Vikan


Vikan - 26.02.1987, Síða 6

Vikan - 26.02.1987, Síða 6
U mm... Æðislegir ef'tirrcttir! Klúbbur matreiðslumeistara stóð á dögunum fyrir námskeiði sem gefur sælkerum góð fyrirheit um feita framtíð... Þetta var nám- skeið í gerð alls kyns eftirrétta: ís og sorbet í ólíklegasta formi, tert- ur, kransakaka, fyUtar pönnukök- ur, ávextir, ávaxtasósur, marsipan- og sykurskreytingar og fleira. Út- færsla og skreytingar voru ægi- fagrar. Nemendumir voru matreiðslumeistarar og kennarinn danskur „konditor", Gert Soren- sen, sem hefur sérhæft sig í eftir- og milliréttum. Hilmar B. Jónsson, forseti klúbbsins, sagði þetta fyrsta skiptið sem svona námskeið væri haldið hérlendis og tími til kominn. Það hefði mikið vantað upp á að eftir- réttum væri gert nógu hátt undir höfði hér og ríkt hefði andleysi á þvi sviði. En nú verður reynt að gera bragarbót í þessu máli og þvi fylgt eftir með fleiri námskeiðum. Matreiðslumeistaramir áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa snilld kennara sins og fannst ómetanlegt að hafa átt þess kost að njóta til- sagnar hans. Gert Sorensen er þekktastur í sinni grein á Norðurlöndum og hefur fengið fjölmargar viðurkenn- ingar. Hann var kennari í hótel- og veitingaskólanum í Kaup- mannahöfn í tuttugu ár en rekur nú eigin skóla þar sem áhersla er lögð á eftirrétti og skreytingar. Hann á einnig hið rómaða kondi- torí í Tívolí í Kaupmannahöfn og þar stjómar konan hans, Elin. Það var einmitt Gert sem hafði yfirum- sjón með hinni 64 hæða og 11 metra háu brúðartertu Simonar og Janni Spies hér um árið. Gert sagðist mjög ánægður með árangurinn af námskeiðinu. Nem- endumir, sem hann þekkti marga frá fyrri tíð, væm allir mjög færir matreiðslumenn sem áreiðanlega notfærðu sér það sem þeir hefðu nú lært. Hann kvaðst sannfærður um að þetta námskeið yrði til þess Glæsileg sykurskreyting. Brjóstsykunnn þart móta hratt viö ákveðið hitastig. Snillingurinn Gert Scrensen og kona hans, Elin. Ráðist til atlögu aö smakka á góðgætinu. 6 VIKAN 9. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.