Vikan


Vikan - 06.08.1987, Side 24

Vikan - 06.08.1987, Side 24
Ferðu í sturtu með Láfi? Hvatberar á keppnisferðalagi Eitt umtalaðasta iiðið í íslenskri knattspyrnu á þessu keppnistímabili er vafalítið drengimir í Hvatberum. Á vinnustöðum, í strætó og jafnvel undir sturtunni í Vesturbæjarlauginni heyrir maður á tal manna og kvenna sem eru forvitin um þessa nýgræðinga í sparkinu og velta vöngum yfir möguleikum þeirra í hinum harða heimi Qórðu deildar. Svo drepið sé á sögu Hvatbera var liðið stofnað í mars, æfíngar hófust í apríl og í maí lék það sinn fyrsta leik í fjórðu deild. Frammistaða þess í sumar hefur verið með ágætum og þó að fyrirsjáanlegt sé að því auðnist ekki að tryggja sér sæti í þriðju deildinni þetta árið hafa Hvatberar vakið á sér verðskuldaða at- hygli. Talsmenn liðsins raupa digurbarkalega í fjölmiðlum og í nýútkominni leikjaskrá eru gefin fyrirheit um glæsta sigra í framtíðinni. Vikunni lék forvitni á að kynnast Hvatberum nánar og slóst í keppnisför með þeim eina helgina í júlí. Ferðinni var heitið til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi en þar átti að etja kappi við heimamenn. Afgreiðslustúlkurnar á Hótel Borgarnesí í hópi kampakátra Hvatbera. 24 VIKAN 32 TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.