Vikan


Vikan - 06.08.1987, Qupperneq 61

Vikan - 06.08.1987, Qupperneq 61
SafTirio gagnrýnir hefðbundið trúboðsstarf sem felst í því að kenna „lestur, skrift, hrein- læti, saumaskap og svo framvegis til þess að koma trúarboðskapnum áleiðis“. Og hann bætir við: „Ég ætla ekki að koma til indíán- anna og segja við þá að Guð ætlist til þess að við margföldumst og uppfyllum jörðina. Sú hugmynd verður að vera fyrir hendi í þeirra eigin menningu, lifa í goðsögnum þeirra. Ég reyni aðeins að finna þeirra eigin orð.“ Saffirio telur ekki rétt að kveða niður svo- kallaða villimennsku, eins og þegar konur reyna að éyða fóstri þegar eiginmenn þeirra hafa misboðið þeim illa eða þegar enginn finnst faðirinn til að bera ábyrgð á barninu. „Við eigum ekki að vera að troða okkar eigin siðalögmálum upp á aðra sem búa við annars konar menningu. Samkvæmt siðum yano- mani-indíána getur föðurlaust barn ekki orðið sannur yanpmani. Þetta er menningarsöguleg staðreynd. í stað þess höfðar Saffirio til þess hve yanomani-mönnum hefur fækkað og hvetur þá til að leggja fóstureyðingar af vegna þess. Hann veit að yanomani-menn vilja ekk- ert frekar en ættflokkurinn lifi lengi og lifi góðu lífi með sæmd. Trúboðsstarf fer ekki eingöngu fram í frum- skógum Brasilíu. Á þurru svæðunum norð- austan til í landinu og við strönd Atlants- hafsins lifir fólk og deyr eins eitt síns liðs og varnarlaust og indíánarnir. Nýju trúboðarnir reyna einnig að ná til þessa fólks. Einn þeirra er Alfred Kunz sem sjaldan sefur heila nótt án þess að þurfa að rísa upp úr ’dýnulausu rúmi sínu til þess að „frelsa fanga“. „Éangarn- ir“ eru eðlur sem detta ofan úr loftinu í litla 15 fermetra kofanum hans niður í plastföturn- ar sem í er bauna- og maísforðinn sem hann lifir á milli uppskera. Ef birgðirnar ganga til þurrðar áður en veturinn kemur getur „Al- fredinho", eins og íbúar þorpsins Barra do Vento kalla hann, leitað til þeirra og þeir deila með honum mat sínum. Fyrir utan föturnar með matarbirgðunum eru í kofa Alfredinhos fábrotinn bekkur, tvö hengirúm og bronskross, minjagripur frá því hann var vígður fyrir 25 árum. Hann er 57 ára gamall, fæddur í Sviss en er kanadískur ríkisborgari. Eftir að hann slapp úr útrýming- arbúðum nasista í Austurriki lærði hann til prests. Síðustu þrjú árin hefur hann verið trú- boði í Barra do Vento og þrjátíu öðrum litlum þorpum vítt og breitt um hrjóstrugan og ber- angurslegan Santo Domingo-fjallgarðinn. Áður hafði hann verið prestur meðal vændis- kvenna í borginni Cateus. Hann er hvítskeggj- aður, hokinn og aðeins 155 cm á hæð. Hann vinnur fyrir sér eins og aðrir með því að rækta tveggja hektara landskikann sinn. Meðal dag- legra starfa hans er að ganga tveggja kílómetra leið til þess að þvo fátækleg föt sín, bera vatns- fötuna til baka eða reika um og safna eldiviði til að geta eldað sínar daglegu baunir með kornbrauðinu. Hann elur nokkrar geitur til þess að geta selt þær þegar erfiðir tímar renna upp milli uppskera. Við hliðina á kofa Alfredinhos er annað álíka fátæklegt hreysi með leirveggjum og moldargólfi. Á því er skilti sem á stendur: „Bæna- og mannréttindahús". Þar messar Trúboöinn og indíánarnir deila kjörum. Hvers vegna skyldum við leggja dóm á aðrar þjóðir út frá okkar eigin siðalögmálum? 32 TBL VI KAN 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.