Vikan


Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 38
TEXTI: MAGNÚS GUÐMUNDSSON í undirdjúpum West Edmonton Mall ► gefúr að líta spennandi furðuheim, með fjölbreyttu dýralífi. Kafbátar flytja gesti um undirdjúpin sem ná yflr 5 hektara svæði undir verslanamiðstöðinni. rða- og kaupglaðir islendingar vilja gjarna slá margar flugur I einu höggi með að sameina í einn pakka á ferðalögum erlendis innkaup, skemmtanir og bað- strandarlíf. Allt þetta er hægt án mikilla tilfær- inga, ef leiðin er lögð til Kanada, nánar tiltekið, borgarinnar Edmonton í Albertafylki. Þangað er hægt að komast fyrir tiltölulega vægt verð, ef borið er saman við þessar hefðbundnu innkaupaferðir til Evrópulanda. Verðlag í Kanada er einnig mjög hagstætt, sem getur vegið upp á móti þeim verðmun sem liggur í flugferðinni þangað, miðað við til dæmis Glasgow. í Edmonton í Kanada er nokk- uð sem margir hafa kallað átt- unda undur veraldar, stærsta verslanamiðstöð í víðri veröld, West Edmonton Mall, sem rúm- ar hvorki meira né minna, en 830 verslanir og veitingastaði undir einu þaki! Myndi þekja allan miðbæinn Flatarmál West Edmonton Mall er um það bil 500.000 fer- metrar, eða um 50 hektarar, sem er hreint ekki svo lítið svæði. Til samanburðar er Kringlan skráð hjá Borgarverk- fræðingi Reykjavíkur um 28.000 fermetrar. Kanadiska verslana- miðstöðin myndi þekja allan gamla miðbæ Reykjavíkur og ef henni yrði slegið upp við Skautahöllin í West Edmonton Mall er hið tilkomumesta mannvirki. m Hótel Fantasyland, eða Hótel Furðuheimur, sem er 360 herbergja gistihús inni í verslanamiðstöðinni, býður gestum West Edmonton Mall upp á gistingu í herbergjum þar sem ímyndunaraflið hefur verið látið ráða um innrétting- ar. Hér er til dæmis trukkaher- bergið fýrir bíladellufólk. I West Edmonton Mall, eru gangarnir eins og raunverulegar verslanagötur og eru þær oft eftirlíkingar af frægum götum annars staðar í heiminum, eða í stíl við eitthvert heimssvæði. Þessi gata heitir Europa Boulevard, með versl- unum sem sérhæfa sig í frægum evrópskum tískufatnaði. Kringluna, myndi allt svæðið á milli Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar og Miklubraut- ar og Bústaðarvegar og gott betur, hverfa undir þak þessarar gríðarstóru verlanamiðstöðvar. Það fáeri ekki mikið fyrir öll- um Reykvíkingum, þótt þeir legðu allir leið stna í einu í búð- arráp í West Edmonton Mall og bílastæði væru ekkert vandamál, þar sem verslanamiðstöðin rúmar um það bil 50.000 bíla í stæði innan og utanhúss. Þeir sem ekki nenna að þvæl- asts í búðir geta svo sem fúndið eitthvað við sitt hæfi þarna inn- an dyra, þar sem stærsta Tívolí í heimi, innan dyra, er meðal þeirra afþreyinga sem boðið er upp á. Skemmtigarðurinn einn nær yfir 52.000 fermetra svæði. Til annarra skemmtana fyrir þreytta búðarápara, býður versl- anamiðstöðin upp á stóreflis dýragarð og sædýrasafn, ferða- lög með stórum kafbátum um djúpin blá, þar sem illúðlegir hákarlar glotta framan í gestina, skautahöll og fjörugt næturlíf með dansstöðum og kvikmynd- ahúsum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er þó allt slegið út með World Waterpark, sem er vatna- svæði upp á tæpa þrjá hektara, inni í verslanamiðstöðinni. Þar f. World Waterpark. Myndin sýnir hluta vatnagarðsins. með hinnl vinsælu baðströnd, par sem 10.000 manns geta baðað sig í einu, án þrenglsa. er til dæmis stóreflis baðströnd undir þaki, með véldrifhum öldugangi þar sem baðgestir geta leikið sér á brimbrettum og orðið jafn sólbrúnir eins og á gervisólir undir þakinu sjá fyrir brúnkugeislum. Fótafúnir í innkaupum þurfa ekki að láta stærð miðstöðvar- innar hræða sig, þar sem gestum er boðið upp á rafknúna vagna, sem þeir geta síðan stýrt hvert sem óskað er. Þeir sem kjósa að ganga verða hins vegar að búa sig undir nokkurt erflði, þar sem göngutúrinn á milli allra versl- ananna er rúmir 5 kílómetrar. 36 VIKA.N VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.