Vikan


Vikan - 19.11.1987, Page 5

Vikan - 19.11.1987, Page 5
Olla ákaft fagnað Ladda varð ekki stætt á öðru en að draga Olla úr Heilsubælinu firam í sviðs- Ijósið í íslensku óperunni er hann endurtók þar á sér- stakri fjölskylduskemmtun sýninguna, sem hann var með í Súlnasal Hótel Sögu síðasta vetur. Olla var geysi- lega vel fagnað þegar hann rúllaði fram á senuna I hjóla- stólnum. Lófaklappinu ætl- aði aldrei að linna. Var sem áhorfendur væru þarna að fyrirhitta ættingja eða vin, sem sárt hafði verið saknað. í næsta tbl. Vikunnar segj- um við nánar frá þeim frægu persónum, sem fram komu á þessari skemmtun Ladda. Þá verður faðerni Eiríks Fjalar afhjúpað meðal annars. Þess má að lokum geta, að skemmtun Ladda í íslensku óperunni verður endurtek- in næstu helgi þar sem upp- selt var á allar sex skemmt- anirnar síðustu helgi og fjöldamargir urðu firá að hverfa. Umfjöllun Vikunnar um hina „svörtu skýrslu“ Ríkis- mats sjávarafúrða þar sem fram kemur að stór hluti af fiskvinnsluhúsum Iandsins er óhæfúr til matvælafram- leiðslu hefúr vakið verð- skuldaða athygli. Hin „svarta skýrsla" var úttekt Ríkismatsins á 100 fiskvinnslu- fýrirtækjum og sem slík verður hún höfð til grundvallar er Ríkismatið úthlutar vinnsluleyf- um um næstu áramót. Sam- kvæmt úttektinni er ljóst að mörg fyrirtækjanna eiga ekki rétt á vinnsluleyfi án undan- genginna gagngerra breytinga á rekstrinum en búast má við að pólitíkusar muni beita Ríkismat- ið miklum þrýstingi til að veita „sínum húsum" leyfi þótt þau eigi ekki rétt á því og er vert að hafa í huga siáturhúsamálið sem nýlega kom til kasta alþingis í þessu sambandi. Strax í sumar og haust er út- tekt þessi var framkvæmd gerði Ríkismatið kröfur um úrbætur hjá viðkomandi húsum og nú er verið að kanna hvort farið hafi verið eftir þeim kröfúm og einnig hvaða valkosti Ríkismatið hafi til að fá húsin til að fram- fylgja því sem um var beðið. Þá má geta þess að fúndi þeim sem Vikan sagði að ætti að verða í þessum mánuði til að kynna niðurstöður úttektarinnar hefúr verið frestað þar til í janúar á næsta ári. -MG Þorbjörg sýnir í Skerjafirði Þorbjörg Höskuldsdóttir opnar málverkasýningu um næstu helgi í nýja galleríinu í Skerjafirðinum. List Gallerí nefnist það og er í Einars- nesi 34. Sýningin í List Gallerí verður opin um næstu helgi og þar- næstu — og ekki lengur. List Gallerí var opnað í vor sem leið en sýning Þorbjargar er hin fyrsta í haust. Reyndar er það listviðburður þegar Þor- björg sýnir, því hún hengir ekki myndir sínar oft á veggi sýning- arsala. „Eg er svo óskaplega hægvirk," segir hún í skemmti- legu viðtali sem birtist við 'iana í sýningarskrá List Gallerís. — GG VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.