Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 37

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 37
lélegan. Sveinn er einn af frumherjum hérlend- is í sambandi við hálendisferðir á hestum fyrir erlenda ferðamenn. Ég komst fljótlega í kynni við hálendisferðirnar í gegnum Svein og alltaf stækkaði hrossahópurinn." Þú fórst fljótlega út í að reka hestaleigu. Hvernig stóð á því? „Dag einn árið 1981 kom stórvinur minn. Helgi Agústsson sendifulltrúi, að máli við nrig og tjáði mér að hann ætti vop á nokkrum bandarískum vinum sínum til íslands. Hann spurði mig hvort ég gæti gert sér þann greiða að skipuleggja þriggja daga hestaferð með þessa vini sína um uppsveitir Árnessýslu. Ég hafði samband við vin minn, Guðmund Birki Þorkelsson. bónda í Miðdal í Laugardal, og honum leist strax mjög vel á þetta. Við söfn- uðum saman nokkrum hestum og fórum þessa ferð. Hjá okkur kviknaði síðan áhugi á að fara fleiri slíkar ferðir og við vorum sammála um að þetta vantaði." Þrjii þiisund manns ferðuðust með íshestum í fyrra „Árið eftir ákváðum við að stofna hestaleig- una íshesta. Við einsettum okkur í upphafi að byggja þetta upp smátt og smátt og fyrst eftir stofnun leigunnar lögðum við mikla áherslu á landkynningu erlendis. Fyrstu tvö sumrin voru nokkuð rýr hjá okkur en í fyrra kom mikill kippur íjjetta. Þá ferðuðust þrjú þúsund manns með Ishestum í alls kyns ferð- um, allt frá einni klukkustund og upp í hálfan mánuð. Við fórum átta ferðir yfir Kjöl í fyrra og það var uppselt í flestar þeirra. Það voru um tuttugu og fimm rnanns í hverri ferð. Sam- tals vorum við með tvö hundruð og tuttugu hesta í notkun í fyrra. Sjálfir eigum við Birk- ir sextíu til sjötíu hesta en afganginn leigðum við af bændum. Bændurnir fá að sjálfsögðu greitt fyrir leiguna, hestarnir eru á fóðrurn hjá okkur og svo skilum við þeim í topp- þjálfun fyrir göngurnar á haustin. Við höfum átt frábært samstarf við bændur og fengið úrvals reiðhesta hjá þeim." - Einhver ný ferð í uppsiglingu í sumar? „Já. í sumar ætlum við að byrja með mjög skemmtilega ferð. Þannig er að við erum allt- af að leita að nýjunr leiðum og höfum verið í sambandi við Jón Þórðarson, bónda að Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Við ætlum að byrja með ferðir inn á Fjallabak. Farið verður upp úr Fljótshlíðinni og inn á Fjallabak, þaðan austur að Klaustri og síðan inn að Lakagíg- um. Þetta á að geta orðið hreint frábær ferð og eflaust munu margir hafa hug á að skoða þá náttúrufegurð sem þarna er." Hlutur íslendinga alltaf aó aukast Hefur hlutur íslendinga verið mikill í ferðunr hjá ykkur? „Það hefur valdið okkur nokkrum von- brigðuni að hlutur íslendinga í lengri ferðun- um hefur aðe.ns verið um tuttugu prósent. En þetta er allt if að aukast. Hins vegar eru íslendingar i miklum meirihluta í styttri ferð- unum. Það er einnig að færast í aukana að hópar innan fyrirtækja tak'i sig til og fari á hestbak hjá okkur. Það er alveg tilvalið fyrir fyrirtækjahópa að fara í stutta ferð til Laugar- vatns. Miðdalur, höfuðstöðvar íshesta, er mjög skammt frá Laugarvatni og að hestaferð lokinni er tilvalið að bregða sér í gufubað á Laugarvatni og borða síðan góða máltíð á Edduhótelinu." Hvert á almenningur að snúa sér sé áhugi fyrir hestaferðalagi á annað borð fyrir