Vikan


Vikan - 19.11.1987, Side 48

Vikan - 19.11.1987, Side 48
óþarfar veiðar. Nú eru hvalirnir nýttir sem mannamatur og er verðmæt útflutningsafurð? —Já, síðan Japanar byrjuðu að kaupa hvalkjöt er hvert kíló nýtt sem mannamatur, allt nema beinin. Þannig að hvalurinn er vel nýttur. Um ffiðunar aðgerð- irnar þá var full þörf á að friða steypireyðinn og hnúfubakinn á sínum tíma, en um búrhvalinn gegnir öðru máli. Hér á okkar slóðum eru aðeins búrhvals- tarfar eða karldýr sem flækjast í burtu frá aðal stofninum og við vorum ekki sammála því veiði- mennirnir að það væri þörf á að friða hann. En það er verið að reyna eftir föngum að koma á móts við aðra og hafa þessa menn góða. — Eru hvalfriðunarmenn á villigötum? —Já, það held ég sé ekki nokk- ur vafi. Þegar litið er til þess að við veiðum aðeins í 220 sjó- mílna radíus frá Hvalveiðistöð- inni og það er það eina sem veitt er í Norðurhöfum nema Grænlendingar veiða 10 lang- reyðar á ári. Svo að það er í rauninni ekki mikið sem veitt er í Norður-Atlantshafinu og á mjög takmörkuðu svæði sem sæist vel á sjókorti ef fólk vill skoða þetta í réttu ljósi. Við veiðum ekki á öðrum slóðum. Fyrst þegar grænfriðungar komu hingað til lands til að reyna að trufla veiðar, þá var viðtal við þennan fýrirliða þeirra, þá kom það berlega í Ijós að þeir vissu að við vorum ekki að ofveiða en þeir vissu að við vorum smáir og töldu að þeir gætu ógnað okkur til að hætta hvalveiðum, og með því töldu þeir sig reka fleyg á milli Japana og Rússa á hvalveiðiráðstefn- unni. Þeirra áróður byggist á að það sé ofveiði og það gengur víst vel í margt fólk. Þetta bygg- ist líka mikið á væmni og tilflnn- ingahita. Það er allavega ljóst að hér hjá okkur er engin ofveiði og stofnarnir standa nokkuð vel. Veiðin hefur ekki verið nema einn fjórði af því sem mest var þegar veiðiskipin voru 4 að veiðum og þó var engin ofveiði þá. Þetta var allt í lagi eins og það var, en það voru allir sammála því að hafa þetta í lágmarki ef allir gætu orðið sáttir. Mér finnst eftir mína reynslu á þess- um árum sem ég hefi verið í þessu að hvölum fari ört fjölg- andi. — Það hefur svo mikið verið rætt um vísinda hvalveiðarnar. Hvað villt þú um þær segja? — Það voru nú miklar rann- sóknir þegar í gangi fyrir nokkr- um árum, en svo var samþykkt á Alþingi að stór auka rannsóknir á hvölum. Þó það væri búið að samþykkja að hætta hvalveiðum þá vantaði fjármagn til rann- sóknanna. Þá var ákveðið að veiða lágmarksfjölda og láta afurðir þeirra borga rannsókn- irnar og það hefur verið gert með þessum vísindaveiðum. Það fara einnig fram miklar rannsóknir á þeim hvölum sem veiddir eru. Ef einhver afgangur er af sölu afurðanna fer það í sérstakan sjóð sem áffam fer í rannsóknarstörf. Fyrir mitt leyti tel ég að það hefði átt að halda hvalveiðum áfram á sama hátt og áður og rannsaka hvalina samhliða. Það var þannig að þessu staðið að það var alveg óhætt. Ég held að það hafi verið mikil mistök að samþykkja al- gjört hvalveiðibann. Það hefði kannski verið hægt að sam- þykkja að minnka veiðarnar eitthvað. Þessar merkingar á hvölum hafa rnikla þýðingu, en merkin flnnast ekki nema að hvalurinn sé veiddur. Og svo eru ótal prufúr og sýni tekin og til þess verður að veiða hvalinn. Og svo hafa talningar úr lofti og á sjó mikla þýðingu. — Það hefúr nokkuð verið rætt um fæðuþörf hvalanna. Friðunarntenn margir fúllyrða að hvalir éti ekki fisk heldur aðeins sviflð í sjónum? — Reyðarhvalirnir eru aðal- lega í svifinu en étur þó ein- hvern fisk. En til dæmis hnúfu- bakurinn er talsvert í loðnunni. Það er líka alveg ljóst að reyðar- hvalirnir fara mikið í loðnuna ef það er lítið um átu eða svif, og jafnvel í síldina. Aftur á móti búrhvalurinn þá virðist hann éta um 80% af karfa, og svo sést einn og einn þorskur, jafnvel rígaþorskur. Við höfum líka séð talsvert af hrognkelsum koma upp úr hval. Hvalirnir vilja æla heilmiklu af æti við veiðarnar. Ég man eftir að hafa séð plast- fötu koma upp úr hval. Étur lík- lega allt sem glyttir á. — Hvað skyldi einn hvalur éta á dag? —Eg veit ekki, þetta eru oft um 50 tonna skepnur og ætli þeir éti ekki 10—15% af þyngd sinni á dag. — Einhvern tíma heyrði ég því fleygt að ef stór hvalir af ýmsu tagi væru um 15 þúsund við landið þá þyrftu þeir eina millj- ón tonna af ýmsu tagi í fóður á ári. Þó þarna sé um mikið af svifi að ræða þá hlýtur einnig að vera mikið magn af fiski. Svo má heldur ekki gleyma því að svifið er mikilsvert æti fýrir loðnu og síld. Það er líklega komið að því að það er vandratað að finna jafnvægi í sambýlinu í sjónum. — Það er ljóst að þegar fiskur eins og þorskurinn er skammt- aður í sjónum að þá gengur ekki að láta hvalastofriana vaxa og 46 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.