Vikan


Vikan - 19.11.1987, Síða 45

Vikan - 19.11.1987, Síða 45
Niðurstöður Endurspeglar heimili þitt þinn innri mann? Notaðu þetta stigakerfi til að fá rétta grein- ingu: a= 10, b=8, c=6, =4, e=2. Hvodsegir ■ heimili f þitt um þig? [ 116-170 stig: Hagkvæmnissjónarmið Þú ert hagsýn í hugsun og framtakssöm manngerð og. fegurð nytjahluta höfðar fyrst og fremst til þín. Röggsemi er þér í blóð borin og þú vilt að hlutirnir þjóni til- gangi sínum vel og dyggilega, hvort heldur er áklæði eða eldhúsáhöld. Þú ert tilbúin til að borga vel fyrir vandaða hluti. Með skynsamlegri uppsetningu á heimili þínu sparar þú þér tíma og erfiði, og færð þann- ig tíma til að sinna áhugaverðari hlutum. Fremur en að keppa við nágrannann vilt þú að heimili þitt sé fyrst og fremst athvarf fyrir fjölskylduna. 94-115 stig: Nautnaþrá Þú velur þér eigur eftir fegurð þeirra. Allir hlutir verða að hafa fallegt útlit, vera þægi- legir viðkomu, og lykta vel. Hvort stóll eða borð hefúr mikið notagildi skiptir ekki miklu máli. Séu hlutir ekki fallegir þá viltu þá ekki. Mikil vinna fer stundum í að halda hlutunum fallegum, en þú veigrar þér ekk- ert við þeirri vinnu. Sumum finnst þú ópraktísk(ur), en sannleikurinn er sá að þú hugsar, vinnur og elskar betur í umhverfi sem þér finnst aðlaðandi. 72-93 stig: Með allt á hreinu Þú þarfhast fyrst og ffemst reglusemi sem heimili þitt raunar endurspeglar. Allt er hreint og snyrtilegt — ekki bara stofan, heldur allir krókar og kimar sem ekki sjást. Þú reynir að fá fjölskylduna til að hjálpa til, en ef þeir gera það ekki leggurðu bara þess meira á þig til að halda í horfinu. 50-71 stig: Aðlögunarhæfileiki Þú leitast við að byggja upp heimili þar sem samhyggð er ríkjandi og smekkur hvers og eins fær að njóta sín. Ef dóttir eða sonur þinn saumaði út í púða fyrir þig og gæfi þér í jólagjöf þá myndirðu hafa hann í stofusófanum með bros á vör - jafnvel þótt hann væri ljótur. Ef maki þinn kæmi heim með hægindastólgarm af fornsölu, yfir sig hrifinn, þá myndirðu finna honum stað ein- hvers staðar - ef hann væri þægilegur. Stundum flettirðu jafnvel gegnum blöð um húsbúnað og innréttingar og andvarpar yfir því sem gæti verið. Þú ert samt fyllilega ánægð(ur) með það sem þú hefúr: hreiður þar sem stórum jafrit sem smáum líður vel. 28-49 stig: Hress og drífandi Dugnaður og framagirni eru rík í þér og þú vilt gjarnan að allur heimurinn viti hver þú ert og að hverju þú stefnir. Þú nýtur þess að lifa með glæsibrag og veist alltaf hver nýjasta línan er í húsbúnaði. Þú býður oft gestum heim og heimili þitt er útbúið með það fyrir augum. Ef gestirnir fara frá þér fúllir aðdáunar, getur þú farið sæl(l) að sofa. Stjörnuspá fyrir vikuna 19. nóvember - 25. nóvember Hrúturinn 21. mars - 20, apríl Þú ert eftirsótt manneskja þessa dagana og það er ekki að ástæðulausu. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur þessa dagana heppn- ast vel. Þér berast lokkandi tilboð en hugsaðu þig vel um áður en þú tekur einhverju þeirra. Nautið 21. apríl - 21. maí Hafðu rólegheit og yfirveg- un í huga þessa vikuna. Þér hafa verið lagðar byrðar á herðar og nú þarftu að sýna að þú hafir manndóm í þér. Takist þér vel til þá er það mjög gott, en óþarfi að hreykjast yfir þvf. Tvíburarnir 22. maí - 22 júní Ef þú kemst hjá því skaltu alls ekki vera að blanda þér í yandamál annarra. Þú skapar þér ekki a’nnað en óþægindi með því. Þú átt von á spennandi bréfi á næstunni sem á eftir að gleðja þig mikið. Krabbinn 23 júní - 23 júlí Það er mikið að gera hjá þér á næstunni og þú færð umbun fyrir vel unnin störf. Taktu enga áhættu og haltu þig við það sem er öruggt, þú færð annað tækifæri. Þetta á jafnt við um peninga- og ástamálin. Ljónið 24. júlí - 23. ágúst Tækifærin gefast ekki mjög mörg og þú verður að gæta þess að missa ekki af þeim öllum - þú lætur þau of mörg framhjá þér fara. Þú ferð of mikið eftir því sem aðrir segja -treystu á sjálfan þig! Meyjan 24. ágúst-23. september Það eru einhver leiðindi ( kringum þig um helgina, aðallega vegna þess að þfnir nánustu vita ekki hvar þeir hafa þig. Talaðu við fólkið og þá líður ykkur öllum betur. Yfirleitt mættirðu vera opn- ari. Vogin 24. sept. - 24. okt. Þér yfirsést alltof oft yfir það sem kemur sér vel fyrir þig f lífinu - opnaðu augun og fylgstu betur með. Vikan virðist ætla að verða góð, bæði hvað varðar and- legu og peningalegu hliðina. Sporðdrekinn 25. okt. - 23. nóv. Það lítur út fyrir að þú eigir 'samkeppni ( vændum af því þú vilt aldrei víkja fyrir neinum. Hafðu þó engar áhyggjur lífið gengur ekki allt út á samkeppni og ástand- ið batnar, en farðu með gát í ásta- málunum. Bogamaðurinn 24. nóv. - 22. des. Það lítur út fyrir það þessa stundina að það sé of mikill óró- leiki í kringum þig til að þér takist að fá það frí sem þú þarfnast. Reyndu að finna tíma til þess eins fljótt og þú getur. Einbeittu þér að því að ákveða þig. Steingeitin 23. des. - 20 janúar Nú gildir að sýna hvað í þér býr og þú verður að taka ákvörðun um það sem hefur verið að berjast um í huga þér. Þetta á líka við um ástamálin. Ráð vikunn- ar: Drífðu í þessu. Vatnsberinn 21. janúar - 18 febrúar Þú verður að færa fórn, líklega á altari ástarinnar, til þess að jafnvægi náist og það fyrr en seinna. Þetta verður spennandi vika og laugardagur, mánudagur og miðvikudagur gætu orðið mjög góðir. Fiskarnir 19. febrúar - 20. mars Gerðu átak í peningamál- unum sem allra fyrst, möguleikar- anir á því að þetta sé allt að lagast •eru betri nú en þeir hafa verið lengi. Varðandi ástina skáltu hafa í huga það sem er nú en ekki velta þér upp úr fortíðinni. VIKAN 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.