Vikan


Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 62

Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 62
Clint er góður töffari. Heartbreak Ridge 'k'k'k Aðalhl. Clint Eastwood, Glenda Jackson. Leikstj. Clint sjálfur. Oftar en ekki hefur Clint gamli leikið hina harðsviruðustu töffara í eftir því harðsoðnum myndum en sennilega aldrei sem nú. Persóna hans er samansett úr þvílíkum ofskammti af sóðakjafti, karlrembu, ruddamennsku, þrjósku og öðru þvílíku sem sannan karlmann má prýða að við hljótum að gera hann umsvifa- laust að uppáhaldshetjunni okkar. Clint leikur blúsaðan liðþjálfa sem fær það verkefni að koma skikkan á vægast sagt óhrjálega hersveit og kenna henni eins og eitt eða tvö brögð sem hann hefur lært á sínum langa og þyrnum stráða hermannsferli. Glenda leikur fyrrverandi konu hans og vill ekkert með hann hafa, sem hann botnar nátt- úrlega ekkert í, þrátt fyrir að hafa notað hana sem gólfmottu þann tíma sem þau voru saman. í nafni frelsis og lýðræðis er sveit Clints send til Grenada í eina broslegustu hernaðarför síðari tíma og þar gengur allt eftir á svo ótrúlegan gamaldags og hallærislegan máta að unun er á að horfa. Óskammfeilni Clints er með ólíkindum, hann kann ekki að skammast sín og hvetur landa slna til að gera slíkt hið sama. Afgangurinn af heiminum veit svo varla hvort hann á að hlæja eða gráta... Stanley Kubrick á heiðurinn af myndunum sem hér er fjallað um. Grant hylltur Talk of the Town kkk Aðalhl. Cary Grant, Jean Arthur, Ronald Colman. Leikstj. George Stevens. Við kvikmyndafagurkerar sjáum gjarnan fjórða og fimmta áratuginn í Ijúfsárum hilling- um og teljum fólki trú um að þá hafi vestur- heimsk kvikmyndagerð risið hvað hæst. Það má líklega til sanns vegar færa og víst er að þessi ár eru viðmiðunin þegar fólk segir „Svona myndir eru ekki gerðar lengur." Holdgervingur þessa tímabils er Cary Grant, umfram aðra. Hann er nú nýlátinn og það er því vel til fundið hjá Skífunni að setja á markað nokkrar mynda hans undir samheitinu „Tribute to Cary Grant". í þeim flokki er m.a. að finna Talk of the Town frá 1942, fjögurra stjörnu gamanmynd, skrifaða og unna af kúnst þeirra sem kunna að skemmta öðrum með því að skemmta sjálfum sér. Grant leikur saklausan mann á flótta undan réttvísinni og leitar skjóls í húsi gamallar vinkonu sem er u.þ.b. að leigja það til virts lögfræðings. Upp- hefst þá hinn spaugilegasti feluleikur þar sem Grant reynir ákaft að fá lögfræðinginn sér til að- stoðar og benda honum á að lögin séu meira en dauður bókstafur. Notalegur húmor og þægilega gamaldags. Ég bíð spenntur eftir fleiri myndum í þess- um flokki og vona að á boðstólum verði innan tíðar myndir eins og Money Busines, Bring- ing up Baby, His Girl Friday og umfram allt The Philadelphia Story. Á valdi Kubricks A Clockwork Orange kkkk Aðalhl. Malcolm McDonald. Leikstj. Stanley Kubrick. Hnignandi siðferðisvitund hefur Kubrick kall- inn haft á heilanum I byrjun áttunda áratugar- ins og er sem fyrri daginn ekkert að tvínóna við frásögn sína. Enginn kemst hjá því að hrærast með eða á móti þessari mynd. Hún þrengir sér uppá þig og kallar fram flestar til- finningar. Sögusviðið er framtíðarþjóðfélag hvar ofbeldi og miskunnarleysi mótiverar þegnana til athafna. McDonald leikur sérlega slæman strák, holdgerving kynslóðarinnar sem brátt á að taka völdin og er óborganlegur - og óforbetranlegur... Líkt og í Dr. Strangelove notar Kubrick gegndarlausa gamansemi á biksvörtum nót- um til að koma sögu sinni á framfæri og hefur áhorfendur algerlega á valdi sínu méð því að byrja á að kynna fyrir þeim sérlega illa inn- rætta aðalpersónu sem enga samúð á skilið en breytir svo tilfinningunum í meðaumkun og loks í fullan stuðning þegar séð er fram á að slæmi strákurinn hefur snúið á kerfið og lofað bót og betrun... Tíma- brandarar meö tóma- hljóði Peggy Sue Got Married kk Aðalhl. Kathleen Turner, Nicholas Cage. Leikstj. Francis Ford Coppola. Líklega verða kröfurnar á hendur Coppola alltaf frekar óraunhæfar eftir frábær byrjenda- verk eins og Rain People og The Conversat- ion og síðar myndirnar um Guðföðurinn. En við megum ekki dæma hann of hart og hafa jafnframt í huga að hann skuldar okkur ekki neitt. Enginn skyldi halda að þetta sé einhvers- konar afsökunarformáli fyrir Peggy Sue Got Married. Þetta er ágætis skemmtimynd og boðskapurinn jafn eilífur og hann er þarfur: Njótið augnabliksins, því það kemur aldrei aftur. Kathleen Turner leikur konu af rokk- kynslóðinni sem fær óvænt tækifæri til að endurupplifa unglingsárin, með þroska og reynslu helmingi eldri konu. Eftirsjáin svífur yfir vötnum, stundum sætbeisk og stundum bara beisk. Tímabrandarar fljúga en missa marks að nokkru leyti vegna þess að þú ert nýbúinn að sjá Back to the Future. Þó eru undantekningar. En allt um það, eitthvað tómahljóð er í Peggy Sue og þá er ég ekki að tala um skort á snilligáfu sem Coppola skildi eftir heima í þetta skiptið. Snilldarverk Dr. Strangelove kkk Aðalhl. Peter Sellers, George C. Scott. Leikstj. Stanley Kubrick. Þetta snilldarverk svartra gamansemi, sem frumsýnt var 1964, hefur elst afskaplega vel og skfrskotar enn þann dag í dag til atburða líðandi stundar. [ þessari sögu rambar heim- urinn á barmi kjarnorkustyrjaldar og í raun keppast bæði mennskir menn og ómennskir um að hrinda honum fram af. Tæplega heppi- leg umgjörð utan um gamanmynd en Kubrick lýsti því yfir á sýnum tíma að ætlun hans hefði verið að gera alvarlega mynd. Hann sá þó fljótt að slfkt hefði aldrei gengið upp því þá hefði enginn tekið myndina alvarlega! Leikurinn er frábær og þar er Peter Sellers sérkapítuli. í þremur mismunandi hlutverkum reynir hann að bjarga heiminum, steypa hon- um f glötun eða bara láta sér standa alveg á sama. Scott og Hayden fara sömuleiðis á kostum. Húmorinn er sem fyrr segir alveg kol- svartur og inniheldur þvílfk gullkorn og snið- ugar uppákomur að þú hefur einfaldlega ekki efni á að láta þessa mynd framhjá þér fara. MYNDBÖND Asgrímur Sverrisson 60 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.