Vikan


Vikan - 06.08.1987, Side 5

Vikan - 06.08.1987, Side 5
I NÆSTU VIKU 29 í Vikunni snýst tilvera Eyjólfs Sveinssonar blaðamanns um hraðahindranir. Öðrum hefurverið ruttúrvegi. 30 Hljómsveitin vinsæla, Simple Minds, í poppþættinum. Plakat meðSimple Mindsfylgir. 32 Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra er í Vikuviðtalinu. Stjórnmálin eiga hug hansallan og hannfervíttog breitt út um pólitískan völl á nokkr- umsjðum. 46 Þá hef ur nýr James Bond sést í fullri lengd á hvíta tjaldinu: nýr leik- ari, ný ímynd og nú er hægt að þrátta um hvort sú ímynd sé rétt eða röng, sönneða f olsk. 48 Góð og falleg peysa á hressar stelpur í leikskólann, uppskriftina er að finna í handavinnuþættinum. 52 Hann kom og gisti hjá barnlausu hjónunum. Eftir níu mánuði kom í Ijós að hann hafði þakkað vel fyrir gistinguna. Sagan er Næturgestur- inneftir Knut Hauge. 57 Trúboðar nútímans eru öðruvísi þenkjandi en þeir sem ruddu braut- ina. Við segjum frá hegðun nokkurra og viðhorfum í Lífi og .............................Jyst, HELGI MÁR BARÐASON og SKÚLÍNA KJART- ANSDÓTTIR eru tveir einstaklingar sem verða teknir tali í næstu Viku. Helgi Már er að bardúsa hér á skerinu við sitt lítið af hverju, ritstörf, dag- skrárgerð í útvarp, svo eitthvað sé nefnt. Skúlína er við nám í London í iðnhönnun og málmsmíði. Hún fékk nýlega styrk frá þarlendum, er á leið til Japan í námsferð og ætlar að dvelja í Paraguay í eitt ár. Þetta fólk hefur frá mörgu að segja í næstu Viku. SÉRSÖFNUÐIR eru allnokkrir á íslandi en tæplega sjö prósent þjóðarinnar eru utan þjóðkirkju. Vikan ræðir í næsta blaði við nokkra aðila sem leitað hafa í trúarbrögð utan þjóðkirkjunnar, votta Je- hóva, mormóna, búddista, krossmenn og ásatrúar- fólk - mjög forvitnilegt efni um eina sterkustu eðlisþörf mannsins, trúna. HAUSTTÍSKAN. Síðsumarsstemningu fylgja hug- leiðingar um hausttískuna. Við bregðum upp glæsilegri hausttísku í fögrum litum í næstu Viku. AGAVANDAMÁL. Foreldrar standa oft frammi fyrir því að svara samviskuspurningum sem leita á þá varðandi barnauppeldi: Brást ég rétt við.. . ? Efinn getur nagað í tíma og ótíma. í næstu Viku birtum við grein um hvernig ráðlegt er að bregð- ast við og beita aga í barnauppeldi. 32 TBL VIKAN 5 L

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.