Vikan


Vikan - 06.08.1987, Page 7

Vikan - 06.08.1987, Page 7
Borgin er mjög hreinleg - hvergi rusl að sjá á götum úti. næstu götur við. Tvennt var það sem blasti við þegar komið var á verslunargöturnar í miðbæn- unt. Það fyrsta sem ferðalangur- inn tók eftir var snyrtimennskan og hreinleikinn sem einkenndu götur og stræti. Rusl sást varla á gangstéttunum. írski rithöf- undurinn James Joyce bjó i Ziirich hluta ævi sinnar og kynntist borginni vel. Hann lýsti umhverfinu á áhrifamikinn hátt með þessum orðum: „Zurich er svo hrein að ef þú hellir súpunni þinni niður á Bahnhofstrasse geturðu borðað hana án skeið- ar.“ Zúrichborg er byggð í kring- um stórt vatn, nefnt Zúrichsee. Vatnið er umlukið þéttbyggð- um, skógi vöxnum hæðum. Húsin, sem standa i hliðunum upp af vatninu, eru sérlega fal- leg. Þau eru flest gömul en öllum vel við haldið. Yfir þeim hvílir sérstakur rómantískur og ævin- týralegur blær. Vatnið er mjög vinsælt til tómstundaiðkana. Húsin við ströndina hafa eigin bátaskýli og bátar eru mjög margir á vatn- inu. Þrátt fyrir að veður væri ekki hið ákjósanlegasta var mik- ið um fólk á skemmtisiglingu, seglbrettum og að veiða. Einnig ganga áætlunarbátar um vatnið. Þeir gegna svipuðu hlutverki og strætisvagnar en um leið má nota þá til skemmtisiglinga. Þegar hópurinn kom niður að vatninu voru menn ekki sam- mála um hvert skyldi halda. Sumir vildu í siglingu en aðrir í elsta borgarhlutann. Var því ákveðið að skipta hópnum. En þá kom upp vandamál - með í ferðinni var aðeins einn farar- stjóri. Þessi annars hæfileikaríki maður var ekki þeim eiginleik- um búinn að geta skipt sér í tvennt likt og hópurinn. Hann valdi því þann kostinn að koma öðrum hluta hópsins fyrir í bátnum en fara sjálfur með hin- um helmingnum í gamla bæinn. Hann fór þó fyrst um borð til að fullvissa sig um að allt yrði í lagi en tilkynnti kapteininum að sjálfsögðu fyrst að hann hygðist ekki sigla með. Það get- ur verið tafsamt að tala við marga í einu og því fór sem fór. Báturinn lagði frá bryggju með fararstjórann innanborðs. Ekki var við það komandi að snúa við því tveggja mínútna töf var tveim mínútum of löng. Ná- kvæmnin er mikil hjá Svisslend- ingum. Bátsferðin var skemmtileg en að henni lokinni urðum við að koma okkur á flugvöllinn af eig- in rammleik. Fararstjórinn stökk nefnilega af bátnum á fyrsta viðkomustað. Þýsku- kunnátta ferðalanganna var i lágmarki en einn þeirra taldi sig þó geta hringt á leigubíl. Hann snaraði sér því inn í næsta sima- klefa og hringdi. Eitthvað gekk brösulega að ná sambandi en loksins tókst það. Maðurinn kom glaður í bragði út úr síma- klefanum og sagði: „Þeir koma Texti og myndir: Jóna Björk Guðnadóttir eftir tíu mínútur.“ Kveinstafir heyrðust um hversu svifaseinir svissneskir leigubilstjórar væru en flestir bíðu í rólegheitum og virtu fyrir sér mannlífið. Eftir því sem mínúturnar liðu fóru menn að verða æ strekktari á taugum - það var orðið ansi tæpt að við næðum flugvélinni. Við vorum svo nýkomin að við treystum ekki stundvísi Sviss- lendinganna. En það var auðvit- að alger óþarfi. Nákvæmlega tíu mínútum eftir að tólið var lagt á komu æðandi með miklum hamagangi tveir rauðir bílar - að vísu ekki leigubílar heldur brunabílar. Með hlaupum, stressi og taugaæsingi náðum við á fiug- völlinn í tæka tíð. Fararstjórinn komst heill á húfi úr bátsferð- inni og fólkið sem fór í gamla bæinn rataði þaðan út eftir ýmis ævintýri. Það var þvi sveittur hópur sem settist upp í fiugvél- ina á leið til íslands. 32 TBL VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.