Vikan


Vikan - 19.11.1987, Side 7

Vikan - 19.11.1987, Side 7
Masters og ég var heppinn í Wimbledon. Ætli það hafi ekki verið einhverskonar álög á mér eins og er með landslið ykkar í handknattleik gagnvart okkur Svíum. Þessi síðasta athugasemd kom á óvart og þegar gengið var á Björn sagði hann: „Eg held að ég verði að viðurkenna að landslið ykkar sé betra en okkar þrátt fyrir að við vinnum ykkur yfir- leitt. Liðið hlýtur að vera haldið einhverjum komplexum gagn- vart okkur, því ég hef aldrei séð það spila vel gegn okkur þó það hafi kannskinýlega burstað Dani og unnið Júgóslava. Mér kæmi ekki á óvart þó þeim tækist það loksins í Seoul, en þar lendum við í sama riðli, ekki satt?“ Er ennþá í toppformi Björn hætti formlega keppni árið 1983, aðeins 27 ára gamall. Þá var hann búinn að vera í fremstu röð ffá því hann vakti fýrst heimsathygli með sænska landsliðinu í Davis Cup keppn- inni árið 1972, sextán ára að aldri. Hann hætti í skóla fimm- tán ára til að einbeita sér að tennisleik og um tvítugt var hann tvímælalaust orðinn sá besti í heiminum. Það ár vann hann Wimbledon í fyrsta sinn og fimm ára sigurganga var hafin. Keppinautar hans jafht sem fjölmiðlar kepptust við að lofa hann og Ilie Nastase sem tapaði fýrir Birni í úrslitaleik Wimbledon keppninnar 1975 sagði eftir að hafa fýlgst með úrslitaleiknum 1980 þar sem Björn vann McEnroe: „Við spil- um tennis. Hann spilar eitthvað allt annað.“ Um aðra tennisleikara segir Björn: „Sá erfiðasti? Ég veit það ekki. Connors, McEnroe. Allir. Þeir voru allir erfiðir. Auðvitað væri gaman að keppa við þá sem eru á toppnum núna. Við eigum nokkra frábæra leikmenn í Sví- þjóð í dag þó að Lendl sé tví- mælalaust sá besti í dag. Ég veit ekki hvort ég hafi verið betri þegar ég var á toppnum, það er svo erfitt að bera tvo leikmenn saman. Þó held ég að ég hefði nú staðið í honum," bætti hann við og brosti breitt. Það er ekki sjálfshólinu fýrir að fara hjá honum. Þó er hann mjög öruggur með sig og þegar hann var spurður hvort hann væri ennþá liðtækur svaraði hann: Ég held mér ennþá í toppformi þó að ég sé ekki í leikæfingu. Ég gæti komist í fremstu röð á ný. Ég er nú ekki svo gamall ennþá. Con- nors er ennþá að og hann er þremur árum eldri en ég.“ Ekki minnkaði áhugi almenn- ings á Birni eftir að hann hætti keppni og í dag er hann vinsæl- asta efhið í sænskum slúður- blöðum. Þar slær hann meira að segja konungsfjölskyldunni við. Þegar hann sagði skilið við rúm- önsku eiginkonuna stna, Marinu Simionescu, sem hann kvæntist 1980 og tók saman við hina kornungu Jannike Björling vakti það heimsathygli. Jannike sem var aðeins sautján ára þá varð heiftarlega fýrir barðinu á fjöl- miðlunum og um það segir hún: lrAuðvitað var þetta erfitt til að byrja með, ég var það ung. Ég tók nærri mér kjaftæðið sem skrifað var og var farin að forð- ast það að líta í blöðin. í dag er maður búinn að venjast þessu þannig að maður lítur bara yfir skrifin yfir okkur og pælir ekk- ert í þeim. Blaðamenn geta ekki sært mig lengur með rætnisfull- um skrifum." Hún virðist vera mjög ákveðin og ótrúlega þroskuð miðað við að vera að- eins 21 árs. Hún er næstum jafn hávaxin og Björn, dökk yfirlit- um, mjög falleg og hefur töfr- andi bros sem sést þó allt of sjaldan. Hún virðist vera á varð- bergi gagnvart fréttamönnum og lái henni það hver sem vill. Björn er álíka varkár í tali og vill sem minnst tala um einka- hagi sína. Þó sagði hann þegar undirritaður spurði hvort við mættum eiga von á „comeback“ frá honum: „Nei, ég hætti að keppa vegna þess að ég var bú- inn að fá nóg eftir folf ár og finn mig mjög vel í því sem ég er að gera í dag. Ég er hamingjusamur með Jannike og vil skapa henni og Robin syni okkar gott heim- ili. Það fer ekki vel saman við ei- líf keppnisferðalög." A.E. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.