Vikan


Vikan - 19.11.1987, Side 27

Vikan - 19.11.1987, Side 27
Stutt umsögn um bílana sem blaðamaður Vikunnar hefur prófað Daihatsu Cuore Lítill en stór, sannkölluð budda. Þótt lítill sé er plássið innandyra feykilega mikið. Vélin er frísk og bíllinn snar í snúningum innan- bæjar, en akstur á malarvegum getur verið varasamur, því bíllinn er svo stuttur. Farangursrými er af skornum skammti. Draumabíll innanbæjar og eyðslugrannur. Plús: Frísk vél, lipur skipting, farþegarými rúmgott. Mínus: Varasamur á möl, farangurspláss lítið, óheppilegur í árekstri. Hröðun og hámarkshraði 0-100 Hámarks- km/klst.(’) hraði Citroen AX RE 10 .... 18.1 145 Citroen AX 11RE 14.4 158 Citroen AX TRS 11.3 165 Daihatsu Coure 15.7 136 Daihatsu Charade CX . 16.1 149 Fiat Uno 45 14.6 146 Fiat Uno 60 16.0 154 Fiat Uno 70 13.0 165 Fiat Panda 18.5 138 Ford Fiesta 1.0 16.4 132 Ford Escort 1.3 14.0 145 Lada 1200 18.9 142 Lada 1300 Safír 16.5 147 Lada 1500 Lux 16.3 153 Lada Samara 14.7 152 Lancia Y 10 15.8 146 Mazda 323 1.3 LX .... 13.2 148 Mitsubishi Colt EL1200. 14.7 150 NissanMarch (Micra) .. 14.7 141 Nissan Sunny LX 14.6 138 Opel Corsa 1.0 19.2 136 Peugeot 205 GR 13.5 152 Peugeot 205 XL 17.6 142 Renault 5 Campus .... 16.3 143 Skoda 105 L 23 132 Skoda 120 L 15.4 135 Skoda 130 Rapid/130L. 13.3 162 Subaru Justy J10 13.6 150 Subaru Justy J12 13.0 153 Suzuki Swift GA/GL ... 13.8 145 SeatGL 13.8 158 Toyota Corolla 1.3 .... 13.1 155 * Tölvur ADAC, þýska bíleigendasambandsins. Fiat Uno 45 og 60 Áður leiðandi bíll í smábílafylkingunni, nú að verða gamaldags. Línur bílsins flatar og látlausar. Lipur í innanbæjarakstri, en skipt- ing í stirðara lagi. Farþegarými bjart og sæti þægileg, en rými undir smáhluti skortir. Vélar þessara bíla eru frískar, engar bombur þó. Plús: Lipur innanbæjar, farþegarými þægi- legt, gott útsýni. Mínus: Gírskipting fullstirð, útlit gamaldags, mælaborð plastkennt. Peugeot 205 XL Kosinn besti smábíll af mörgum þekktum bílatímaritum. Samræmir skemmtilegt útlit, sem kvenfólk fellur mikið fyrir, og góða aksturseiginleika. Vél er sæmilega aflmikil, gírskipting mjög góð. Fjöðrun er hæfilega stíf, með franska mýkt þó. Mælaborð og allt innan dyra mjög smekklega frágengið. Plús: Fjöðrun, stýri og gírskipting. Mínus: Hávaðasöm vél, lítið farangurspláss. Lancia Y 10 Stælgæja- og óvenjulegt útlit heillar marga kaupendur þessara smábíla. Vélin er talsvert lífleg (sú sama og í Fiat Uno). Fáir jafn rösk- ir í umferðarhnútunum og framsætin eru þægileg. Plássið afturí er hins vegar af skornum skammti og farangursrými lítið. Plús: Lipur, óvenjulegt og hressilegt útlit, framsæti góð. Mínús: Þrengsli afturí, fjöðrun stuttaraleg. Seat Ibiza Dálítið þunglamalegur í útliti. Vélin er hönnuð af Porsche, en ekkert ógnarverkfæri og nokkuð hávaðasöm. Framsæti eru þægi- leg, en farþegarýmið í heild gæti verið betra, sérstaklega mælaborðið. Frágangur að öðru leyti er vandaður. Bíllinn er ekki eins lipur og keppinautarnir. Plús: Fjöðrun og stýrisbúnaður. Mínus: Stýri í þyngra lagi, losaraleg gírskipt- ing, mælaborð. Subaru Justy 4WD Vinsælir í vetrarófærðinni, enda búnir íjór- hjóladrifi. Vél full af fjöri, gírskipting tiltölu- lega létt. Vélarhávaði er talsverður, enda vélin þriggja cylindra. Farþegarými er nokk- uð rúmgott en mælaborð með áberandi plastáferð. Plús: Fjórhjóladrif og fjöðrun, létt stýri. Mínus: Vélarhávaði og frágangur. VIKAN Á SMÁBÍLAMARKAÐI Blaðamaður Vikunnar, Gunnlaugur Rögn- valdsson, reynsluók fyrir skömmu nýj- ustu útgáfú Toyota Corolla í Lúxemborg. Toyota Corolla 1300 STD Líklega einn alvandaðist bíllinn á markaðin- um, en aðeins ein gerð á verðbilinu sem tekið er fýrir. Frágangur innan og utan dyra mjög góður. Gírskipting frábær, fjöðrun hæfilega miúk og vélin frísk. Útlitið er vel heppnað. Ódýrasti bíllinn er kannski í ein- faldara lagi að innan. Plús: Frágangur, gírskipting, létt stýri og nákvæmt. Mínus: Veghljóð á möl, innrétting einföld. Citroén AX 11 og 14 TRS Léttur og ljúfur Frakki. Vélar beggja bíla gefa akstursglöðum lausan tauminn en vél- arhvinur er óþarflega mikill. Skipting létt sem og stýri, sem mætti þó vera nákvæmara. Fjöðrunin er lungnamjúk að hætti Citroén en hávaðasöm á malarvegum. Farþegarými er bjart með fjölmörgum hirslum undir smáhluti og framsæti eru þægileg. Plús: Gírskipting létt, fjörugar vélar, vandað farþegarými. Mínus: Hávaði frá fjöðrun á möl, vélarhvin- ur, hurðaropnarar óþægilegir. Skoda 120 Log 130 L Selst nú geysivel. Odýr en samt með grunnhlutina á hreinu. Fjöðrun, stýri og bremsur eins og best verður á kosið og með vél yfir afturhjólum eru fáir bílar betri í snjó. Skoda hefur náð að rífa sig uppúr öldudal slæms umtals. Helstu vankantar eru vélarhávaði inni í farþegarými og innrétting er dálítið gamaldags. Gírskipting gæti líka verið liprari og nákvæmari. Plús: Stýri, fjöðrun, bremsur, verð. Er jafn- vígur á möl og malbiki. Mínus: Gírskipting, vélarhávaði. V VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.