Vikan


Vikan - 06.08.1987, Síða 11

Vikan - 06.08.1987, Síða 11
í aldanna rás hafa hugmyndir manna um tímann verið með ýmsum hætti. Fornar goðsögur, orðtök og bók- menntir vitna um ólíkar víddir þessa hugtaks. Fuglslíki tímans og ílug er dæmi um forna hugmyndafræði sem hefur líkt og gróið inn í vitund fólks af aldagam- alli notkun tungumálsins. Hver kannast ekki við orðaleppa eins og: „Tíminn er fugl er flýgur um aftan- inn“, „Hratt flýgur stund“ eða „Hvað! dagurinn floginn frá mér!“? I egypskum goðsögum er tíminn rak- inn til sólarguðsins Ósírisar. Örlög þessa frjósemis- og ástarguðs voru vo- veifleg. Eins og í flestum trúarbrögðum heims voru tvö andstæð öfl í tilveru Egypta sem þeir nefndu Ósíris og Set. Set bjó í eyðimörkinni og var tákngerv- ingur eyðileggingarinnar. Sagan hermir að Set hinn illi hafi ráðið bróður sínum bana og kastað líkinu í ána Níl. Ósíris átti konu er ísis hét. Þegar hún frétti af ódæði Sets tók hún sig upp og lagði land undir fót til að leita Ósírisar. Hún fann sinn heittelskaða og fól hann í fenjum Egyptalands. Set sætti sig ekki við þessi málalok. f húmi næturinnar gróf hann bróður sinn upp, bútaði hann sundur og steypti í Níl. ísis kom að launhelgum sólarguðsins auðum og rekin áfram af óslökkvandi þrá hóf hún leit. í þetta sinn fann hún allar líkams- leifarnar nema reðurinn, sjálft frjó- semistáknið, því kvikindi í Níl höfðu gert sér veislu úr honum og étið. Þessi veisluföng höfðu afdrifaríkar afleiðing- ar því þar kviknaði Hórusi, hinum fuglshöfðaða tíma, líf. Afkvæmi hins dauða guðs og Nílarskrímslanna á sér því tvíbentan uppruna. Ríki hans eru himinhvolfin „og augu hans eru sól og máni“. Ósíris varð konungur hel- heima, drottnari hinna dauðu, en Hórus tók sess föður síns og var tignað- ur sem sólarguð. Flest okkar tengja tímann sólargang- inum órjúfanlegum böndum. Ferill sólarvagnsins um festinguna markar tímanum stað í hugmyndafræði okkar og liðar hann í sundur þannig að mannleg smæð ræður við hugtakið. Sólarhringurinn er sú tímaeining sem hefur hvað mest áhrif á lífsmynstur einstaklinganna. Athafnir þeirra eru stilltar inn á sólarganginn og afköstin metin með hliðsjón af tímanum sem það tekur að vinna verkið. Þegar sólin gengur undir í vestri lýkur amstri dags- ins og skuggar næturinnar kvikna á þili undirheimanna. Að morgni, er sól- in kemur upp, rís hún úr hafinu, roðagyllt og eggjandi. Eftir því sem hún seilist hærra á himininn lifnar tilveran. En það er ekki aðeins tíminn eða skort- ur á honum sem hefur áhrif á mann- fólkið. Hvert samfélag skapar í ákveðnum skilningi sinn eigin tíma. Gömlu eyktamörkin eru til vitnis um hvernig tímaskynjun er tengd atvinnu- háttum. Uppruna orðsins eykt má rekja til akuryrkjunnar; uxans er dreg- ur eykið. Til forna merkti eykt rúmlæga einingu, þá landspildu er einn uxi gat plægt hring um frá sólarupprás til sól- arlags. í málkennd síðari tima manna fór eyktin að merkja ákveðnar vinnu- stundir. Eyktin varð sá tími sem hæfilegt þótti að láta uxann draga okið án hvíldar. Hún svaraði til fjórðungs úr degi eða þriggja klukkustunda. Þrátt fyrir að okinu væri létt af uxanum yfir blánóttina náðu eyktamörkin yfir allan sólarhringinn. Þau voru átta og skipt- ust sem hér segir: Eyktamörk þessi, er skiptu sólar- hringnum í átta tímabil, miðuðust við stöðu sólar. Hádegi er, eins og allir vita, sú stund dagsins þegar sól skín hæst á lofti en lágnættið er það skeið næturinnar þegar sólin er lægst á lofti. Jafnframt því að setja vinnudegi og næturhvíld ákveðnar skorður urðu eyktamörkin málsverðartímar. Kannski er þar að finna skýringar á siðvenju landans að vera sífellt að troða út á sér vömbina. Þótt nú séu breyttir tímar og stimpilklukkan tekin við hlut- verki eyktamarka er skammt um liðið síðan við vorum á hjarð- og túnyrkju- stiginu. Aðlögun einstaklinganna að hinum nýju aðstæðum hefur á sér firrt- an blæ, eins og ávallt þegar menning- arsamfélögum er kippt með einu handsali inn í nýja tímann; tuttugustu öldina. Tengsl þeirra við náttúruna eru brostin og sólarhæðin skiptir engu máli svo lengi sem sólin skín. Upprun- ans er leitað í gegnum meltingarveginn og máltíðirnar jafnmargar og eykta- mörk dagsins. Örlög gömlu mánaðaheitanna urðu þau sömu og eyktamarkanna. Breyttir atvinnuhættir boluðu þeim burt úr málinu eða öllu heldur gerðu tilvisun þeirra marklausa. Gormánuður er ekki lífvænlegur í vitund fólks sem veit varla hvað er sláturtíð, hvað þá gor. Rétt eins og sólarhringurinn glataði göml- um viðmiðum sínum virðist árstíða- hringurinn vera að renna saman í eina tíð. Borgarinn, hin iðnvædda mann- eskja, á afkomu sina miklu minna undir veðrum og vindum en áður var, þó svo að enn séu ákveðin verk árstíða- bundin. En hverju erum við bættari með tímahugtakið þótt við sköpum það sjálf. Er það ef til vill aðeins blekking? Er tíminn ævinlega floginn frá okkur þegar grípa skal á honum? Til að varpa ljósi á sem flestar víddir tímans fór ég á stúfana og hafði tal af þremur heiðursmanneskjum. Mér lék hugur á að vita hvernig þetta fólk skynjar tímann og hvaða hugmyndir það gerir sér um þetta hugtak. í svart- asta skammdeginu má víða heyra umræður um að þessi og hinn sé ýmist morgun- eða kvöldmanneskja. Einum falla mánudagar illa en föstudagar fara fyrir brjóstið á öðrum. Sumu fólki læt- ur best að vinna í hrotum, er skorpu- fólk sem nýtur þess að slæpast á milli. Einnig eru til einstaklingar sem falla utan vébanda tímaskipulagsins. Þeir eru á skjön við hefðbundna viðmiðun tímatalsins og skapa sér sinn eigin tíma og víkja þar af leiðandi frá ríkjandi gildis- eða verðmætamati. Eins og allir vita er tíminn peningar, rétt eins og vinna. Sá er raskar vinnu- og tíma- skipulagi samfélagsins dæmir sig út á jaðar þess. Svo kirfilega er búið að samhæfa hin ýmsu svið þjóðfélagsins eftir ákveðnu tímatali að frávik jafn- gildir því að vera afbrigðilegur. Texti: Sigríður Steinbjörnsdóttir Ljósmyndir og teikningar: helgi skj. friðjónsson 32. TBL VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.