI KAN 3. TBL