Vikan


Vikan - 19.11.1987, Side 19

Vikan - 19.11.1987, Side 19
Mujahidin skæruliðar í Afghanistan. AFGHANISTAN: Ástandið fer hríðversnandi Hjálparstofnanir sem veita aðstoð á átakasvæðunum í Afghanistan segja að ástand- ið þar hafl farið hríðversn- andi eftir að Mikhail Gorba- sjov tók við völdum í Sovét- ríkjunum og á þetta við á öll- um vígstöðvum; hjúkrun, landbúnaði og menningu. ÚTLÖND 7 Fulltrúar yfir 30 alþjóðlegra hjálpastofhana, þar af margra sem einbeita sér eingöngu að Afghanistan, héldu tveggja daga ráðstefnu í New York í síðustu viku til að samræma hjálparstarf sitt. Á þessari ráðstefhu gáfu evr- ópskir læknar, frá fyrstu hendi, nákvæmar skýrslur um hið versnandi ástand sem íbúar á svæðum undir stjórn Mujahidin- skæruliða búa við, er níunda ár stríðsins er hafið. Landbúnaðar- sérfræðingar greindu ffá því að hungursneyð væri yflrvofandi og einn starfemaður hjálpar- stofhunar greindi frá eyðilegg- ingu fjögurra alda gamals helgi- dóms í landinu. „Frá því að Gorbasjov tók við völdum hefur stríðið stigmagn- ast og fjöldi fórnarlamba og særðra hefúr næstum því fjór- faldast... friður og glastnost og alþjóðlegar viðræður hafa ieitt til aukinna hernaðaraðgerða innan Afghanistan,“ segir dr. Juliette Fournot meðlimur Medecins Sans Frontieres. í máli Fournot kemur einnig fram að nú eru um 9.5 milljónir Afghana án matar og læknis- hjálpar og verður fjöldi þeirra að ferðast allt að fjórar dagleiðir til að útvega sér þetta hvoru tveggja. Sjúkdómar aukast stöðugt sérstaklega hjá konum og börnum. Ófi-jósemi hefur aukist, næringarskortur fer vax- andi og á milli 30 og 40% barna deyja áður en þau ná 5 ára aldri. Pótt læknar og hjúkrunarkon- ur veiti beina aðstoð í búðum innan Afghanistan vilja flest þeirra leggja megináherslu á að þjálfa innfett hjúkrunarlið til þess að það geti framkvæmt bólusetningar og veitt lágmarks hjúkrunarþjónustu í þorpum sínum eða búðum. Á ráðstefnunni benti dr. Has- an Nury afghanskur læknir í al- þjóðlegu læknasamtökunum á að á milli 1 og 1.5 milljón manna hefðu látist vegna stríðsins, það er um 150.000 á hverju ári. Um 2900 manns deyja í hverri viku.... „Ef við get- um flett ofan af grimmdarverk- um Sovétmanna og með því stytt stríðið um vikur björgum við þúsundum Afghana ffá því að verða drepnir," segir dr. Has- an Nury. Michael Barry, listffæðingur segir að ein dapurlegasta hlið stríðsins sé eyðilegging menn- ingarverðmæta landsmanna. Ljósmyndir sem teknar voru í maí í vor sýna hina skipulögðu eyðileggingu á hinni gcmlu borg Herat. Grafhýsið mikla í borginni, gimsteinn 15. aldar arkitekt- úrs í Mið-Asíu hefúr verið jafnað þannig við jörðu að það er eins og það hafi aldrei verið til staðar. Og hið stórkostlega bænahús sem byrjað var að byggja á þrettándu öld hefúr verið klofið í tvennt með sprengikúlu. Barry segir ennfremur að svo virðist sem íbúum borgarinnar hafi verið eytt, þeim hefúr fekk- að um 80% og basarinn sem áður fyrr iðaði af lífi orðinn að litlu öðru en minningu. Ljós- myndir sýna aðeins hrúgu af rusli þar sem hann var áður. Á ráðstefnunni kom ffam að Sovétmenn gera sér nú grein fýrir því að þeir munu ekki ná markmiðum sínum í Afghanist- an með hernaði og þeirra bíður nú hið erfiða verkefhi að fjar- lægja her sinn án þess að hafa tryggingu fyrir því að landið verði efitir það í höndum stjóm- ar sem er þeim hliðholl. FRI. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.