Vikan


Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 58

Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 58
LEIKARINN MARTIN SHEEN: Börnin eru aðalstoltið Martin Sheen er leikari sem flestir ættu að kannast við. í gegnum árin hefur honum tek- ist að öðlast virðlngu áhorf- enda jafnt sem vinnufélaga fyr- ir sterka túlkun á erfiðum hlut- verkum eins og áhorfendur Stöðvar 2 hafa fengið að kynn- ast undanfarið, en Sheen fer með hlutverk John F. Kennedy í samnefndum þáttum sem hafa verið á dagskránni undan- farna laugardaga. Um hlutverk sitt sem Kennedy segir Sheen: - Þetta er erfiðasta hlutverk sem ég hef leikið. Mér fannst að enginn gæti skilað því sómasamlega. Ég var hreinlega hræddur við það. Því var eins far- ið með John Shea sem lék Bobby Kennedy. Þeir voru báðir hetjur okkar og höfðu mikil áhrif á okkur. Núorðið hefur Martin Sheen aðeins áhuga á að vinna að hlut- um sem honum finnast hafa boðskap, verkefni sem hafa þjóð- félagslegt gildi. Auðvitað leikur hann ennþá fyrir peninga, en allt- af þarf boðskapurinn að vera til staðar. Persónulegur metnaður hans sem leikara kemur í öðru sæti. Þó honum sé boðið frábært hlutverk tekur hann því ekki ef verkið mætir ekki kröfum hans. - Ekkert getur haft gildi nema það endurspegli sannleikann, ástandið í heiminum, segir Sheen. - Að leika í mynd sem hefur þjóðfélagslegt eða pólitískt gildi veitir manni mesta fullnægju. Sem betur fer er ég kominn í þá aðstöðu að geta leyft mér að velja og hafna í verkefnavali. Sheen tók þessa afstöðu eftir að hafa verið hætt kominn fyrir tæpum tíu árum. Við tökurnar á Apocalypse Now sem Francis Ford Coppola leikstýrði fékk hann alvarlegt hjartaáfall og við það breyttist lífssýn hans algerlega. -Fram að því hugsaði ég aðal- Martin Sheen eins og áhorfendur Stöðvar 2 kannast við hann, í hlutverki John F. Kennedyásamt John Shea sem leikur Robert F. Kennedy. lega um feril minn sem leikara, ekki um hvað ég gæti gert fyrir mannkynið. Eftir að hafa fundið hve lífið er hverfult sá ég hvað persónulegur metnaður er lítils- gildur. Maður fær miklu meira út úr því að gera eitthvað sem hefur þýðingu fyrir aðra. Hin nýja lífssýn Martins She- ens hefur algerlega breytt lifnðar- háttum hans. Hann er hættur að drekka, hefur endurheimt sam- band sitt við kaþólsku kirkjuna og leggur óhemju mikið á sig til að halda sér í formi. Að auki fer jafn mikill tími hjá honum í það að vinna sjálfboðastörf og launuð verkefni. Sem dæmi um það má nefna að hann lét þær 7.6 milljónir króna sem hann fékk í sinn hlut fyrir að leika í Gandhi renna til þriggja góðgerðarstofnana. Einn- ig hefur hann leikið ókeypis í leikritinu The Normal Heart sem fjallar um vanda alnæmissjúkl- inga og bíómyndinni The King of Prussia sem framleidd var af litlu fyrirtæki og fjallaði um tvo kaþólska presta sem voru fang- elsaðir á hæpnum forsendum. Það sem veitir honum þó mesta ánægju í dag er að fylgjast með velgengni barnanna sinna. Tveir synir hans, þeir Emilio Est- evez (hið rétta nafn Martin Sheen er Ramon Estevez) og Charlie Sheen eru orðnir kvikmynda- stjörnur. Emilio var búinn að leika í mynd Coppola The Outsiders áður en hann sló í gegn í mynd- inni The Breakfast Club og hefur síðan leikið í fjölda mynda auk þess sem hann hefur leikstýrt einni mynd (Wisdom) og skrifað handrit fyrir aðra (That Was Then, This Is Now). Charlie sló í gegn í Óskarsverðlaunamyndinni Platoon sem Oliver Stone leik- stýrði og er nú að leika í næstu mynd Stones, Wall Street. Reyndar er það skemmtileg til- viljun að feðgarnir Martin og Charlie hafa leikið í þeim tveimur myndum sem hafa verið hörðustu ádeilurnar á Víetnam stríðið, Ap- ocalypse New og Platoon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.