Vikan


Vikan - 06.08.1987, Page 29

Vikan - 06.08.1987, Page 29
Vikan og tilveran Þrándur í götu íslendingum er tamt að leitast við að finna einfaldar en oft ódýrar lausnir á öllum málum. Of mikill umferðarhraði er nokkurt vandamál hér á landi og að sjálfsögðu hafa menn freistast til að leysa það á skjótvirkan hátt frekar en að reyna að taka á hinum raunverulegu rótum vandans. HRAÐAHINDRUNIN er hin byltingarkennda lausn. Hún felst í því að klesst er sem hæstum hrauk af malbiki þvert á akstursstefnuna yfir götuna þannig að hún verði sem illfærust. Því á ökumönnum að vera nauðugur einn sá kostur að hægja ferðina nógu mikið til að komast yfír hindrunina án þess að teljandi skemmdir verði á ökutæk- inu. Þessari merku uppfmningu hafa verið valin ýmis nöfn. Þar má t.d. nefna „götuþúst“. Harðlínumenn meðal umferðarpostula vilja nefnilega að hindrunin sé eins og þúst, illsjáanleg úr Qar- lægð. Því hljóti öku- maðurinn og ökutæki hans óvænta en verð- skuldaða refsingu í hvert sinn sem ekið er yfir æskilegum hraða. Hraðahindranirnar munu vera tilkomnar eftir erlendri fyrirmynd þar sem hófleg notkun þeirra hefur gefist vel. En svo uppgötvuðu hinir íslensku umferðar- postular þetta snjalla úrræði. „Engin skal gata þústarlaus vera“ varð hið nýja slagorð þeirra og áróðursmaskínan hafði erindi sem erfiði. Hindrununum fór sífellt íjölgandi og brátt var illfinnanleg sú gata sem ekki gat státað af nokkrum. Þústirnar urðu stöðutákn hverfanna og metnaðarmál milli meðvitaðra húsmæðra. Og svo var ekki nóg að hafa þúst, hæðin og brattinn varð að metnaðarmáli líka. Reyndur verkstjóri hjá Reykjavíkurborg á hugmyndina að þeim allra hæstu og bröttustu. Hann fann upp á því að stafla steinum, sem venjulega eru notaðir í göngugöt- ur, upp í illfæran vegg og hlaða malbiki utan um. Mun þessi verkstjóri hafa verið tekinn í dýrðlingatölu í íbúa- samtökum Vesturbæjar en þar er Mekka hraðahindran- anna. Þeir óteljandi bílstjórar, sem hafa skemmt pústkerfi sín eða misst þau hreinlega undan á þessum „state of the art“ hraðahindrunum, sem meðal annars eru á Ægisgötu og Garðastræti, bera hins vegar ekki eins hlýjar hugsanir í hans garð. Sagt er að athafnasamir unglingar í hverfmu hafi af því góðar aukatekjur að selja notaða bílavara- hluti til Vökuportsins. Nú vita það líklega fæstir ökumenn að ofan á hverri hraðahindrun er gangbraut og er gangandi vegfarendum ætlað að feta sig eftir hryggnum. Hugmyndin er að þar séu þeir óhultir því ökumenn smærri bifreiða leggi alls ekki á ófæruna heldur velji aðrar leiðir. Aðrir hugrakk- ari ökumenn hljóti a.m.k. að hægja ferðina eða stöðva meðan þeir sækja í sig veðrið áður en lagt er á hindrunina. En hraðahindranirnar hafa algerlega snúist upp í and- hverfu sína. Fullyrða má að gangandi vegfarendum sé HVERGI eins mikil hætta búin og einmitt á hindrununum góðu. Skýringin á því er einföld. Ökumenn hafa nefnilega komist upp á lag með að komast yfir hindran- irnar með góðu móti. Það er gert með því að AUKA ökuhraðann til mikilla muna þar til náð er u.þ.b. 80 km hraða. Þannig má hæglega svífa yfir flestar hindr- anirnar. Reyndar sá ökusérfræðingur þjóð- arinnar, Ómar Ragn- arsson, sig tilneyddan að halda sérstaka kennslustund í þessari list í fréttatíma ríkis- sjónvarpsins eitt kvöldið. Sagt er að óteljandi beiðnir um endursýningu hafi borist sjónvarpinu. Meðan á þessum hraðakstri og loftstökkum stendur eru ökumenn örugg- lega ekki að hugsa um velferð gangandi vegfarenda. Aðrir og óreyndari ökumenn gleyma því oft hvar hinar fjölmörgu, lymskulegu þústir eru. Þeir eru örugglega ekki heldur með velferð gangandi vegfarenda í huga þegar þeir rekast óvænt á hindrunina, heQast á flug og skella aftur niður með braki og brestum, oft pústkerfi eða vind- kljúf fátækari. Þessi öfugþróun í þá átt að reyna að gera göturnar sem illfærastar er einkennileg í ljósi þess að íslendingar hafa nú í áratugi keppst við að reyna að bæta götur sínar, slétta þær og malbika. Nú virðist sem sagt vera að koma í ljós að sú viðleitni stafaði bara af skammsýni og fyrir- hyggjuleysi. Texti: Eyjólfur Sveinsson 32 7BL VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.