Vikan


Vikan - 06.08.1987, Page 36

Vikan - 06.08.1987, Page 36
hann geti orðið vettvangur fyrir fleiri en þá sem fylgja honum í dag.“ 'onandi munu verkin tala hér i iðnaðarráöuneytinu Félag frjálshyggjumanna, þá hefur hún fært miðjuna til hægri í íslenskri pólitík. Það kann vel að vera að pendúllinn sé farinn að færast til baka. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætl- ar að endurheimta fylgi sitt verður hann að leggja meira upp úr því að vera praktískur flokkur og hógvær fremur en leggja ofurkapp á hugmyndafræði eins og frjálshyggjuna. Við verðum að viðurkenna að stjórnmálaflokkar snúast ekki eingöngu um hugmyndir heldur einnig um fólk og tilfmningar. Við stefnum að ákveðnu markmiði og þá kann að vera klókara að velja krókinn en kelduna." - Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki færst of langt til hægri? „Ef andstæðingar frjálshyggjunnar innan Sjálfstæðisflokksins eru spurðir hvað sé frjálshyggja og hver sé munurinn á frjáls- hyggju og nýfrjálshyggju verður yfirleitt fátt um svör. Menn hafa það bara á tilfinning- unni að flokkurinn hafi farið of langt til hægri. Sé svo ber okkur að færa flokkinn til, breikka hann svo að ólíkir hópar geti rúmast innan hans. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn til að endurmeta stöðu sína svo Ég var svo pólitískur að ég þekkti svo til alla háskólanema með nafni og vissi svona nokkurn veginn hvað hver kaus. Frami Friðriks á pólitíska sviðinu var hraður: hann er kosinn á þing 1978, hann varð varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1981 á eftir Gunnari Thoroddsen. Hann tók þátt í formannskjöri í flokknum 1983 og tapaði þá fyrir Þprsteini Pálssyni en ásamt þeim var Birgir ísleifur Gunnarsson í kjöri. Þeir þremenningarnir hömpuðu því i íjölmiðlum á þeim tíma hversu drengileg barátta þeirra hefði verið. Þegar ég spyr Friðrik að því hvort baráttan hafi verið eins slétt og felld og menn vildu vera láta segir hann: „A milli okkar þriggja var ágætis samstarf en ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að ég næði aldr- ei kjöri sem formaður flokksins. Ég var varaformaður og þvi var eðlilegt að gefa kost á sér í formannskjörið. Fráfarandi formaður, Geir Hallgrímsson, studdi Þor- stein en ekki mig og ég var ekki mjög sterkur innan þingflokksins.“ Þegar ég bið hann um að nefna ástæðu þess segir hann: „Ég hef kannski reynt að halda sjálfstæði mínu, á kostnað vinsældanna.“ Árið 1984 sat Friðrik í nefnd sem gerði úttekt á stöðu kvenna innan Sjálfstæðis- flokksins. Nefndin skilaði áliti i skýrslu- formi. En hver urðu afdrif skýrslunnar? „Skýrslan var opinberuð og um hana rætt meðal annars í æðstu valdastofnunum flokksins. Niðurstaðan var sú að við ættum ekki að nota vald til að breyta stöðu kvenna, til dæmis í formi kvótaskiptingar milli kynj- anna sem hefur tíðkast meðal sumra hægri flokka á Norðurlöndunum. Hins vegar var ákveðið að forysta flokksins reyndi að ýta undir það að konur ættu greiðari aðgang að valdastofnunum flokksins.“ - Nú eru liðin þrjú ár og árangurinn er enginn: „Árangurinn er lítill, ég vil ekki segja að hann sé enginn. Hann er of lítill sem þýðir að það er eitt af meginverkefnum okkar að efla hlut kvenna í flokknum. Sú aðferð, sem er notuð til að velja fram- boðslista flokksins, hentar konum illa. Prófkjörin skila konum ekki nógu ofarlega á framboðslistana. Ástæðan virðist meðal annars vera sú að konur kjósa ekki frekar konur en karla í prófkjörum. Flokksmenn líta á listann og segja: Við kjósum einn ung- an mann og eina konu. Það þarf auðvitað að breyta þessum viðhorfum og fá fólk til að velja þannig á lista að listinn sé sigur- stranglegur. Til að svo megi verða þarf að Ijölga konum ofarlega á listum. Nú, í öðru lagi verðum við að átta okkur á því, sem allt of fáir gera, að kjördæmaskipunin og kosningatilhögunin dregur mjög úr mögu- leikum kvenna. Ef við lítum á stærri flokkana á landsbyggðinni, annars staðar en á Reykja- nesi, þá virðist vera afskaplega erfitt að ná konum í efstu sætin. Það er ríkjandi að menn veljist á lista eftir atvinnulegum eða 36 VIKAN 32 TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.