Vikan


Vikan - 19.11.1987, Síða 31

Vikan - 19.11.1987, Síða 31
LÉLEGASTA VEGAKERFIEVRÓPU Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar Þrátt fyrir að smábílar séu hannaðir með allar hugsanlegar aðstæður í huga, var ekki við því að búast að hönnuðumir tækju með í reikninginn íslenska vega- kerflð. Smábílamir sem við fjöllum um henta margir hverjir illa á hið sérstæða ís- lenska vegakerfl, sem tvímælalaust get- ur talist það lélegasta í Evrópu. Að vísu reyna bílaframleiðendur að miða bíl- ana við allar hugsanlegar aðstæður, þegar þeir hanna bíla, en varla geta þeir gert sér íslenskar aðstæður í hugarlund. Smábílarnir eru enda margir hverjir hugs- aðir sem borgarbílar fyrst og fremst þó notkunarsviðið sé víðara. En íslenska vega- kerfið fer illa með bílana. Miðað við það sem gengur og gerist í Evrópu, þá er við- haldskostnaður bíla 35% hærri hérlendis, sem rekja má beint til ástands íslenskra vega, bensíneyðsla er 17% meiri á malar- vegum en á vegum með bundnu slitlagi. Lítið er gert til a bæta ástandið. Ríkið tók inn 8V2 milljarð króna í tekjur í fyrra úr höndum bíleigenda í formi ýmiss konar gjalda. Aðeins 2,2 milljarðar runnu aftur í viðhald á vegum landsins, þ.e. um 25%. Árið 1985 var samþykkt þingsályktunartil- laga þess efhis að 2,2% af vergum þjóðar- tekjum yrði varið til viðhalds á vegum næstu árin. Árið 1985 var 1,82% af þjóðar- tekjum varið til viðhalds vega, næsta ár 1,57% ogíáraðeins 1,4% (tölur FÍB). Efhd- ir þingheims hafa því verið litlar í þessum efnum. Vegir landsins eru samtals 11.569 km og aðeins 14% þeirra hafa bundið slitlag sem yfirborð. Svipað hlutfall er helst að finna í Afríku, þar sem frumstæðir þjóðflokkar búa og þekkja lítið til bíla. Veðurfarið hjálpar líka til við að gera malarvegina illfæra og vindar feykja mölinni oft á brott. Því eru vegir of saltaðir á sumrin, sem er tæpast til bóta. Búfénaður leitar á vegina, í saltið, og skapar hættu. í rigningu verður saltaður malarvegur mun hálli en ella, en verst er að saltið hefur slæm áhrif á bílana, sem tærast af völdum þess. Allt þetta þurfa stórir bílar sem smáir að standast og íslenskir ökumenn að sætta sig við. Þróunin í bílamálum fslendinga hefhr verið hröð og kominn tími til að vegakerfið þróist með. Löngu kominn tími... - GR SONAX AufoPolíer LAFSSON h/f heildverslun Borgartúni 33, sími 24440.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.