Vikan


Vikan - 19.11.1987, Síða 35

Vikan - 19.11.1987, Síða 35
í lifinu Um heim allan hefur ljós ein- att verið tákn hins góða - tákn endurnýjunnarinnar. Auk hinn- ar táknrænu merkingar var ljós einnig notað til lækninga í Egyptalandi til forna. Allt fram yfir síðustu aldamót voru lituð íjós notuð við lækningar á hin- um ýmsu krankleikum. Því mið- ur varð þessi aðferð skyndilega að tískudellu, sem varð til þess að bæði lærðir og leikir misstu endanlega allan áhuga á henni. Nýlega hefiir þó áhuginn vakn- að aftur og niðurstöður rann- sókna ýta enn frekar undir hann. Heilbrigð skynsemi ein og sér bendir til að ljós hafi lífræn og sálræn áhrif á fólk. Fræðilegar rannsóknir styrkja það álit. Út frá því sjónarmiði hafa þróast tvö rannsóknasvið sem beinast sér í lagi að því að greina áhrifa- mátt birtu. Má þar fýrst nefha lækningamátt ljóss, en hins veg- ar þau áhrif sem ljós hefiir á mannlegar væntingar og sam- skipti við aðra. Arið 1903 sannaðist að ljós getur læknað. Þá var Dananum Niels R. Finsen veitt Nóbels- verðlaunin fýrir brautryðjenda- starf á sviði rannsókna á lækn- ingamætti ljóss. Hann rannsak- aði viðbrögð dýra við sólskini og dró þá ályktun að jákvæð áhrif ljóss væru þeim bráðnauð- synleg til að halda fullri heilsu. í ffamhaldi af ffumrannsókn- um sínum notaði Finsen ljós til meðhöndlunar á bólusótt. Hann komst að því að ljós dró úr myndun öra eftir útbrotin og að það mátti einnig nota til lækn- inga á berklasýkingu í húð, sem þá var algeng. Lækningarmáttur Lækningamáttur ljóss átti eftir að koma fram á enn dramatísk- ari hátt öllu seinna. Um miðjan fimmta áratug var hjúkrunar- kona í Rockford í Englandi sem rakst alls óvænt á lækningarað- ferð sem síðan hefur bjargað lífi margra kornabama. Ward, hjúkrunarkona sem hafði um- sjón með einni vöggustofunni, hafði fasta trú á fersku lofti og sól. Hún hafði fýrir venju að taka komabömin út í sólbað þeim til hressingar. Eitt þeirra var með slæma gulu. Algengust em gulueinkenni í fyrirburðum. Flest nýfædd börn hafa þau þó í einhverju mæli. Ward hjúkmnarkona fékk lækni til að athuga barnið. Hann sá þá einkennilegan, gulan þrí- hyming á maga barnsins. Nánari athugun sýndi að þríhyrningur- inn samsvaraði útlínum teppis sem haft var yfir barninu á með- an það var í sólbaði. Sólin hafði, með öðmm orðum, upplýst gul- una þar sem sá í bert. Á sviði geðsjúkdóma hefur það sýnt sig að ljós heftir gefist vel í meðferð á sumum gerðum þunglyndis. Þeir sem fengist hafa við rannsóknir á þessu sviði telja að þegar augað nemi birtu, örvi það á einhvern hátt heila- dingulinn sem á veigamikinn þátt í getu manna til að aðlagast umhverfi sínu og aðstæðum. Þegar dag styttir og það dimmir meira fer heiladingullinn að framleiða melatonín. Þeir sem hafa rannsakað þetta telja að tengsl séu milli melatoníns og ákveðinna gerða sálrænna vandamála. Þunglyndi Ein tegund þunglyndis er fremur sjaldgæf, en gætir mest yfir haust og vetrarmánuðina. Þetta er vandamál sem ágerist eftir því sem dag styttir. Þeir sem hafa rannsakað þetta hafa komið með þá tilgátu að eftir því sem dagsbirtan minnki fari innri klukka einstaklingsins að seinka sér. Til að leysa þetta vandamál, og þar með draga úr þunglyndinu, er sjúklingunum sagt að sitja undir mjög björtu ljósi í nokkra tíma á dag. Þessi gerð ljós kallast heils-ljósrófs ljós og líkist náttúrulegu ljósi hvað það varðar að það hefur einnig til að bera útfjólubláa geisla, ásamt verulegum hluta ljósrófeins. Eftir