Vikan


Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 28

Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 28
Óðagot ungdómsins Það hefur borið nokkuð á því að sportbílaútfærslur smábílanna, sem við fjöllum um, lendi í árekstrum. Slíkir bílar eru oftast annar bíll fjölskyldna og oftar en ekki eru það unglingar, sem nýkomnir eru með próf sem fá slíka bíla lánaða og lenda í ógöngum. Bílarnir eru léttir og kraftmiklir og erfitt að átta sig á Hraðanum. Flestir bílanna lenda í árekstrum með framhlutann, sem eitt sér er ábending uni það að of greitt er ekið. Að sögn lögreglu hafa aflmiklir japanskir smá- bílar verið þyrnir í augum löggæslumanna um helgar. Þá eru það litlu sportbílarnir í höndum ungdóntsins, sem eru í spyrnu- leikjunt og kappakstri unt götur bæjarins. Hafa mörg óhöpp, orðið af þeim sökum. Er féill ástæða fyrir foreldra að íhuga vel lán á slíkum bílum. Það sanna klesstir bílar undanfarna mánuði. Kvað svo rammt að þessu að nienn voru farnir að tala um að sumir bílar hlytu að vera gallaðir; ástæðan er hinsvegar óðagot ungdómsins.... .<■ "'■ - : Bílaverksmiðjurnar leggja milljarða króna í hönnun og prófanir á nýjum bílum. Alls- kyns tækjabúnaður er notaður til könnunar á virkni hinna ýmsu hluta bílanna. Á þess- ari mynd eru starfsmenn Ford í Englandi að prófa fjöðrun í Ford Fiesta á grófúm vegi, hellulögðum sem eru algengir í borgum á meginlandi Evrópu. í sendibílnum eru tölv- ur sem nema hreyfingar fjöðrunarinnar, sem sýnirisvo tæknimönnum hvað má bæta. Fjöðrun bíla verður að virka við allar aðstæður, á malbikuðum vegum, steinsteyptum, á niöl og þarf mikla vinnu í að stilla hlutina rétt. Rándýr rannsóknaraðstaða Ford opnaði nýlega nýja álmu í rannsóknardeild sinni í Dunton í Englandi. Rannsóknarstofan er þegar metin á tæplega 300 ntill- jónir dollara, en nýja álman kostaði 6 milljónir dollara i uppsetningu. Þar ntá t.d. prófa virkni bíla í óeðlilega háum og lágum, hita og rakastigum. Sérstakur klefi þjónar þeirn tilgangi að fn'sta og liita bíla, allt frá rnínus 40 gráðum á Celcius upp í 50 gráður í plús. Vindgöng geta rnyndað vindhraða sem jafnast á við 180 km hraða og rúllubraut, sem bíll stendur á setur hann í 220 km hraða. Brautin er bæði fyrir fram og aftur- drifria bíla, stóra sem smáa. Öllum þessurn búnaði teng- ist nýlegur tölvubúnaður sem kostaði 15 milljónir dollara að koma upp. Avikan á smábílamarkaði Nýr Skodi Loksins nýr Skoda. Eftir að hafa framleitt afturdrifna Skoda í áratugi hyggst verk- smiðjan tékkneska koma með nýjan bíl á markað á næsta ári. Bíllinn er hannaður af vestræna fyrirtækinu Bertone, en vélin mun koma fráöðrum vestrænum framleiðanda. Nissan, Isuzu, Volkswagen og Renault eru öll inn í myndinni hvað vélarmál varðar. Það verður því fátt tékkneskt nema efnið og vinnan... Suzuki Swift í hendur íslenskra rallökumanna Til að sýna ffam á styrk og getu bíla sinna senda bílaverksmiðjur suma bíla i rall- keppni. En það hefur verið minna um að smábílar hafi haldið orðstý mismunandi teg- unda á lofti. Þó hefúr Skoda undanfarin 14 ár, sent sína bíla í bæði Evrópu og heims- meistarakeppnina í rallakstri með góðum árangri. Suzuki verksmiðjurnar japönsku reyna nú að sýna fram á burði Suzuki Swift, með þátttöku í rallakstri. Slíkir bílar hafa keppt í þýsku meistara- keppninni í ár og fimm sinnum unnið sinn vélarflokk. Nú ætla nokkrir ungir íslending- ar að taka sig saman og keppa á slíkum bíl- um bæði hérlendis og erlendis. Öku- mennirnir Ari Arnórsson og Ævar Hjartar- son hafa fest kaup á slíkum bílum og ætla að keppa í minnst þremur mótum erlendis, auk þess að keppa í röllum íslandsmeistar- akeppninnar. Þeir telja bílinn sterkan, þó lít- ill sé og vélarafl gæti orðið nærri 150 hest- öflum. í 750 kg bíl er slíkt oft mjög mikið og sjálfsagt munu bílarnir fara greitt, a.m.k. miðað við stærð. 26 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.