hendi? „Flestar ferðaskrifstofurnar veita upplýs- ingar og annast sölu á þessum ferðum okkar og það er því bara að snúa sér til þeirra." - Nú er undirritaður ekki landsfrægur hestamaður og svo er víst um marga fleiri sem áhuga hafa á að bregða sér í ferð með ykk- ur. Og ég verð að viðurkenna að ég og eflaust margir fleiri hafa án efa nokkrar áhyggjur af afturendanum þegar langferðir á hestbaki eru annars vegar. Ér ástæða til að óttast eitthvað í þessum e num? „Ég myndi alls ekki ráðíeggja óvönu fólki að fara í langa ferð en með stuttri þjálfun og ef líkamlegt ástand er í lagi á þetta ekki að vera vandamál. Að vísu vill fyrsti morgunninn verða nokkuð erfiður en fljótlega harðnar skinn og Iéttist lund. Og svo er það nær und- antekningarlaust þannig í lok ferðar að allir vilja meira. Þetta er erfiðast í byrjun en svo hverfa vandamálin. Það má ekki gleyma gæð- um íslenska hestsins og hálendisferðir okkar frá upphafi hafa verið ein óslitin sigurganga íslenska hestsins." Ein dóttirin, sem er tveggja ára, fer með á hestbak Við víkjum rétt sem snöggvast að fjölskyldu Einars og þeirri hestamennsku sem hún stund- ar. - Er fjölskyldan virkilega öll á kafi í hestamennskunni? „Já, það er rétt. Við erum með hestana okkar í Glaðheimum í Kópavogi. Það sem er einna stórkostlegast við þessa íþrótt er að öll fjölskyldan getur verið saman. Hesta- mennskan, ásamt kannski sundinu og skíða- íþróttinni, skarar fram úr á þessu sviði. Yngsta dóttir mín, sem ekki er nema tveggja ára, er byrjuð að ríða út og ég held að hún geti orðið mjög góð í þessu með árunum." - Hvað eigið þið marga hesta? „Nú svara ég ejns og bændurnir gerðu og gera jafnan enn: Ég veit það ekki." Hefur þú oft dottið af hestbaki? „Já, það hefur oft komið fyrir. En ég hef ævinlega sloppið vel og án meiðsla, utan eitt skipti þegar þurfti að sauma fjórtán spor í höfuðið á mér." Hvort á meiri ítök í þér, hestamennskan eða körfuknattleikurinn? „Þetta er svolítið erfið spurning. Það er margt líkt með þessum íþróttum. Þegar mað- ur tekur þátt í hestamótum, en ég hef gert nokkuð að því, þá þarf keppnisandinn og aginn að vera fyrir hendi. Aginn í körfunni hefur hjálpað mér mikið við að ala upp hesta. Aginn og þolinmæðin eru númer eitt." Bæjarfélögin verða að taka sig verulega á Öll viðtöl taka enda og þetta er engin und- antekning þar á. í Iokin bað ég Einar að segja mér hverja hann teldi framtíð hestamennsk- unnar hér á landi. „Hestamennska í þéttbýli er hlutur sem forystumenn bæjarfélaga verða að gera sér grein fyrir að er víða fastur punktur í lífi bæjarbúa. Það vantar töluvert á að vel sé stað- ið að þessum málum. Víða er skortur á reiðstígum. Einu ágætis bæjarfélagi á höfuð- borgarsvæðinu finnst það vel gert að styrkja hestamannafélag rneð nokkur þúsund króna framlagi til lagningar reiðstíga sem kosta hundruð þúsunda. Þessu má líkja við að íbú- ar einhverrar götu eigi sjálfir að leggja gangstíga út í næstu búð. Það þarf að gera stórátak í þessum málum með bæjarfélögin í broddi fylkingar. Að öðru leyti finnst mér bjart yfir framtíð hestamennskunnar hér á landi. Hróður íslenska hestsins fer stöðugt vaxandi og hann gegnir mjög mikilvægu hlut- verki í ört vaxandi ferðamannaþjónustu hér á landi." 9. TBL VI KAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.