að baða sig ljós- inu breyttist skapið og þung- lyndið rénaði. Út frá þessu hefur vaknað sú hugmynd að draga megi einnig úr neikvæðum áhrifum langra flugferða þar sem mikils tíma- muns gæti milli staða. Draga má þá ályktun að með aðstoð ljóss megi endursetja, aðlaga, eða samræma gangverk líkamans þannig að tímamismunurinn hafi minni áhrif. Löng og góð gönguferð fljótlega eftir að á staðinn er komið er til dæmis talin gefast vel við að gefa líkam- anum tækifæri til að aðlagast nýju birtumynstri. Þessi dæmi hafa sérstaklega vísað til beinna áhrifa ljóss á lík- amann, eða samspils innri og ytri þátta. Ljós getur samt líka haft enn augljósari áhrif á hegðun. Besta leiðin til að athuga áhrif birtu á viðmót manna er að at- huga hegðun þeirra við mis- munandi birtustig. í nýlegri könnun voru 140 blóðgjafar at- hugaðir. Helmingur þátttakenda sat í herbergi með björtum loft- ljósum. Hinn helmingurinn beið í herbergi sem aðeins var lýst upp með borðlömpum. Blóðgjafarnir í vel upplýstu biðstofunni skiptu sér lítið hver af öðrum. Þeir sátu með tölu- verðu millibili, lásu blöð og bækur, og sneru bakinu í miðju herbergisins. Þeir sem biðu í biðstofúnni sem minna var lýst gerðu hið gagnstæða. Samskipti voru meiri og blóðgjafamir sátu þéttar. Þeir röbbuðu saman til að stytta sér stundir og sneru inn að miðju herbergisins, með bakið að veggnum. Dauf lýsing Dauf lýsing leyfir fólki að finnast það vera nánara þeim sem í kringum þá eru. Þetta skýrir hvers vegna skemmtistað- ir eru alltaf fremur lítt Iýstir. Dauf lýsing þar sem snætt er við kertaljós hjálpar til dæmis pör- um við að útiloka umheiminn og beina athyglinni að hvort öðru. Dauft lýst herbergi með lituð- um Ijósum hafa einnig áhrif á mannlega hegðun. Sér í lagi á þetta við um spilavíti. Bresk rannsókn á atferli fjárhættuspil- ara leiddi í ljós að þeir einstakl- ingar sem sátu nálægt rauðum ljósum tóku meiri áhættu, veðj- uðu djarfar en aðrir. Annað sérstætt hefúr komið fram í sambandi við daufa lýs- ingu. þar sem lýsing er lítil hef- ur fólk tilhneigingu til að tala saman lægra en annars. Rann- sóknir sýna að samræður í dauft lýstum herbergjum mælast að meðaltali níu desibelum lægri en almennt er. Við dauft ljós geta samskipti orðið nánari — samræður hljóðari og innilegri. Ef dauf Iýsing leyfir fólki að fara sér hægar, hafa björt Ijós þá gagnstæð áhrif? Almennt séð, já. Til dæmis eykst framleiðni jafri- eftir því sem Ijós eru bjartari. Á hinn bóginn hættir of mikilli lýsingu til að ýta undir að fólki leiðist, eða fái höfúðverki og augnþreytu. Ekki þar þetta þó að stafa af lýsingunni sjálfri. Endurspeglun er vandamál sem auðveldlega getur náð að draga ffamleiðni niður í ekki neitt. Þær lausnir sem sér- fræðingar leggja til sem úrbætur eru helst að dimma ljósin örlítið og sjá til að vinnufletir endur- varpi ekki ljósi, með því að annaðhvort velja vinnufleti úr möttum efhum, ekki glansandi, eða að staðsetja ljósin þannig að endurvarp verði sem minnst. Segja má að smám saman sé að renna upp fyrir mönnum ljós. Náttúruleg birta er endur- nærandi og nauðsynleg bæði líkamlegu og andlegu heilbrigði manna. Að auki hefúr ljós áhrif á tilfinningar, framleiðni, vænt- ingar, og vináttu. Rannsóknir á áhrifum ljóss á daglegt líf eru enn á ffumstigi. Niðurstöðurnar benda samt til þess að þessar rannsóknir eigi fýrir sér bjarta ffamtíð. tSLlrJiar y°un fóifa KUr áciag^áhr^Jeikz VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.