Vikan


Vikan - 06.08.1987, Page 27

Vikan - 06.08.1987, Page 27
Liö fjórðu deildar Hvatbera sumarið 1987. Hart barist í jafnteflis- leiknum i Olafsvík. en urðu brattari eftir að þeir höfðu baðað sig í sundlauginni í Ólafsvík. Á heimleiðinni sungu þeir sígilda rútusöngva og hresstu andann á ýmsa lund. Stefnan hafði verið sett á Hótel Borgames og þegar hópurinn stormaði þar inn að áliðnu kvöldi spratt kaldur sviti fram á enni afgreiðslustúlknanna. Ekki fer fleiri sögum af frammistöðu liðsins í þessari keppnisferð, nema hvað munnmæli herma að þeir glöðustu hafi safnast saman á heimili eins leikmannsins þegar langferðabifreiðin náði loksins landi í Reykja- vík. Þegar þetta er skrifað hafa Hvatberar leikið sinn síðasta leik í fjórðu deildinni í ár og Ijóst er að þeir náðu öðru sæti í riðlinum. Að sögn forráðamanna félagsins er það betri árangur en menn gerðu sér vonir um í upphafi en þeir ít- reka að á næsta ári ætli félagið sér ekkert minna en sæti í þriðju deildinni. Æfmgasókn í sumar hefur verið góð, nálægt tuttugu manns á hverri æfingu, en þær hafa verið að jafnaði þrisvar í viku. Liðsandinn virð- ist líka vera með allra besta móti; til dæmis er búið að halda tvær árshátíðir síðan liðið var stofnað í mars, auk þess sem leikmenn hafa hist um helgar stöku sinnum og leikið tennis. I vetur verður æfð innanhússknattspyma en næsta vor er ætlunin að hefja markvissan undir- búning fyrir keppnistímabil sumarsins 1988. Hvatberar eru vígreifir og bjartsýnir. 32 TBL VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.