Vikan


Vikan - 19.11.1987, Síða 38

Vikan - 19.11.1987, Síða 38
TEXTI: MAGNÚS GUÐMUNDSSON í undirdjúpum West Edmonton Mall ► gefúr að líta spennandi furðuheim, með fjölbreyttu dýralífi. Kafbátar flytja gesti um undirdjúpin sem ná yflr 5 hektara svæði undir verslanamiðstöðinni. rða- og kaupglaðir islendingar vilja gjarna slá margar flugur I einu höggi með að sameina í einn pakka á ferðalögum erlendis innkaup, skemmtanir og bað- strandarlíf. Allt þetta er hægt án mikilla tilfær- inga, ef leiðin er lögð til Kanada, nánar tiltekið, borgarinnar Edmonton í Albertafylki. Þangað er hægt að komast fyrir tiltölulega vægt verð, ef borið er saman við þessar hefðbundnu innkaupaferðir til Evrópulanda. Verðlag í Kanada er einnig mjög hagstætt, sem getur vegið upp á móti þeim verðmun sem liggur í flugferðinni þangað, miðað við til dæmis Glasgow. í Edmonton í Kanada er nokk- uð sem margir hafa kallað átt- unda undur veraldar, stærsta verslanamiðstöð í víðri veröld, West Edmonton Mall, sem rúm- ar hvorki meira né minna, en 830 verslanir og veitingastaði undir einu þaki! Myndi þekja allan miðbæinn Flatarmál West Edmonton Mall er um það bil 500.000 fer- metrar, eða um 50 hektarar, sem er hreint ekki svo lítið svæði. Til samanburðar er Kringlan skráð hjá Borgarverk- fræðingi Reykjavíkur um 28.000 fermetrar. Kanadiska verslana- miðstöðin myndi þekja allan gamla miðbæ Reykjavíkur og ef henni yrði slegið upp við Skautahöllin í West Edmonton Mall er hið tilkomumesta mannvirki. m Hótel Fantasyland, eða Hótel Furðuheimur, sem er 360 herbergja gistihús inni í verslanamiðstöðinni, býður gestum West Edmonton Mall upp á gistingu í herbergjum þar sem ímyndunaraflið hefur verið látið ráða um innrétting- ar. Hér er til dæmis trukkaher- bergið fýrir bíladellufólk. I West Edmonton Mall, eru gangarnir eins og raunverulegar verslanagötur og eru þær oft eftirlíkingar af frægum götum annars staðar í heiminum, eða í stíl við eitthvert heimssvæði. Þessi gata heitir Europa Boulevard, með versl- unum sem sérhæfa sig í frægum evrópskum tískufatnaði. Kringluna, myndi allt svæðið á milli Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar og Miklubraut- ar og Bústaðarvegar og gott betur, hverfa undir þak þessarar gríðarstóru verlanamiðstöðvar. Það fáeri ekki mikið fyrir öll- um Reykvíkingum, þótt þeir legðu allir leið stna í einu í búð- arráp í West Edmonton Mall og bílastæði væru ekkert vandamál, þar sem verslanamiðstöðin rúmar um það bil 50.000 bíla í stæði innan og utanhúss. Þeir sem ekki nenna að þvæl- asts í búðir geta svo sem fúndið eitthvað við sitt hæfi þarna inn- an dyra, þar sem stærsta Tívolí í heimi, innan dyra, er meðal þeirra afþreyinga sem boðið er upp á. Skemmtigarðurinn einn nær yfir 52.000 fermetra svæði. Til annarra skemmtana fyrir þreytta búðarápara, býður versl- anamiðstöðin upp á stóreflis dýragarð og sædýrasafn, ferða- lög með stórum kafbátum um djúpin blá, þar sem illúðlegir hákarlar glotta framan í gestina, skautahöll og fjörugt næturlíf með dansstöðum og kvikmynd- ahúsum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er þó allt slegið út með World Waterpark, sem er vatna- svæði upp á tæpa þrjá hektara, inni í verslanamiðstöðinni. Þar f. World Waterpark. Myndin sýnir hluta vatnagarðsins. með hinnl vinsælu baðströnd, par sem 10.000 manns geta baðað sig í einu, án þrenglsa. er til dæmis stóreflis baðströnd undir þaki, með véldrifhum öldugangi þar sem baðgestir geta leikið sér á brimbrettum og orðið jafn sólbrúnir eins og á gervisólir undir þakinu sjá fyrir brúnkugeislum. Fótafúnir í innkaupum þurfa ekki að láta stærð miðstöðvar- innar hræða sig, þar sem gestum er boðið upp á rafknúna vagna, sem þeir geta síðan stýrt hvert sem óskað er. Þeir sem kjósa að ganga verða hins vegar að búa sig undir nokkurt erflði, þar sem göngutúrinn á milli allra versl- ananna er rúmir 5 kílómetrar. 36 VIKA.N VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.