Vikan


Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 15

Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 15
Ekki var heldur hægt að komast út um hringdyrnar baka til, þær voru óvirkar. ansi óþægileg upplifún á Y- Hótel í London. eins salerni og geymslur. Okkur var nú ekki farið að lítast á blik- una og ákváðum að fara aftur upp. I stiganum mættum við hóp af fáklæddum dönskum börnum ásamt nokkrum kenn- urum þeirra, sem voru einnig að reyna að komast út. Við bárum saman bækur okkar með þessu fólki og sáum þá, að þjónustu- lyfta var ennþá í gangi í hótelinu og þótt við vissum að fátt væri hættulegra í brennandi húsi, en að taka lyftu, þá sáum við engan annan möguleika." Brunaútgangar læstir með keðju og hengi- lás „Við reyndum svo að komast út bakdyramegin á hótelinu, en þar voru allir útgangar harðlega læstir, svo við ákváðum að reyna við anddyrið. Þegar við komum þangað var megn reykjarfyla um allt og fólk hljóp fáklætt um og virtist líða miður vel. Hótelstjórinn reyndi að telja fólkinu trú um að bruna- útkallið væri bara plat og ekkert væri að óttast, en hann gat nú ekki falið reykinn og alla slökkviliðsmennina sem voru þarna að störfúm." „Fleiri höfðu uppgötvað að brunaútgöngum hótelsins var verulega ábótavant, en okkur brá heldur en ekki í brún, þegar við uppgötvuðum, að sumir þeirra voru læstir með keðjum og hengilásum, sem er hreint glæpsamlegt. Ég hafði orð á þessu við hótelstjórann, sem sagði bara að fólk myndi hvort sem væri hafa brotið dyrnar nið- ur ef það þyrfiti að komast út um neyðarútgangana. Hann lét þess ógetið, hvernig við hefðum átt að brjóta niður dyr úr þykku. skotheldu gleri, til að bjarga lífi okkar!“ —MG. NÝTT Lukta Gvendur bjargar málunum Nýkominn af bíó, í norðangarra. Sest upp í bílinn, snýrð lyklinum í svissinum - klikk, ekkert gerist. Hver fjand.... Jú ljósin gleymdust á og bíllinn raf- magnslaus! Ekki svo óalgeng uppákoma hjá íslenskum bíleigendum. Þess vegna flytur Blossi hf. í Ármúla í Reykjavík inn fyrir- ferðalítið tæki, til bjargar ofan- greindum óförum. Tækið kallast því rammíslenska nafni Lukta Gvendur, sem tengist á einfald- an hátt inn á rafkerfi bílsins. Þetta tæki er sjálfvirkur rofl, sem kveikir og slekkur ljósin eftir því hvort bíllinn er í gangi eður ei. Það skiptir því ekki máli hvort ljósatakki gleymist á þeg- ar drepið er á bílnum, Lukta Gvendur bjargar málunum sjálf- krafa, slekkur ljósin. Þetta tæki ætti að koma að miklum notum á næsta ári, þegar Ijósanotkun verður skylda allan sólarhring- inn. Þá er hætta á að einhverjir gleymi Ijósunum á. Lofthreinsitæki hreinsa rykmaurana burt Rykmaurana hvimleiðu, sem við sögðum frá í Vik- unni fyrir stuttu, er hægt að hreinsa úr lofiinu með góð- um lofthreinsibúnaði. Bio- tech lofthreinsi- og jónatæki er eitt slíkra tækja. Þetta eru tæki sem hreinsa loftið með því að blása því í gegnum raf- hlaðna plastsegulsíu og bæta í það jákvæðum og neikvæð- um jónum eftir þörfúm. Þegar loftið er hreinsað á þennan hátt hverfur öll lykt af tóbaksreyk, matargerð og oftiæmis- og astmavaldandi agn- ir hverfa úr loftinu - þar á með- al ryk og rykmaurar. Tækið get- ur hjálpað þeim mikið sem við- kvæmir eru og dæmi em um að þeir sem sífellt vom með hósta og jafhvel bronkítis af völdum rykofnæmis hafi hætt að fá köst eftir að þeir fóm að hafa Biot- ech hreinsitæki í svefnherberg- inu hjá sér. Á vinnustað verður fólk oft vart við e.k. slen, höfúðverk og þreytu sem það kann enga skýringu á. Orsökin gæti verið sú að ójafhvægi hefúr skapast í jónamagninu í andrúmsloftinu. Jónir em rafhlaðnar frumeindir í andrúmsloftinu sem afhlaðast við ákveðnar aðstæður innan- dyra. Tölvuskjáir em t.a.m mikl- ir jónabanar og rannsóknir hafa sýnt að með því að fjölga jónum í loftinu á vinnustað er þá virð- ist þreyta og slen starfefólk minnka um helming. Lofthreinsi- og jónatæki em semsagt hinir mestu gæðagripir, sem losa okkur við ryk og önnur óþægindi í andrúmsloftinu, auk þess sem það gerir okkur hress- ari í vinnunni. Lofthreinsitæki eins og þau sem sagt er frá hér, Biotech, fást hjá Eldfrosti í Borg- artúni og þar er hægt að fá ná- kvæmari upplýsingar um gagn- semi tækjanna. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.