Vikan


Vikan - 06.08.1987, Qupperneq 56

Vikan - 06.08.1987, Qupperneq 56
__ lv\ A SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 9.-15. ÁGÚST HRÚTURINN 21.mars-20. apríl Þú miklar ekki fyrir þér það sem ýmsum finnst óvinnandi veg- ur enda kemurðu því frá sem gera þarf á þeim skamma tíma sem til stefnu er. Þetta eru forréttindi og þú skalt láta nöldur fara inn um annað eyrað og út um hitt og halda þínu striki. VOGIN 24.sept.-23.okt. Þú skalt vera við því búinn að þurfa að leggja hart að þér en gera þó ekki betur en að halda í horfinu. Það er vandalaust að kaffæra sjálfan sig í verkefnum og fyrr eða síðar máttu til með að skipuleggja það sem gera þarf og losa þig við eitthvað. NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Upplýsingar úr óvæntri átt koma þér að gagni og ástæða til að taka fyllsta rnark á þeim. Þú ræður vel við aðstæður enda þekkir þú þitt heimafólk og kannt að létta því lífið á þann hátt að engu sé fórnað og engum finnist hann hafður útundan. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þú rekur þig óþyrmilega á að ekkert er óbreytanlegt, hvorki heima né heiman. Þótt þér bregði ef til vill við í bili þætti þér lífið heldur óspennandi og tilbreytingarlaust ef ævinlega væri allt í föstum skorðum. TVÍBURARNIR 22.maí-21.júní Þér finnst tilveran óþægilega flókin og lífið strembið en ættir að íhuga hvort þú gerir ekki úlfalda úr mýflugu. Með sam- vinnu og samhug má nálgast markið og með því að láta eitthvað á móti geturðu vænst þess skilnings sem þú hefur þörf fyrir. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Þú hefur ýmsu að miðla og ættir ekkert að vera að spara það. Vertu ófeiminn. Þér hættir til að halda þig til baka þegar þín er þörf en ekki hafa allir kjark til að eiga frumkvæði að sam- skiptum sem gefa mikið og enginn vildi með öllu vera án. KRABBINN 22. júní-23. júlí Það er freistandi að leika tveim skjöldum en jafnframt dálítið hættulegt. Menn gerast þreyttir á að vita ekki gjörla hvar þeir hafa þig og til að hreinsa andrúmsloftið er réttast fyrir þig að leggja spilin á borðið enda hefurðu í rauninni ekkert að fela. STEINGEITIN 22.des.-20.jan. Þú hefur á tilfinningunni að þú hafir verið hlunnfarinn en átt erfitt með að sanna sök á þann sem þú telur valdan að skakka- föllunum. Það er ekki til neins að velta vöngum yfir því sem er búið og gert enda önnur verkefni mun verðugri í augsýn. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Vertu á varðbergi ef óveðursblikur sjást á lofti. Einkum á þetta við um ýmis persónuleg málefni því að þar virðist sitthvað varasamt á seyði. Með aðgát og hæfilegri blöndu af fórnfýsi, eigingirni og tilhliðrunarsemi geturðu varast að steyta á skeri. VATNSBERINN 21.jan.-19.febr. Skapsmunirnir gætu hlaupið með þig í gönur. Þurfi uppgjör að fara fram er öllum fyrir bestu að það verði hávaðalaust og þannig að rnenn haldi reisn sinni. Næsta vika gæti orðið próf- steinn á sálarþroskann og þér til framdráttar ef vel gengur. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Þér gefst oft vel að steypa þér út í botnlausa vinnu þegar menn virðast hvorki hafa skilning á þörfum þínum né áhuga á þínum málum. Nú hagar þó svo til að þú finnur tæplega huggun í vinnunni en senn lagast allt af sjálfu sér. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Töluð orð verða ekki aftur tekin og þú skalt vanda sérlega vel til þess sem þú lætur frá þér fara í næstu viku. Það sem þú segir í hálfkæringi kann að verða lagt út á versta veg og sömuleiðis gæti komið þér í koll ef þú freistast til að snúa út úr fyrir fólki. 56 VIKAN 32 TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.