Vikan


Vikan - 19.11.1987, Síða 32

Vikan - 19.11.1987, Síða 32
UÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Eftir svipnum að dæma eru þeir Eyjólfur Ágústsson og Oddur Óskarsson ánægðir með bílasöluna fyrir norðan. Þeir munu selja á fimmta hundrað bíla í ár og eru því einn stærsti umboðsaðili landsins. Norðanmenn kjósa fjórhjóladríf Höldur á Akureyri hefur selt hátt í \ fimmhundruð bíla á þessu ári. Bílaumboðum hefur vegn- að vel í ár, sala bíla hefur verið rífandi, eftir tollalækk- anir fyrr á árinu, þó auka- gjald ríkisins bættist svo á bíla fyrir skömmu. Bíla- umboðin státa öll af sölutöl- tun og birta við hvert tæki- færi, ef vel gengur. Það fer þó lítið fyrir eina stóra bíla- umboðinu úti á landsbyggð- inni, nefhilega Höldur hf. á Akureyri. Fjarri skarkala höfúðborgarinnar selur Höldur líklega hátt í flmm hundruð bíla á þessu ári, meira en mörg þekkt bíla- umboð á höfúðborgarsvæð- inu. Höldur er betur þekkt sem Bílaleiga Akureyrar, en bíla- umboð a.m.k. Sunnanlands, en við Tryggvabraut á Akureyri hefur fyrirtækið rekið umboðs- sölu fyrir bíla í átta ár. Þar til í febrúar þafði lítil skrifstofa verið látin nægja fyrir starfsemina, en nú er myndarlegur sýningarsal- ur og aðstaða fyrir sölumenn komin upp. Reksturinn er sjálf- stæður, en Höldur hf. hefúr um- boð fyrir Mitsubishi, Volkswag- en, Fiat og Land Rover. „Það er mikill munur fyrir fólk hérna megin á landinu að geta skoðað bílana í sýningarsal í stað þess að skoða bara auglýsingabækl- inga eða þeysa til höfuðborgar- innar,“ sagði Eyjóifur Ágústsson, en hann ásamt Oddi Óskarssyni sér um sölumálin. „Það hefúr háð okkur undanfarið að við höfúm ekki getað annað eftir- spurn, en það er að rætast úr því núna og við verðum með bíla á lager. „Markaðurinn á Norðurlandi er svipaður og á höfuðborgar- svæðinu, nema hvað menn vilja oft ffekar fjórhjóladrifsbíla. Veðurfarið er þannig, oft þung- fert vegna snjókomu. Mest er selt af hefðbundnum fjölskyldu- bílum, sportbílaáhuginn, sem var hér áður fýrr er eiginlega dottinn upp fyrir. Minni bílarnir eins og Fiat Uno seljast líka vel. Einhverjar svakakerrur sjást nú meira í Reykjavík eða Keflavík. Við flytjum stundum inn bíla, sem ekki sjást hjá öðrum. Við fengum t.d. leyfi hjá Heklu til að flytja inn fjórhjóladrifúa Mits- ubishi Space Wagon, sem við fengum frá Noregi. Tuttugu slík- ir hafa selst og eingöngu hér fýr- ir norðan. Svo búumst við við góðri sölu á nýja fjórhjóladrifna Mitsubishi Lancer bílnum". En þó Höldur hafi hitt á svona uppgrip hefúr ekki allt gengið upp, eins og gengur og gerist í viðskiptaheiminum. Land Rover jeppanum breska var gjörbreytt fýrir nokkrum árum, varð eigin- lega Range Rover í öllu nema útliti. Höldur flutti inn á annan tug slíkra bíla, sem ekki hafa selst að neinu marki. Það vantar ekki áhugann á bílnum, það er verðið sem setur strik í reikn- inginn. Svipað búinn Mitsubishi Pajero jeppi kostar kannski 300.000 krónum minna og það er of mikið. Við fórum söluher- ferð um landið en aðeins einn Land Rover seldist. Svona er viðskiptaheimurinn, maður veðjar á eitthvað. Annað hvort gengur það upp eða ekki. Lík- lega notum við jeppana í bíla- leiguna, þar sem Land Rover hefúr þegar sannað gildi sitt,“ sagði Eyjólfúr. VIKAN A SMABILAMARKAÐI 30 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.