Vikan


Vikan - 19.11.1987, Page 63

Vikan - 19.11.1987, Page 63
Friðrik Indriðason Beirút er ekki Disneyland \ KVIKMYNPIR Laugarásbíó War Zone irk Leikstjóri Natanhiel Gutman Aðalhlutverk: Christopher Walk- en og Heywell Bennett Það sem heldur þessari mynd á floti er leikur Walken í aðalhlutverki sem sjónvarps- fréttamaður í hinni stríðs- hrjáðu Beirut skömmu fyrir al- ræmda innrás falangista í flóttamannabúðir palestínu- araba í borginni. Dan Stevens (Walken) frétta- maður ABS stöðvarinnar er ginnt- ur til að taka sögulegt viðtal við mann sem hann telur frammá- mann í PLO en er í raun svikari þar sem sá segist vilja semja við ísraelsmenn og viðurkenna ríki þeirra. Eftir að Stevens verður Ijóst að hann hefur verið hafður að fífli ákveður hann að leita uppi þann sem hann átti að hafa tekið viðtal við en slíkt er vandkvæðum bundið því bæði múslimar og kristnir vilja Stevens feigan. Það hafa ekki verið gerðar margar kvikmyndir um hörmung- ar Beirút-borgar þrátt fyrir að það sé ágætisefni sem slíkt og þótt þessi mynd veiti innsýn í hvernig kaupin gerast á eýrinni í þeirri borg hefur hún í sjálfu sér ekkert nýtt til málanna að leggja og at- burðir þeir sem mynda umgjörð hennar eru þar að auki nokkuð komnir til ára sinna. En myndin sýnir glögglega að Beirut er ekkert Disneyland og raunar furðulegt að nokkur skuli geta búið í borginni við þær að- stæður sem þar eru. Spilltur en stilltur Bíóborg Big Easy •kit'k Leikstjóri Jim Macbride Aðalhlutverk Dennis Quaid, Ellen Barkin og Ned Beatty. Hugguleg spennumynd um samband spilltrar löggu í New Orleans og saksóknara sem vinn- ur að upprætingu spillingar innan lögreglunnar. Inn í söguþráðinn fléttast svo dularfull morð á mafíuforingjum í borginni. Dennis Quaid leikur lögguna og fer vel með hlutverk sitt en það er einkum samleikur hans og Ell- en Barkin sem gerir þessa mynd áhugaverða en þetta er fyrsta tækifærið sem Quaid fær til að láta verulega að sér kveða í kvik- mynd eftir nokkur athyglisverð aukahlutverk (The Long Riders) og eitt misheppnað aðalhlutverk (Enemy Mine). Leikstjórn Macbride er fag- mannleg og ástæða er til að geta þáttar Ned Beatty sem fer á kost- um í hlutverki lögreglustjóra í myndinni. ■■ ^ STJORNUFR ETHR Fréttir Stjörnunnar vekja athygli. A Stjörnufréttir eru alvörufréttir, fluttar á í ferskan hátt. Fréttir fyrir fólk. 1 Stjörnufréttir allan sólarhringinn: Kl. r 8, 10, 12, 14, 16, 18 og 23 alla virka daga, kl. 10, 12 og 18 um helgar, kl. 2 Skínandi fréttir og 4 um nætur. á FM 102 og 104 VIKAN 61

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.