Vikan


Vikan - 26.02.1987, Page 35

Vikan - 26.02.1987, Page 35
„Fjöiskyldan er öll með hestadellu og í raun er hestamennskan stórkostleg og það verður örugglega framhald á þessari skemmtan," segir Einar Bollason. A myndinni eru, Irá vinstri: Hjördís, 14 ára, Einar Bollason, Svandís Dóra, 2 ára, Bryndis, 12 ára, og eiginkona Einars, Sigrun Ingólfsdóttir. Hún er þekkt íþróttakona, var meðal annars í landsliði islands sem varð Norðurlandameistari i handknattleik kvenna og lék i mörg ár með Val. Þessir tveir kappar hafa átt margar ánægju- legarstundir i gegnum tíðina í tengslum við körfuknattleikinn. Einarfagnarhér íslandsmeistara- titli ásamtfélaga sínum i KR-lið- inu, Jóni Sig- urðssyni. all. Ég lék með í þrjú ár og náði þá toppnum á mínum ferli sem körfuknattleiksmaður. Kveðjuleikurinn verður mér lengi minnisstæð- tir en þá lékum við gegn Val fyrir fullri Laugardalshöll af áhorfendum. í janúar árið áður, 1978, lék ég mína síðustu landsleiki og svo skemmtilega vildi til að Helgi Jóhanns- son, fyrsti körfuboltaþjálfarinn minn, var þá með landsliðið. Þá var ég 35 ára. Ég held að ég sé eini Islendingurinn fyrir utan Ríkharð Jónsson sem hefur leikið þetta gamall í lands- liði fyrir íslands hönd. Nú, árið 1980 tók ég aftur við landsliðinu og var með það í þrjú ár en haustið I982 gerðist ég þjálfari hjá Haukum og var með liðið í fjögur ár. Ég hafði verið kennari í Hafnarfirði frá 1969 og það var óskaplega gaman að taka þátt í upp- byggingu Haukaliðsins og körfuknattleiksins í Firðinum." Það komu nokkrir gamlir kunningjar og buóu mig velkominn heim Við erum búnir að fara gróflega yfir fer- il þinn i körfunni. i dag þjálfar þú hið unga og efnilega lið ÍR. Fannst ekki mörgum ein- kennilegt að þú, sem fyrst og fremst hafðir verið orðaður við KR, tækir við liði erkióvim arins? „Margir gamlir vinir mínir i ÍR og KR áttu erfitt með að kyngja því að ég gerðist þjálfari hjá ÍR. En mér fannst það skemmtilegt þegar gamlir ÍR-ingar komu til mín og buðu mig velkominn heim. Það varð engin sprenging í herbúðum KR vegna þessarar ákvörðunar minnar. Menn voru meira að tala unt þetta í gríni.“ Má að einhverju leyti líkja því starfi, sem 9. TBL VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.